Breytni eftir Kristi Guðmundur Brynjólfsson skrifar 19. febrúar 2018 07:00 De Imitatione Christi er ágæt bók sem kennir manni að haga sér. Aðferðin er sú að maður eigi að reyna að haga sér sem Kristur. Það er mikið verk. Höfundur bókar er Thomas A. Kempis en því nafni svipar til nafns argentínska fótboltamannsins Mario Kempes – mér er ókunnugt um skyldleika. Ég hef stundum (ætlaði að skrifa „Ég hef alltaf“ sem er bláköld lygi, svo ég hætti við það) reynt að breyta sem Kristur. Það gerir manni gott. Einu sinni sem oftar kom ég sjálfum mér á sjúkrahús. Vaknaði þar upp og vissi sem var; sjúkdóm og lækningu. Batnaði þó ekki til frambúðar. Þarna lá ég í bælinu og drakk Gatorade við ævilöngum þorsta. Leit ég þá í næsta rúm og sá þar sovétlærðan leiklistarmeistara. Hann drakk og Gatorade við svipuðum þorsta. Okkur varð strax vel til vina enda andans menn og báðir gáfaðri en hinn. En eitt var þarna helvíti. Þeir bönnuðu honum að reykja, meistaranum, en límdu á hann plástra. Hann vildi samt reykja. Þetta var straff sem tók ekki nokkurn nótís af þjáningum manns sem vildi fá sitt tóbak þar til yfir lyki. Reyndar var hann ekki neitt að deyja – en hann setti það þannig upp. Og þá telur það. En það voru fleiri snurður á; þessi gúrú og frumkvöðull í íslenskri nútímaleiklist, átti ekkert tóbak. Ég djákninn, afréð að breyta líkt og Kristur, braut því þau boð sem ég var þarna seldur undir; þá reglu að mér væri óheimilt að yfirgefa sjúkrahúslóðina. Ég fór og keypti tvo pakka af Royal og gaf gamla leikstjóranum. Hann ljómaði. Ég slapp – því ég breytti rétt. Af þessu má læra að það borgar sig ekki að reykja Royal og – De Imitatione Christi er fínasta bók að fara eftir í nauðum. Og jafnvel oftar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
De Imitatione Christi er ágæt bók sem kennir manni að haga sér. Aðferðin er sú að maður eigi að reyna að haga sér sem Kristur. Það er mikið verk. Höfundur bókar er Thomas A. Kempis en því nafni svipar til nafns argentínska fótboltamannsins Mario Kempes – mér er ókunnugt um skyldleika. Ég hef stundum (ætlaði að skrifa „Ég hef alltaf“ sem er bláköld lygi, svo ég hætti við það) reynt að breyta sem Kristur. Það gerir manni gott. Einu sinni sem oftar kom ég sjálfum mér á sjúkrahús. Vaknaði þar upp og vissi sem var; sjúkdóm og lækningu. Batnaði þó ekki til frambúðar. Þarna lá ég í bælinu og drakk Gatorade við ævilöngum þorsta. Leit ég þá í næsta rúm og sá þar sovétlærðan leiklistarmeistara. Hann drakk og Gatorade við svipuðum þorsta. Okkur varð strax vel til vina enda andans menn og báðir gáfaðri en hinn. En eitt var þarna helvíti. Þeir bönnuðu honum að reykja, meistaranum, en límdu á hann plástra. Hann vildi samt reykja. Þetta var straff sem tók ekki nokkurn nótís af þjáningum manns sem vildi fá sitt tóbak þar til yfir lyki. Reyndar var hann ekki neitt að deyja – en hann setti það þannig upp. Og þá telur það. En það voru fleiri snurður á; þessi gúrú og frumkvöðull í íslenskri nútímaleiklist, átti ekkert tóbak. Ég djákninn, afréð að breyta líkt og Kristur, braut því þau boð sem ég var þarna seldur undir; þá reglu að mér væri óheimilt að yfirgefa sjúkrahúslóðina. Ég fór og keypti tvo pakka af Royal og gaf gamla leikstjóranum. Hann ljómaði. Ég slapp – því ég breytti rétt. Af þessu má læra að það borgar sig ekki að reykja Royal og – De Imitatione Christi er fínasta bók að fara eftir í nauðum. Og jafnvel oftar.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun