Lækkun launa afvopni ekki stéttarfélög Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. febrúar 2018 07:30 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Vísir/Anton Brink „Hvort þetta sé í andstöðu við hlutverk verkalýðshreyfingarinnar? Nei, ég er ekki sammála því,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem sætir gagnrýni verkalýðsforingja fyrir að krefjast þess að laun þeirra ráðamanna sem kjararáð hækkaði svo hraustlega í launum um árið verði lækkuð með lagasetningu. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, furðar sig á þessari kröfu ASÍ sem fram kom í starfshópi um málefni kjararáðs og vill meina að það sé ekki hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að krefjast launalækkunar tiltekins hóps heldur fremur að krefjast sambærilegrar hækkunar til handa láglaunafólki. „Ég hef ætíð fagnað þegar fólk hækkar í launum. Ég hef sagt það áður að ég vil nota viðmið kjararáðs til að hækka lægstu laun og launataxta til samræmis við hækkun kjararáðs,“ segir Vilhjálmur. Kjararáð hafi sent tón sem beri að nýta til að rökstyðja hækkun lægstu launa í komandi átökum. „Ef við hefðum nýtt okkur þá hækkun sem varð á þingfararkaupi þá væru lágmarkslaun í dag 360 þúsund, ekki 280 þúsund. Ég hefði miklu frekar viljað sjá forystu ASÍ og verkalýðshreyfinguna í heild sinni berjast fyrir því að fá sambærilega hækkun en að fara fram á að tilteknir hópar lækki í launum. Um leið og ég fer að berjast fyrir því að fólk lækki í launum þá fer ég að leita mér að annarri vinnu,“ segir Vilhjálmur. Aðspurður um þessa gagnrýni segir Gylfi það líka hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að berjast fyrir jöfnuði. „Að forystumenn stjórnmála og stjórnsýslu beri ekki meira úr býtum í brauðstritinu en almenningur. Það er ekki andstætt baráttu verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Gylfi og hafnar því að kjararáð þurfi til að krefjast launahækkana. „Það er stéttarfélögunum að sjálfsögðu heimilt og hafa til þess þau vopn sem þau telja sig þurfa til að fylgja því eftir. Ég er ekki að fjalla um það. Ég er ekki að taka úr höndunum á stéttarfélögum, hvorki á Akranesi né annars staðar, rétt þeirra til að fara fram með það sem þau telja skynsamlegt. Það gera þau á eigin forsendum.“ – smjvísir/anton brink Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
„Hvort þetta sé í andstöðu við hlutverk verkalýðshreyfingarinnar? Nei, ég er ekki sammála því,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem sætir gagnrýni verkalýðsforingja fyrir að krefjast þess að laun þeirra ráðamanna sem kjararáð hækkaði svo hraustlega í launum um árið verði lækkuð með lagasetningu. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, furðar sig á þessari kröfu ASÍ sem fram kom í starfshópi um málefni kjararáðs og vill meina að það sé ekki hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að krefjast launalækkunar tiltekins hóps heldur fremur að krefjast sambærilegrar hækkunar til handa láglaunafólki. „Ég hef ætíð fagnað þegar fólk hækkar í launum. Ég hef sagt það áður að ég vil nota viðmið kjararáðs til að hækka lægstu laun og launataxta til samræmis við hækkun kjararáðs,“ segir Vilhjálmur. Kjararáð hafi sent tón sem beri að nýta til að rökstyðja hækkun lægstu launa í komandi átökum. „Ef við hefðum nýtt okkur þá hækkun sem varð á þingfararkaupi þá væru lágmarkslaun í dag 360 þúsund, ekki 280 þúsund. Ég hefði miklu frekar viljað sjá forystu ASÍ og verkalýðshreyfinguna í heild sinni berjast fyrir því að fá sambærilega hækkun en að fara fram á að tilteknir hópar lækki í launum. Um leið og ég fer að berjast fyrir því að fólk lækki í launum þá fer ég að leita mér að annarri vinnu,“ segir Vilhjálmur. Aðspurður um þessa gagnrýni segir Gylfi það líka hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að berjast fyrir jöfnuði. „Að forystumenn stjórnmála og stjórnsýslu beri ekki meira úr býtum í brauðstritinu en almenningur. Það er ekki andstætt baráttu verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Gylfi og hafnar því að kjararáð þurfi til að krefjast launahækkana. „Það er stéttarfélögunum að sjálfsögðu heimilt og hafa til þess þau vopn sem þau telja sig þurfa til að fylgja því eftir. Ég er ekki að fjalla um það. Ég er ekki að taka úr höndunum á stéttarfélögum, hvorki á Akranesi né annars staðar, rétt þeirra til að fara fram með það sem þau telja skynsamlegt. Það gera þau á eigin forsendum.“ – smjvísir/anton brink
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent