Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Kristján Már Unnarsson skrifar 16. febrúar 2018 20:45 Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land, að sögn framkvæmdastjóra Air Iceland Connect, Árna Gunnarssonar. Rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Flugfélag Íslands blés til sóknar fyrir tveimur árum með því hefja flug frá Keflavíkurflugvelli, fyrst til Aberdeen, síðan Belfast og einnig beint til Akureyrar. Félagið hefur síðan skipt um nafn og nú hefur verið ákveðið að leggja niður allt Keflavíkurflug frá 15. maí í vor. Reykjavík verður eina miðstöðin. Framkvæmdastjóri Air Iceland Connect segir að eftir að Bretlandsflugið hófst hafi markaðurinn þar í landi þróast til hins verra með Brexit og falli pundsins og vegna aukinnar samkeppni. „Því miður hefur þróunin á þessum leiðum ekki verið í samræmi við væntingar,“ segir Árni.Bombardier Q400 á Akureyrarflugvelli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hér innanlands vekur hins vegar meiri athygli ákvörðun um að leggja niður beint flug milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar. Árni segir að tilraunin núna hafi verið sú viðamesta til þessa, með fimm flug á viku. „Við bundum miklar vonir við þessa tilraun. En því miður hefur hún ekki verið að þróast eins og við vorum að vonast til og erum því nauðbeygð að draga okkur út af þessum markaði.“ Ekki hafi verið talið vænlegt til árangurs að gefa þessari tilraun lengri tíma. Þróunin hafi ekki bent til þess að líkur væru á að hún gæti staðið undir sér til framtíðar. Það voru erlendu ferðamennirnir sem brugðust. „Erlendir ferðamenn hafa ekki skilað sér eins mikið og við vorum að vonast til inn í þetta flug. Hins vegar hefur fólk af Norðurlandi nýtt þetta í töluvert miklum mæli og það er auðvitað synd að þetta skuli þurfa að detta út núna.“Flugtak frá Akureyrarflugvelli. Frá miðjum maí liggur leiðin suður aðeins til Reykjavíkurflugvallar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Erlendum ferðamönnum hefur þó verið að fjölga í innanlandsfluginu út frá Reykjavík. „Áður en þessi mikla fjölgun ferðamanna varð til landsins þá var hlutdeild þeirra eingöngu í kringum fimm prósent. Hún er í dag í kringum tuttugu prósent. Íslendingum er að fjölga í innanlandsflugi, þannig að með bættu efnahagsástandi þá fjölgar þeim líka. Þannig að við sjáum fram á jákvæða þróun þar. Svo höfum við verið að bæta við áfangastöðum á Grænlandi og við munum áfram leggja mikla áherslu á Grænland,“ segir Árni Gunnarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Akureyri Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Unnið að því að stjórnvöld viðurkenni innanlandsflug sem hluta af almenningssamgöngum Einhver hundruð milljóna þarf til þess að koma flugvöllum á landsbyggðinni í viðunandi horf 17. janúar 2018 19:15 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land, að sögn framkvæmdastjóra Air Iceland Connect, Árna Gunnarssonar. Rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Flugfélag Íslands blés til sóknar fyrir tveimur árum með því hefja flug frá Keflavíkurflugvelli, fyrst til Aberdeen, síðan Belfast og einnig beint til Akureyrar. Félagið hefur síðan skipt um nafn og nú hefur verið ákveðið að leggja niður allt Keflavíkurflug frá 15. maí í vor. Reykjavík verður eina miðstöðin. Framkvæmdastjóri Air Iceland Connect segir að eftir að Bretlandsflugið hófst hafi markaðurinn þar í landi þróast til hins verra með Brexit og falli pundsins og vegna aukinnar samkeppni. „Því miður hefur þróunin á þessum leiðum ekki verið í samræmi við væntingar,“ segir Árni.Bombardier Q400 á Akureyrarflugvelli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hér innanlands vekur hins vegar meiri athygli ákvörðun um að leggja niður beint flug milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar. Árni segir að tilraunin núna hafi verið sú viðamesta til þessa, með fimm flug á viku. „Við bundum miklar vonir við þessa tilraun. En því miður hefur hún ekki verið að þróast eins og við vorum að vonast til og erum því nauðbeygð að draga okkur út af þessum markaði.“ Ekki hafi verið talið vænlegt til árangurs að gefa þessari tilraun lengri tíma. Þróunin hafi ekki bent til þess að líkur væru á að hún gæti staðið undir sér til framtíðar. Það voru erlendu ferðamennirnir sem brugðust. „Erlendir ferðamenn hafa ekki skilað sér eins mikið og við vorum að vonast til inn í þetta flug. Hins vegar hefur fólk af Norðurlandi nýtt þetta í töluvert miklum mæli og það er auðvitað synd að þetta skuli þurfa að detta út núna.“Flugtak frá Akureyrarflugvelli. Frá miðjum maí liggur leiðin suður aðeins til Reykjavíkurflugvallar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Erlendum ferðamönnum hefur þó verið að fjölga í innanlandsfluginu út frá Reykjavík. „Áður en þessi mikla fjölgun ferðamanna varð til landsins þá var hlutdeild þeirra eingöngu í kringum fimm prósent. Hún er í dag í kringum tuttugu prósent. Íslendingum er að fjölga í innanlandsflugi, þannig að með bættu efnahagsástandi þá fjölgar þeim líka. Þannig að við sjáum fram á jákvæða þróun þar. Svo höfum við verið að bæta við áfangastöðum á Grænlandi og við munum áfram leggja mikla áherslu á Grænland,“ segir Árni Gunnarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Akureyri Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Unnið að því að stjórnvöld viðurkenni innanlandsflug sem hluta af almenningssamgöngum Einhver hundruð milljóna þarf til þess að koma flugvöllum á landsbyggðinni í viðunandi horf 17. janúar 2018 19:15 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Unnið að því að stjórnvöld viðurkenni innanlandsflug sem hluta af almenningssamgöngum Einhver hundruð milljóna þarf til þess að koma flugvöllum á landsbyggðinni í viðunandi horf 17. janúar 2018 19:15
Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15