Ísraelsher hafði áður skotið niður íranskan dróna sem var innan lofthelgi Ísraels. Talsmenn Ísraelshers segja að vera drónans innan lofthelgis landsins hafi verið alvarlegt brot gegn fullveldi Ísraels.
Þotan var á leið úr árásarferð í Sýrlandi þegar hún var skotin niður. Tveir flugmenn voru um borð í F-16 þotunni og náðu þeir báðir að skjóta sér úr þotunni og lentu á ísraelsku yfirráðasvæði, í Gólanhæðum. Flugmennirnir voru báðir fluttir á sjúkrahús og er annar þeirra alvarlega slasaður.
"Þetta er alvarleg árás Írans á ísraelskt yfirráðasvæði. Íran er að draga héraðið inn í hættuspil sem ekki er hægt að segja til um hvernig mun enda,“ sagði Ronen Manelis talsmaður Ísraelshers og bætti við að sá sem bar ábyrgð á árásinni mun gjalda fyrir hana.
Spennan við norðanverð landamæri Ísraels og Sýrlands hefur aukist mikið síðustu mánuði og stjórnvöld í Sýrlandi segja að Ísraelsk stjórnvöld sýni mikinn árásarhug eftir þær tólf árásir sem Ísraelsher gerði innan Sýrlands í kjölfar þess að F-16 þotan var skotin niður.
Moments ago, IAF aircraft, targeted the Syrian Aerial Defense System & Iranian targets in Syria. 12 targets, including 3 aerial defense batteries & 4 Iranian military targets, were attacked. Anti-aircraft missiles were fired towards Israel, triggering alarms in northern Israel
— IDF (@IDFSpokesperson) February 10, 2018