Í viðjum kerfis Kristinn Ingi Jónsson skrifar 15. febrúar 2018 11:00 Ætla mætti að íslenska menntakerfið væri eitt það besta í heimi. Fáar þjóðir verja eins stórum hluta af sinni landsframleiðslu í menntamál og við og þá eru óvíða færri nemendur á hvern kennara en hér. Raunin er hins vegar önnur eins og niðurstöður hinnar alræmdu PISA-könnunar hafa fært okkur heim sanninn um. Árangri íslenskra ungmenna hefur hrakað og stöndum við illa í alþjóðlegum samanburði. Engu að síður virðist litlu mega breyta. Fólk er að upplagi íhaldssamt og hafa þess vegna flestar hugmyndir sem snúa að því að stokka upp kerfið og leysa það úr viðjum miðstýringar mætt andstöðu. Hugsum okkur hvernig matvörumarkaðurinn væri ef hann væri skipulagður á sama hátt og grunnskólakerfið. Við myndum þá greiða skatt til ríkisins sem væri nýttur til að standa undir rekstri matvöruverslana um allt land. Hver og einn gæti aðeins verslað í einni verslun, nema hann flytti sig yfir í aðra, sem væri samt afar erfitt og tímafrekt. Við gætum ekki gengið um verslunina og valið sjálf hvað við viljum kaupa. Þess í stað myndum við ganga rakleiðis að afgreiðsluborðinu og fá afhentan sérstakan pakka með matvörum. Allir fengju þennan sama pakka – ríkispakka – sem kerfiskallar hefðu látið útbúa. Verslanir gætu ekki keppt sín á milli, hvorki þegar kæmi að vöruúrvali né verði. Þær fengju aðeins fé frá ríkinu, en ekki neytendum, og því hefðu þær engan hvata til að mæta kröfum neytendanna. Sem betur fer er óralangt síðan matvöruverslun ríkisins var lögð niður og tekið var upp markaðsdrifið kerfi. Verslanir keppa nú sín á milli um hylli neytenda, verð hefur lækkað og þjónustan batnað til muna. Þess væri óskandi ef sömu kraftar fengju að móta menntakerfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Ætla mætti að íslenska menntakerfið væri eitt það besta í heimi. Fáar þjóðir verja eins stórum hluta af sinni landsframleiðslu í menntamál og við og þá eru óvíða færri nemendur á hvern kennara en hér. Raunin er hins vegar önnur eins og niðurstöður hinnar alræmdu PISA-könnunar hafa fært okkur heim sanninn um. Árangri íslenskra ungmenna hefur hrakað og stöndum við illa í alþjóðlegum samanburði. Engu að síður virðist litlu mega breyta. Fólk er að upplagi íhaldssamt og hafa þess vegna flestar hugmyndir sem snúa að því að stokka upp kerfið og leysa það úr viðjum miðstýringar mætt andstöðu. Hugsum okkur hvernig matvörumarkaðurinn væri ef hann væri skipulagður á sama hátt og grunnskólakerfið. Við myndum þá greiða skatt til ríkisins sem væri nýttur til að standa undir rekstri matvöruverslana um allt land. Hver og einn gæti aðeins verslað í einni verslun, nema hann flytti sig yfir í aðra, sem væri samt afar erfitt og tímafrekt. Við gætum ekki gengið um verslunina og valið sjálf hvað við viljum kaupa. Þess í stað myndum við ganga rakleiðis að afgreiðsluborðinu og fá afhentan sérstakan pakka með matvörum. Allir fengju þennan sama pakka – ríkispakka – sem kerfiskallar hefðu látið útbúa. Verslanir gætu ekki keppt sín á milli, hvorki þegar kæmi að vöruúrvali né verði. Þær fengju aðeins fé frá ríkinu, en ekki neytendum, og því hefðu þær engan hvata til að mæta kröfum neytendanna. Sem betur fer er óralangt síðan matvöruverslun ríkisins var lögð niður og tekið var upp markaðsdrifið kerfi. Verslanir keppa nú sín á milli um hylli neytenda, verð hefur lækkað og þjónustan batnað til muna. Þess væri óskandi ef sömu kraftar fengju að móta menntakerfið.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun