Einar Árni tekur upp hanskann fyrir Keflavík: Engin skömm að tapa fyrir Þór og Hetti Anton Ingi Leifsson skrifar 15. febrúar 2018 22:24 Einar Árni Jóhannsson. Vísir/Ernir Þór Þorlákshöfn tapaði fyrir Valsmönnum á útivelli í Domino's deild karla í kvöld með níu stigum. Tapið gerði baráttu Þórsara um sæti í úrslitakeppninni erfiðari en sigur Vals sendi Hött endanlega niður í fyrstu deild. „Það sem pirrar mig mest í dag að hvað við höfum verið góðir í síðustu fjórum til fimm leikjum, sýnt mikið hjarta, verið mikið lið og svo komum við í leik sem eflaust hefur læðst að fólki sem við ættum að vinna þá bryddum við upp á nýjungum sem hefur ekki sést í langan tíma.” Þetta sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, í samtali við Vísi í leikslok og virtist hundfúll með framlag sinna manna í leiknum í kvöld sem hefur oft verið betra. Lokatölur í leiknum urðu 95-86. „Við vorum ekki góðir. Daprasta varnarframmistaða í allan vetur, teigurinn galopinn, réðum ekkert við King og buðum þeim bara upp í veislu. Fullt hrós á Val sem sýndi mikið hjarta og gaf allt sitt.” „Við töluðum um að mæta þeirra hjarta, en við vorum víðsfjarri í dag því miður,” en hæðarmunurinn hefur ekki aftrað Þór í síðustu leikjum þar sem samvinnan í varnarleiknum hefur verið til fyrirmyndar. Það breyttist algjörlega í dag. „Stundum lendir maður í vandræðum með einhver play, en í dag voru þetta bara einstaklings mistök hver á fætur öðrum þar sem menn gleyma sér bara, í einn og einn vörn eru menn bara slakir. Það er alveg fáránlega mikið af lay-upum sem eru skoruð í þessum leik. Það er okkar versta meðal í dag.” Þórsarar hafa verið að daðra við það að ógna Keflavík og liðunum þar fyrir ofan af alvöru krafti með frábærri frammistöðu í janúar. Þetta var eitt skref aftur á bak, en er Einar hættur að horfa upp fyrir sig núna? „Nei, en möguleikinn er fjarlægur. Við erum þokkalegir í stærðfræði og gerum okkur grein fyrir því að þetta var aldrei í okkar höndum. Við gerðum okkur mikið erfiðara fyrir núna en áður,” sagði Einar sem sagði umræðuna um Keflavík vera á mis. „Öll þessi umræða um Keflavík. Þeir unnu okkur um daginn og voru betri en við. Menn geta sagt allt um þá og auðvitað hafa þeir átt erfiðan vetur. Þeir hafa tapað fyrir Þór og Hetti, en það er talað um það eins og það sé versta skömm í heimi.” „Það gleymist stundum að hrósa þessum liðum fyrir flotta frammistöðu. Fyrir það fyrsta þurfum við að hugsa um okkur, vinna næsta leik og sjá hvort við getum búið til einhverja pressu.” „Við þurfum að treysta að Keflavík tapi næsti tveimur leikjum og við að vinna næstu tvo og sjá hvort þeir höndli þá pressu. Ef við ætlum að vinna næsta leik þurfum við að reisa leik okkar töluvert frá þessum leik í dag,” sem hrósaði Val að lokum: „Mig langar samt sem áður að ítreka það að Valsmenn voru geggjaðir í dag. Risa hjarta, vilji og liðsheild.” Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór Þ. 95-86 | Valur heldur sér á lífi í baráttunni um úrslitakeppni Valur heldur sér á lífi í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í Dominos-deild karla eftir sigur á Þór frá Þorlákshöfn, 95-86, í Valshöllinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Vals í síðustu fimm leikjum. 15. febrúar 2018 22:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Álftanes - KR | Ögurstund fyrir heimamenn? Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Í beinni: Njarðvík - Höttur | Geta unnið fjórða í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Sjá meira
Þór Þorlákshöfn tapaði fyrir Valsmönnum á útivelli í Domino's deild karla í kvöld með níu stigum. Tapið gerði baráttu Þórsara um sæti í úrslitakeppninni erfiðari en sigur Vals sendi Hött endanlega niður í fyrstu deild. „Það sem pirrar mig mest í dag að hvað við höfum verið góðir í síðustu fjórum til fimm leikjum, sýnt mikið hjarta, verið mikið lið og svo komum við í leik sem eflaust hefur læðst að fólki sem við ættum að vinna þá bryddum við upp á nýjungum sem hefur ekki sést í langan tíma.” Þetta sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, í samtali við Vísi í leikslok og virtist hundfúll með framlag sinna manna í leiknum í kvöld sem hefur oft verið betra. Lokatölur í leiknum urðu 95-86. „Við vorum ekki góðir. Daprasta varnarframmistaða í allan vetur, teigurinn galopinn, réðum ekkert við King og buðum þeim bara upp í veislu. Fullt hrós á Val sem sýndi mikið hjarta og gaf allt sitt.” „Við töluðum um að mæta þeirra hjarta, en við vorum víðsfjarri í dag því miður,” en hæðarmunurinn hefur ekki aftrað Þór í síðustu leikjum þar sem samvinnan í varnarleiknum hefur verið til fyrirmyndar. Það breyttist algjörlega í dag. „Stundum lendir maður í vandræðum með einhver play, en í dag voru þetta bara einstaklings mistök hver á fætur öðrum þar sem menn gleyma sér bara, í einn og einn vörn eru menn bara slakir. Það er alveg fáránlega mikið af lay-upum sem eru skoruð í þessum leik. Það er okkar versta meðal í dag.” Þórsarar hafa verið að daðra við það að ógna Keflavík og liðunum þar fyrir ofan af alvöru krafti með frábærri frammistöðu í janúar. Þetta var eitt skref aftur á bak, en er Einar hættur að horfa upp fyrir sig núna? „Nei, en möguleikinn er fjarlægur. Við erum þokkalegir í stærðfræði og gerum okkur grein fyrir því að þetta var aldrei í okkar höndum. Við gerðum okkur mikið erfiðara fyrir núna en áður,” sagði Einar sem sagði umræðuna um Keflavík vera á mis. „Öll þessi umræða um Keflavík. Þeir unnu okkur um daginn og voru betri en við. Menn geta sagt allt um þá og auðvitað hafa þeir átt erfiðan vetur. Þeir hafa tapað fyrir Þór og Hetti, en það er talað um það eins og það sé versta skömm í heimi.” „Það gleymist stundum að hrósa þessum liðum fyrir flotta frammistöðu. Fyrir það fyrsta þurfum við að hugsa um okkur, vinna næsta leik og sjá hvort við getum búið til einhverja pressu.” „Við þurfum að treysta að Keflavík tapi næsti tveimur leikjum og við að vinna næstu tvo og sjá hvort þeir höndli þá pressu. Ef við ætlum að vinna næsta leik þurfum við að reisa leik okkar töluvert frá þessum leik í dag,” sem hrósaði Val að lokum: „Mig langar samt sem áður að ítreka það að Valsmenn voru geggjaðir í dag. Risa hjarta, vilji og liðsheild.”
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór Þ. 95-86 | Valur heldur sér á lífi í baráttunni um úrslitakeppni Valur heldur sér á lífi í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í Dominos-deild karla eftir sigur á Þór frá Þorlákshöfn, 95-86, í Valshöllinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Vals í síðustu fimm leikjum. 15. febrúar 2018 22:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Álftanes - KR | Ögurstund fyrir heimamenn? Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Í beinni: Njarðvík - Höttur | Geta unnið fjórða í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór Þ. 95-86 | Valur heldur sér á lífi í baráttunni um úrslitakeppni Valur heldur sér á lífi í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í Dominos-deild karla eftir sigur á Þór frá Þorlákshöfn, 95-86, í Valshöllinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Vals í síðustu fimm leikjum. 15. febrúar 2018 22:00