Lögreglurannsóknir á vændi í skötulíki Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. febrúar 2018 06:00 Sérstök eining hefur verið starfandi í rúmt ár hjá lögreglunni til að rannsaka mansal og vændi. Vísir/Getty „Maður myndi ætla að lögreglan brygðist við í samræmi við tilefnið,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari og vísar til opinberrar umfjöllunar um aukið umfang vændis hér á landi að undanförnu. Þrátt fyrir mikla umræðu og ummæli lögreglu um aukið umfang sýna tölur bæði frá ríkissaksóknara og frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fram á mikinn samdrátt í rannsóknum hjá lögreglu, ákærum og dómum fyrir vændiskaup á undanförnum þremur árum. „Það hefur verið töluverð umræða um þessi mál og bæði lögreglustjóri og lögreglumenn að tjá sig í fjölmiðlum um eðli vændiskaupa, að þau séu umfangsmikil og séu að aukast, og fyrir stuttu var um það rætt að það væri aukið ofbeldi tengt þessum brotum. Miðað við þessar tölur sýnist manni þó að það sé nú kannski ekki eins mikið að gerast í þessum málaflokki svona miðað við það umfang sem verið er að lýsa í fjölmiðlum,“ segir Helgi. Helgi bendir á að ákvæði í lögum um símhlustun hafi verið beitt er mest var ákært fyrir vændiskaup. „Þá voru menn að beita hlustunum þar sem grunur var um mansal eða milligöngu um vændi, með símahlustunum á símanúmerum meintra vændiskvenna.Fjöldi mála hja lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2007 til 2017 þar sem grunur var um kaup á vændi (206. gr.)Þannig var oft tiltölulega auðvelt að átta sig á hvað stóð til. Í þessum tilvikum um mansal og milligöngu um vændi er flóknari sönnun en um vændiskaup, þar þarf í rauninni ekkert annað en að lýsa yfir vilja til að kaupa vændi og hafa samband við vændiskonu og þá erum við allavega komin með tilraun,“ segir Helgi. Árið 2016 hafi ákvæði um símahlustun verið breytt. Nú sé heimild til símhlustunar vegna gruns um vændiskaup. Rannsókn þessara mála eigi því ekki að vera flókin. „Við höfum verið að einbeita okkur meira að mansalinu og þrátt fyrir að hafa ekki náð saksókn höfum við verið mjög virk í þeim og fengið margar tilkynningar,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og bætir við: „Þannig að við höfum hreinlega ekki komist yfir þessi þessi hefðbundnu vændismál og eftirlit með þeim.“ Sérstök eining hefur verið starfandi í rúmt ár hjá lögreglunni til að rannsaka mansal og vændi. Sigríður Björk segir einnig að mikil áhersla hafi verið lögð á að efla vitundarvakningu um mansal og vændi, samstarf við vinnumarkaðinn og uppbyggingu þekkingar meðal þeirra sem starfa í málaflokknum. Sigríður bendir einnig á að andstætt því sem tölurnar gefi til kynna þau ár sem þær eru hæstar sé í rauninni ekki um marga seljendur að ræða heldur sé um að ræða tiltölulega fá mál og marga kúnna hjá sama seljanda. „En við erum með eitt stórt mál í gangi núna og þar er verið að yfirheyra tugi kaupenda. En þarna erum við með viðurlög sem eru ekki há, miðað við vinnuna sem fer í þetta.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira
„Maður myndi ætla að lögreglan brygðist við í samræmi við tilefnið,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari og vísar til opinberrar umfjöllunar um aukið umfang vændis hér á landi að undanförnu. Þrátt fyrir mikla umræðu og ummæli lögreglu um aukið umfang sýna tölur bæði frá ríkissaksóknara og frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fram á mikinn samdrátt í rannsóknum hjá lögreglu, ákærum og dómum fyrir vændiskaup á undanförnum þremur árum. „Það hefur verið töluverð umræða um þessi mál og bæði lögreglustjóri og lögreglumenn að tjá sig í fjölmiðlum um eðli vændiskaupa, að þau séu umfangsmikil og séu að aukast, og fyrir stuttu var um það rætt að það væri aukið ofbeldi tengt þessum brotum. Miðað við þessar tölur sýnist manni þó að það sé nú kannski ekki eins mikið að gerast í þessum málaflokki svona miðað við það umfang sem verið er að lýsa í fjölmiðlum,“ segir Helgi. Helgi bendir á að ákvæði í lögum um símhlustun hafi verið beitt er mest var ákært fyrir vændiskaup. „Þá voru menn að beita hlustunum þar sem grunur var um mansal eða milligöngu um vændi, með símahlustunum á símanúmerum meintra vændiskvenna.Fjöldi mála hja lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2007 til 2017 þar sem grunur var um kaup á vændi (206. gr.)Þannig var oft tiltölulega auðvelt að átta sig á hvað stóð til. Í þessum tilvikum um mansal og milligöngu um vændi er flóknari sönnun en um vændiskaup, þar þarf í rauninni ekkert annað en að lýsa yfir vilja til að kaupa vændi og hafa samband við vændiskonu og þá erum við allavega komin með tilraun,“ segir Helgi. Árið 2016 hafi ákvæði um símahlustun verið breytt. Nú sé heimild til símhlustunar vegna gruns um vændiskaup. Rannsókn þessara mála eigi því ekki að vera flókin. „Við höfum verið að einbeita okkur meira að mansalinu og þrátt fyrir að hafa ekki náð saksókn höfum við verið mjög virk í þeim og fengið margar tilkynningar,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og bætir við: „Þannig að við höfum hreinlega ekki komist yfir þessi þessi hefðbundnu vændismál og eftirlit með þeim.“ Sérstök eining hefur verið starfandi í rúmt ár hjá lögreglunni til að rannsaka mansal og vændi. Sigríður Björk segir einnig að mikil áhersla hafi verið lögð á að efla vitundarvakningu um mansal og vændi, samstarf við vinnumarkaðinn og uppbyggingu þekkingar meðal þeirra sem starfa í málaflokknum. Sigríður bendir einnig á að andstætt því sem tölurnar gefi til kynna þau ár sem þær eru hæstar sé í rauninni ekki um marga seljendur að ræða heldur sé um að ræða tiltölulega fá mál og marga kúnna hjá sama seljanda. „En við erum með eitt stórt mál í gangi núna og þar er verið að yfirheyra tugi kaupenda. En þarna erum við með viðurlög sem eru ekki há, miðað við vinnuna sem fer í þetta.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira