Strandaglópar í Leifsstöð fengu súkkulaði og vatn Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 11:30 Það er iðulega mikil mannmergð á Keflavíkurflugvelli hverju sinni. Vísir/GVA Fjölmargir ferðalangar urðu strandaglópar í Leifsstöð í gær þegar lokað var fyrir umferð á Reykjanesbraut milli Keflavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Mikil truflun var á flugi í gær vegna veðurs en gert er ráð fyrir að flug veðri samkvæmt áætlun í dag. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að á tímabili hafi verið alveg ófært frá flugstöðinni og inn í Keflavík og reykjanesbæ. Hann segir ómögulegt að giska á hversu mikill fjöldi fólks varð strand í stöðinni. „Starfsfólk Isavia í flugstöðinni reyndi eftir fremsta megni að gera þessa dvöl ferðafólksins eins þægilega og hægt var. Við vorum að dreifa súkkulaði og vatni einhvern hluta tímans,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. Hann segir að fólk hafi einnig fengið aðstoð við að útvega gistingu og bílaleigubíla svo fólk kæmist leiðar sinnar um leið og opnað væri fyrir umferð. „Svo aðstoðuðum við líka fólk við að setja upp upplýsingaapp evagerðarinnar og komast inn á síður svo fólk gæti sjálft fylgst með upplýsingum um stöðuna.“ #wheninkef A post shared by Sveinbjörn Thorarensen (@hermigervill) on Feb 11, 2018 at 6:48pm PST Þúsundir urðu fyrir röskun Tugir fluga féllu niður í gær vegna veðurs og urðu um það bil fimm þúsund manns fyrir röskun vegna fluga Icelandair. „Við erum enn að glíma við það verkefni að koma öllum sem strönduðu vegna veðursins í gær til síns áfangastaðar. Það gengur ágætlega að koma fólki í flug og við setjum upp aukaflug í dag til þess,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Vísi. Hann segir að flug hafi verið samkvæmt áætlun í morgun og að allt líti út fyrir að áætlun haldist í dag. Hann segir ekki hægt að alhæfa um hvernig tekið var á málum farþega í gær vegna þess að tekið sé á hverju og einu máli „Sumir vilja hætta við, aðrir vilja komast með öðrum leiðum eða gera breytingar á sínum ferðalögum. Þetta er svona klassískt ástand eftir fárviðri.“ Hann segir þó að fólk hafi almennt verið skilningsríkt. „Það má nú alveg segja þegar um er að ræða veður þá skilja það náttúrulega allir að þá bregður út af en það líka gerist oft þegar svona á sér stað að þetta veldur röskun hjá mjög mörgum í einu þá þyrstir alla í upplýsingar sem er erfitt að bregðast við. Það má vel vera að einhverjir hafi þurft að bíða eftir upplýsingum.“ Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, tekur í sama streng og Guðjón og segir að unnið sé hörðum höndum að því að koma leiðakerfinu í lag. „Langflestar vélar fóru á tíma til Evrópu í morgun og það er áætlað að allt fari á tíma í eftirmiðdaginn til Norður-Ameríku. Við þurfum því miður að aflýsa flugi til Chicago seinni partinn í dag en við lentum í því óhappi að keyrt var á eina af vélum okkar á Chicago flugvelli í gær en um smávægilegt tjón er að ræða,“ segir Svana í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Varðandi farþega sem lentu í óveðrinu í gær þá er verið að vinna að því að koma öllum á leiðarenda eins fljótt og hægt er. Öll flug okkar í dag og á morgun eru full.“ Fréttir af flugi Veður Tengdar fréttir Flugi aflýst vegna veðurs Fólk sem á bókað flug hvatt til að fylgjast vel með í dag. 11. febrúar 2018 08:33 Töluverð röskun á millilandaflugi: Lentu á Egilsstöðum Ýmist hefur þurft að aflýsa eða seinka flugi í dag. 11. febrúar 2018 14:32 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
Fjölmargir ferðalangar urðu strandaglópar í Leifsstöð í gær þegar lokað var fyrir umferð á Reykjanesbraut milli Keflavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Mikil truflun var á flugi í gær vegna veðurs en gert er ráð fyrir að flug veðri samkvæmt áætlun í dag. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að á tímabili hafi verið alveg ófært frá flugstöðinni og inn í Keflavík og reykjanesbæ. Hann segir ómögulegt að giska á hversu mikill fjöldi fólks varð strand í stöðinni. „Starfsfólk Isavia í flugstöðinni reyndi eftir fremsta megni að gera þessa dvöl ferðafólksins eins þægilega og hægt var. Við vorum að dreifa súkkulaði og vatni einhvern hluta tímans,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. Hann segir að fólk hafi einnig fengið aðstoð við að útvega gistingu og bílaleigubíla svo fólk kæmist leiðar sinnar um leið og opnað væri fyrir umferð. „Svo aðstoðuðum við líka fólk við að setja upp upplýsingaapp evagerðarinnar og komast inn á síður svo fólk gæti sjálft fylgst með upplýsingum um stöðuna.“ #wheninkef A post shared by Sveinbjörn Thorarensen (@hermigervill) on Feb 11, 2018 at 6:48pm PST Þúsundir urðu fyrir röskun Tugir fluga féllu niður í gær vegna veðurs og urðu um það bil fimm þúsund manns fyrir röskun vegna fluga Icelandair. „Við erum enn að glíma við það verkefni að koma öllum sem strönduðu vegna veðursins í gær til síns áfangastaðar. Það gengur ágætlega að koma fólki í flug og við setjum upp aukaflug í dag til þess,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Vísi. Hann segir að flug hafi verið samkvæmt áætlun í morgun og að allt líti út fyrir að áætlun haldist í dag. Hann segir ekki hægt að alhæfa um hvernig tekið var á málum farþega í gær vegna þess að tekið sé á hverju og einu máli „Sumir vilja hætta við, aðrir vilja komast með öðrum leiðum eða gera breytingar á sínum ferðalögum. Þetta er svona klassískt ástand eftir fárviðri.“ Hann segir þó að fólk hafi almennt verið skilningsríkt. „Það má nú alveg segja þegar um er að ræða veður þá skilja það náttúrulega allir að þá bregður út af en það líka gerist oft þegar svona á sér stað að þetta veldur röskun hjá mjög mörgum í einu þá þyrstir alla í upplýsingar sem er erfitt að bregðast við. Það má vel vera að einhverjir hafi þurft að bíða eftir upplýsingum.“ Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, tekur í sama streng og Guðjón og segir að unnið sé hörðum höndum að því að koma leiðakerfinu í lag. „Langflestar vélar fóru á tíma til Evrópu í morgun og það er áætlað að allt fari á tíma í eftirmiðdaginn til Norður-Ameríku. Við þurfum því miður að aflýsa flugi til Chicago seinni partinn í dag en við lentum í því óhappi að keyrt var á eina af vélum okkar á Chicago flugvelli í gær en um smávægilegt tjón er að ræða,“ segir Svana í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Varðandi farþega sem lentu í óveðrinu í gær þá er verið að vinna að því að koma öllum á leiðarenda eins fljótt og hægt er. Öll flug okkar í dag og á morgun eru full.“
Fréttir af flugi Veður Tengdar fréttir Flugi aflýst vegna veðurs Fólk sem á bókað flug hvatt til að fylgjast vel með í dag. 11. febrúar 2018 08:33 Töluverð röskun á millilandaflugi: Lentu á Egilsstöðum Ýmist hefur þurft að aflýsa eða seinka flugi í dag. 11. febrúar 2018 14:32 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
Flugi aflýst vegna veðurs Fólk sem á bókað flug hvatt til að fylgjast vel með í dag. 11. febrúar 2018 08:33
Töluverð röskun á millilandaflugi: Lentu á Egilsstöðum Ýmist hefur þurft að aflýsa eða seinka flugi í dag. 11. febrúar 2018 14:32