Hafnfirðingar skilað helmingi lóða vegna íþyngjandi skilmála Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. febrúar 2018 06:00 Skarðshlíðarhverfið á að byggja upp á næstu árum. Það hefur nánast verið tilbúið til uppbyggingar í um áratug Vísir/eyþór „Við höfum verið að fá ábendingar frá fólki um að þetta tengist íþyngjandi skilmálum sem þarna eru,“ segir Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Hún og fleiri fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn hafa lýst áhyggjum sínum af hversu mörgum lóðum, sem úthlutað var í Skarðshlíðarhverfi í haust, hefur verið skilað. Aðspurð segir Adda María að samantekt hennar á þeim málum sem tekin hafa verið fyrir í bæjarráði og varða einbýlis- og parhúsalóðir sem hefur verið skilað, sýni að það sé um helmingur lóðanna. „Það var um 20 lóðum úthlutað í september síðastliðnum en um tíu til ellefu þeirra var skilað.“ Einhverjum þeirra hefur síðan verið endurúthlutað til umsækjenda á biðlista en á fundi bæjarstjórnar á miðvikudag var enn verið að taka fyrir skil á lóðum í hverfinu. Adda María segir þetta óvenjulegt og að vísbendingar séu um skýringar. Í einhverjum tilfellum geti verið um fjármögnunarvanda að ræða en ábendingar hafi borist um að skilmálar er varða meðal annars efnisval á hús og svokallaða djúpgáma hafi vegið þungt í mörgum tilfella.Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.Djúpgámar eru sameiginlegar, innbyggðar og niðurgrafnar sorpgeymslur fyrir nokkur hús í sömu götu. Nokkuð sem fólki hafi greinilega fundist óþægilegt. „Þarna er um að ræða einbýlis- og parhús og fólk vill kannski losna við slíkt samkrull og vera út af fyrir sig. Það hafa verið athugasemdir gerðar við að utan um þessa gáma þurfi að stofna húsfélög, þetta sé aukinn kostnaður og fólk þurfi sjálft að standa straum af þrifum og þess háttar.“ Adda María segir meirihlutann hafa lýst því yfir að þessi mál séu í endurskoðun. „Ég hef hins vegar áhyggjur af því að ef þau ætla að endurskoða þessa skilmála núna sé það svolítið súrt í broti fyrir þá sem þegar eru búnir að skila lóðunum á þessum forsendum.“ Þá hafi verktaki skilað lóðum þar sem dregist hafi fram úr hófi að setja rafmagnslínur sem liggja yfir ysta hluta hverfisins í jörðu. „Þetta er mjög miður því okkur veitir sannarlega ekki af að úthluta lóðum því það hefur nánast ekkert gerst í þeim efnum í langan tíma og þetta hverfi var þannig séð tilbúið fyrir hrun.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
„Við höfum verið að fá ábendingar frá fólki um að þetta tengist íþyngjandi skilmálum sem þarna eru,“ segir Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Hún og fleiri fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn hafa lýst áhyggjum sínum af hversu mörgum lóðum, sem úthlutað var í Skarðshlíðarhverfi í haust, hefur verið skilað. Aðspurð segir Adda María að samantekt hennar á þeim málum sem tekin hafa verið fyrir í bæjarráði og varða einbýlis- og parhúsalóðir sem hefur verið skilað, sýni að það sé um helmingur lóðanna. „Það var um 20 lóðum úthlutað í september síðastliðnum en um tíu til ellefu þeirra var skilað.“ Einhverjum þeirra hefur síðan verið endurúthlutað til umsækjenda á biðlista en á fundi bæjarstjórnar á miðvikudag var enn verið að taka fyrir skil á lóðum í hverfinu. Adda María segir þetta óvenjulegt og að vísbendingar séu um skýringar. Í einhverjum tilfellum geti verið um fjármögnunarvanda að ræða en ábendingar hafi borist um að skilmálar er varða meðal annars efnisval á hús og svokallaða djúpgáma hafi vegið þungt í mörgum tilfella.Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.Djúpgámar eru sameiginlegar, innbyggðar og niðurgrafnar sorpgeymslur fyrir nokkur hús í sömu götu. Nokkuð sem fólki hafi greinilega fundist óþægilegt. „Þarna er um að ræða einbýlis- og parhús og fólk vill kannski losna við slíkt samkrull og vera út af fyrir sig. Það hafa verið athugasemdir gerðar við að utan um þessa gáma þurfi að stofna húsfélög, þetta sé aukinn kostnaður og fólk þurfi sjálft að standa straum af þrifum og þess háttar.“ Adda María segir meirihlutann hafa lýst því yfir að þessi mál séu í endurskoðun. „Ég hef hins vegar áhyggjur af því að ef þau ætla að endurskoða þessa skilmála núna sé það svolítið súrt í broti fyrir þá sem þegar eru búnir að skila lóðunum á þessum forsendum.“ Þá hafi verktaki skilað lóðum þar sem dregist hafi fram úr hófi að setja rafmagnslínur sem liggja yfir ysta hluta hverfisins í jörðu. „Þetta er mjög miður því okkur veitir sannarlega ekki af að úthluta lóðum því það hefur nánast ekkert gerst í þeim efnum í langan tíma og þetta hverfi var þannig séð tilbúið fyrir hrun.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira