Bleika ógnin Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. febrúar 2018 07:00 Dagurinn í dag markar hápunkt, en um leið endalok, þríleiksins kærkomna sem hefur löngum yljað landsmönnum þennan erfiðasta tíma ársins. Naglinn rekinn í kistuna og kötturinn sleginn úr tunnunni. Það er öskudagur. Og hvílík gæfa! Hugsa sér, að þremur góðum dögum, hvar aðalmarkmiðið er að borða þangað til hriktir í þörmunum, hafi verið skeytt inn á dagatalið á svo heppilegum stað. Þakklætið er auðvitað sérstaklega alltumlykjandi í ár, nú þegar hver öskrandi lægðin gengur yfir landið á fætur annarri og stöðvar umferð, pitsusendingar og lífsvilja í brjóstum manna. Við værum líklega öll löngu flutt í boðlegra loftslag ef okkur byðist ekki bolla að maula eða sælgætismoli úr skjóðu grímuklædds barns þessa haganlega staðsettu daga. En nú steðjar ógn að þrefaldri hátíð sáluhjálpar í febrúar 2018. Í dag er nefnilega, auk öskudags – og ekki hafa þetta eftir mér – Valentínusardagur. Hann siglir bleikur og súkkulaðihúðaður yfir hafið úr vestri, fjöldaframleiddur í bandarískri verksmiðju í Taívan, berst í gegnum íslenska storminn og virðist kominn til að vera. Hann er sérhannaður fyrir elskendur og dansar nú kapítalískan dans við erkihátíð barnanna, téðan öskudag. Og enn og aftur erum við, sem hvorki erum börn né höfum fundið okkur lífsförunaut, skilin harkalega út undan. Máttlaus gagnvart regluverki samfélagsins. Litin hornauga ef við reynum að raula fallegt lag úti í apóteki í skiptum fyrir sælgætismola, og 2-fyrir-1-elskendatilboð á hamborgarabrauðum í kjörbúðinni er dæmt til að skemmast vegna þess að við höfum engan til að deila því með. Þannig að, hvað er til ráða? Kaupa sér sitt eigið nammi og kraftsvæpa á Tinder? Kannski. Ég læt ykkur vita hvernig fer. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Dagurinn í dag markar hápunkt, en um leið endalok, þríleiksins kærkomna sem hefur löngum yljað landsmönnum þennan erfiðasta tíma ársins. Naglinn rekinn í kistuna og kötturinn sleginn úr tunnunni. Það er öskudagur. Og hvílík gæfa! Hugsa sér, að þremur góðum dögum, hvar aðalmarkmiðið er að borða þangað til hriktir í þörmunum, hafi verið skeytt inn á dagatalið á svo heppilegum stað. Þakklætið er auðvitað sérstaklega alltumlykjandi í ár, nú þegar hver öskrandi lægðin gengur yfir landið á fætur annarri og stöðvar umferð, pitsusendingar og lífsvilja í brjóstum manna. Við værum líklega öll löngu flutt í boðlegra loftslag ef okkur byðist ekki bolla að maula eða sælgætismoli úr skjóðu grímuklædds barns þessa haganlega staðsettu daga. En nú steðjar ógn að þrefaldri hátíð sáluhjálpar í febrúar 2018. Í dag er nefnilega, auk öskudags – og ekki hafa þetta eftir mér – Valentínusardagur. Hann siglir bleikur og súkkulaðihúðaður yfir hafið úr vestri, fjöldaframleiddur í bandarískri verksmiðju í Taívan, berst í gegnum íslenska storminn og virðist kominn til að vera. Hann er sérhannaður fyrir elskendur og dansar nú kapítalískan dans við erkihátíð barnanna, téðan öskudag. Og enn og aftur erum við, sem hvorki erum börn né höfum fundið okkur lífsförunaut, skilin harkalega út undan. Máttlaus gagnvart regluverki samfélagsins. Litin hornauga ef við reynum að raula fallegt lag úti í apóteki í skiptum fyrir sælgætismola, og 2-fyrir-1-elskendatilboð á hamborgarabrauðum í kjörbúðinni er dæmt til að skemmast vegna þess að við höfum engan til að deila því með. Þannig að, hvað er til ráða? Kaupa sér sitt eigið nammi og kraftsvæpa á Tinder? Kannski. Ég læt ykkur vita hvernig fer.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun