Hálfur mánuður til stefnu varðandi uppsögn kjarasamninga Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2018 14:00 Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar Vísir/Völundur Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. Formaður Framsýnar á Húsavík segir mikinn titring innan hreyfingarinnar og margir vilji segja samningunum upp. Það var mat bæði aðildarfélaga Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins fyrir ári að forsendur kjarasamninga hefðu brugðist vegna ákvarðana kjararáðs um kjör æðstu ráðamanna. Þá náðist hins vegar samkomulag um breytingar á kjarasamningum sem tryggði framlengingu þeirra til loka þessa mánaðar. Síðan þá hefur kjararáð tekið ákvarðanir um kjör ýmissa hópa sem verkalýðshreyfingin telur vera langt umfram það sem samið hafi verið um á almennum markaði. Aðilar vinnumarkaðarins hafa frá því ríkisstjórn var mynduð átt í viðræðum við hana um kjaramál, en fjöldi samninga opinberra starfsmanna eru lausir eða við það að losna á næstu misserum. Samkvæmt gildandi kjarasamningum á almenna markaðnum fer nú fram endurskoðun á samningunum og ef ekki tekst samkomulag um hana er hægt að segja samningunum upp nú um mánaðamótin.Tvennt þurfi að gerast á næstu vikum Verkalýðsfélagið Framsýn á Húsavík sendi frá sér ályktun í gær þar sem hvatt er til þess að samningunum verði sagt upp. Aðalsteinn Baldursson formaður félagsins segir þó enn ekki fullreynt hvort samkomulag takist á næstu tveimur vikum við Samtök atvinnulífsins.„Menn hafa núna febrúar til að meta stöðuna og koma með tillögur um breytingar. En komi þær ekki til á að segja upp samningum að okkar mati frá og með næstu mánaðamótum,“ segir Aðalsteinn.Vilji menn framlengja kjarasamningum þurfi að hækka lægstu launin sem enn séu undir þrjú hundruð þúsund krónum á mánuði.„Það þarf að koma til hækkun þar. Síðan erum við að sjá sjálft kerfið eins og atvinnuleysisbæturnar sem eru í sögulegu lágmarki meðan tryggingargjaldinu er haldið hátt uppi. Í staðinn fyrir að peningarnir renni til þeirra sem eru atvinnulausir rennur þetta beint í ríkiskassann. Það eru skattamálin, það er verið að pína okkar fólk meira en aðra varðandi skatta,“ segir Aðalsteinn.Tvennt þurfi að gerast á næstu tveimur vikum, annars vegar að ríkisstjórnin komi þegar í stað með aðgerðir til kjarabóta og hins vegar að samkomulag náist við Samtök atvinnulífsins um hækkun lægstu launa. Að öðrum kosti eigi að segja samningum upp. Í fyrra hafi verið ákveðið að bíða vegna samninga sem fram undan voru við opinbera starfsmenn en síðan þá hafi kjararáð verið algerlega úti á túni í ákvörðun kjara einstakra hópa.„Það er kannski líka það sem heldur okkar fólki á tánum og elur á reiðinni. Það eru þessir úrskurðir kjararáðs í tíma og ótíma með gríðarlegar hækkanir. Svo ekki sé talað um aðra hluti eins og nú kemur í ljós varðandi aksturinn hjá alþingismönnum og annað sem vekur furðu fólks,“ segir Aðalsteinn Baldursson. Kjaramál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. Formaður Framsýnar á Húsavík segir mikinn titring innan hreyfingarinnar og margir vilji segja samningunum upp. Það var mat bæði aðildarfélaga Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins fyrir ári að forsendur kjarasamninga hefðu brugðist vegna ákvarðana kjararáðs um kjör æðstu ráðamanna. Þá náðist hins vegar samkomulag um breytingar á kjarasamningum sem tryggði framlengingu þeirra til loka þessa mánaðar. Síðan þá hefur kjararáð tekið ákvarðanir um kjör ýmissa hópa sem verkalýðshreyfingin telur vera langt umfram það sem samið hafi verið um á almennum markaði. Aðilar vinnumarkaðarins hafa frá því ríkisstjórn var mynduð átt í viðræðum við hana um kjaramál, en fjöldi samninga opinberra starfsmanna eru lausir eða við það að losna á næstu misserum. Samkvæmt gildandi kjarasamningum á almenna markaðnum fer nú fram endurskoðun á samningunum og ef ekki tekst samkomulag um hana er hægt að segja samningunum upp nú um mánaðamótin.Tvennt þurfi að gerast á næstu vikum Verkalýðsfélagið Framsýn á Húsavík sendi frá sér ályktun í gær þar sem hvatt er til þess að samningunum verði sagt upp. Aðalsteinn Baldursson formaður félagsins segir þó enn ekki fullreynt hvort samkomulag takist á næstu tveimur vikum við Samtök atvinnulífsins.„Menn hafa núna febrúar til að meta stöðuna og koma með tillögur um breytingar. En komi þær ekki til á að segja upp samningum að okkar mati frá og með næstu mánaðamótum,“ segir Aðalsteinn.Vilji menn framlengja kjarasamningum þurfi að hækka lægstu launin sem enn séu undir þrjú hundruð þúsund krónum á mánuði.„Það þarf að koma til hækkun þar. Síðan erum við að sjá sjálft kerfið eins og atvinnuleysisbæturnar sem eru í sögulegu lágmarki meðan tryggingargjaldinu er haldið hátt uppi. Í staðinn fyrir að peningarnir renni til þeirra sem eru atvinnulausir rennur þetta beint í ríkiskassann. Það eru skattamálin, það er verið að pína okkar fólk meira en aðra varðandi skatta,“ segir Aðalsteinn.Tvennt þurfi að gerast á næstu tveimur vikum, annars vegar að ríkisstjórnin komi þegar í stað með aðgerðir til kjarabóta og hins vegar að samkomulag náist við Samtök atvinnulífsins um hækkun lægstu launa. Að öðrum kosti eigi að segja samningum upp. Í fyrra hafi verið ákveðið að bíða vegna samninga sem fram undan voru við opinbera starfsmenn en síðan þá hafi kjararáð verið algerlega úti á túni í ákvörðun kjara einstakra hópa.„Það er kannski líka það sem heldur okkar fólki á tánum og elur á reiðinni. Það eru þessir úrskurðir kjararáðs í tíma og ótíma með gríðarlegar hækkanir. Svo ekki sé talað um aðra hluti eins og nú kemur í ljós varðandi aksturinn hjá alþingismönnum og annað sem vekur furðu fólks,“ segir Aðalsteinn Baldursson.
Kjaramál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda