Umdeildur umbi segir Gunnar æfa með aumingjum: „UFC vildi ekki fá hann en ég kom honum inn“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. febrúar 2018 09:00 Ali Abdel-Aziz lét SBG-menn heyra það. vísir/getty Ali Abdel-Aziz er einn allra umdeildasti umboðsmaðurinn í MMA-heiminum í dag en hann sér um hagsmuni stórstjarna á borð við Khabib Nurmagomedov, Frankie Edgar og Fabricio Werdum. Khabib Nurmagomedov mætir Tony Ferguson í bardaga um léttvigtarbelti UFC í apríl og því var hann til viðtals í The MMA Hour, vinsælasta útvarps- og spjallþætti heims þegar kemur að blönduðum bardagalistum. Umsjónarmaður þáttarins er blaðamaðruinn Ariel Helwani, sá vinsælasti og virtasti þegar kemur að MMA. Þar drullaði Abdel-Aziz yfir Conor McGregor sem er handhafi léttvigtarbeltisins en UFC er ekki enn þá búið að svipta honum titlinum. Abdel-Aziz fór ófögrum orðum um Conor og sneri sér svo að þeim sem standa honum næst. Abdel-Aziz tók gott kast á SBG Dublin-liðið sem John Kavanagh, þjálfari Conors og Gunnars Nelson, rekur en umbinn gjörsamlega þolir ekki Kavanagh. Hann fór svo að tala um Gunnar Nelson og hafði þetta að segja um íslenska bardagakappann:„Lof mér að segja þér sögu af Gunnari Nelson. Ég kom honum inn í UFC. Hann er með svart belti frá Renzo Gracie. Ég kom honum í UFC, ekki Audi [Attar, umboðsmaður Gunnars] og ekki pabbi hans. Það var var ég,“ sagði Abdel-Aziz. „Ég gerði það sem greiða fyrir Renzo Gracie því UFC vildi ekki fá hann. Gunnar var að rústa gaurum þegar að hann var að æfa á Írlandi og hjá Renzo Gracie [í New York, innsk. blm.]“ „Gunnar Nelson er einn hættulegasti maðurinn í veltivigtinni en hann er að tapa núna. Viltu vita hvers vegna? Það er vegna þess að hann æfir með aumingjum. Hann er orðinn vanur því að tapa eins og þeir. Þetta er bara staðreynd,“ sagði Ali Abdel-Aziz. Allt viðtalið við egypska vélbyssukjaftinn má sjá hér að ofanen umræðan um Gunnar hefst á 19:52. MMA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Liverpool vann risaslaginn Fótbolti „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Sjá meira
Ali Abdel-Aziz er einn allra umdeildasti umboðsmaðurinn í MMA-heiminum í dag en hann sér um hagsmuni stórstjarna á borð við Khabib Nurmagomedov, Frankie Edgar og Fabricio Werdum. Khabib Nurmagomedov mætir Tony Ferguson í bardaga um léttvigtarbelti UFC í apríl og því var hann til viðtals í The MMA Hour, vinsælasta útvarps- og spjallþætti heims þegar kemur að blönduðum bardagalistum. Umsjónarmaður þáttarins er blaðamaðruinn Ariel Helwani, sá vinsælasti og virtasti þegar kemur að MMA. Þar drullaði Abdel-Aziz yfir Conor McGregor sem er handhafi léttvigtarbeltisins en UFC er ekki enn þá búið að svipta honum titlinum. Abdel-Aziz fór ófögrum orðum um Conor og sneri sér svo að þeim sem standa honum næst. Abdel-Aziz tók gott kast á SBG Dublin-liðið sem John Kavanagh, þjálfari Conors og Gunnars Nelson, rekur en umbinn gjörsamlega þolir ekki Kavanagh. Hann fór svo að tala um Gunnar Nelson og hafði þetta að segja um íslenska bardagakappann:„Lof mér að segja þér sögu af Gunnari Nelson. Ég kom honum inn í UFC. Hann er með svart belti frá Renzo Gracie. Ég kom honum í UFC, ekki Audi [Attar, umboðsmaður Gunnars] og ekki pabbi hans. Það var var ég,“ sagði Abdel-Aziz. „Ég gerði það sem greiða fyrir Renzo Gracie því UFC vildi ekki fá hann. Gunnar var að rústa gaurum þegar að hann var að æfa á Írlandi og hjá Renzo Gracie [í New York, innsk. blm.]“ „Gunnar Nelson er einn hættulegasti maðurinn í veltivigtinni en hann er að tapa núna. Viltu vita hvers vegna? Það er vegna þess að hann æfir með aumingjum. Hann er orðinn vanur því að tapa eins og þeir. Þetta er bara staðreynd,“ sagði Ali Abdel-Aziz. Allt viðtalið við egypska vélbyssukjaftinn má sjá hér að ofanen umræðan um Gunnar hefst á 19:52.
MMA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Liverpool vann risaslaginn Fótbolti „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Sjá meira