Valdeflandi að taka upp nektarsenu fyrir Red Sparrow Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 23:15 Jennifer Lawrence hefur ákveðið að taka sér pásu frá leiklistinni. Vísir/Getty Jennifer Lawrence segir að eldri menn með völd í kvikmyndabransanum hafi svo sannarlega komið illa fram við sig, þó að það hafi ekki verið jafn alvarlegt og brotin sem Harvey Weinstein er sakaður um. Nefndi hún dæmi þar sem menn snertu á henni fótleggina og hún hafi ekki fundist hún geta mótmælt. Hakkari braut á Lawrence árið 2014 með því að birta nektarmyndir af henni. Lawrence segir að í mörg ár hafi hún verið óörugg þegar kom að nekt og líkama sínum. Að vera nakin í tökum fyrir kvikmyndina Red Sparrow hafi svo verið valdeflandi fyrir hana. Hún segir í viðtali við CNN að myndin komi á frábærum tímapunkti eftir #MeToo byltinguna. „Þegar ég las handritið þá elskaði ég það svo mikið. Ég hugsaði að ef ég myndi ekki gera þetta... væri það næstum því eins og allt óöryggið og óttinn minn myndu vinna.“Kvíðinn verri en raunveruleikinn Í myndinni leikur Lawrence rússneska ballerínu sem verður njósnari eftir að hún meiðist. Í einu atriðinu er henni skipað að afklæða sig í þjálfunarbúðum ásamt fleiri konum. „Kvíðinn fyrirfram var miklu verri en raunveruleikinn sjálfur. Ég hafði rúmt ár til að undirbúa mig andlega. Versti hlutinn var nóttin áður, ég svaf ekki neitt.“ Snemma á ferlinum var Lawrence mynduð nánast nakin umkringd grennri konum. Framleiðandi sagði henni svo að nota myndirnar sem hvatningu til þess að léttast. Þetta atvik minnir á umhverfið sem Lawrence var í þegar nektaratriðið var tekið upp fyrir Red Sparrow. Aðstæðurnar þar voru þó mjög afslappaðar og þægilegar. „Allir voru svo faglegir og almennilegir. Mér leið fullkomlega vel,“ segir Lawrence um tökurnar. Hún upplifði þetta valeflandi og finnur enn þá tilfinningu.Gerir heimildamynd Myndin var tekin upp áður en #MeToo byltingin fór af stað en leikkonan segir að hún sé akkúrat myndin sem við þurfum núna. „Hún opnar samtalið um munin á samþykki og ekki samþykki.“ Lawrence tilkynnti nýlega að hún ætlar að taka sér árshlé frá leiklist ætlar að gera heimildamynd um nýju kvennabyltingar eins og #MeToo, #timesup og um launajafnrétti kynjanna. Bíó og sjónvarp Menning MeToo Tengdar fréttir Jennifer Lawrence staupaði og sparkaði af sér skónum í viðtali við Colbert Leikkonan Jennifer Lawrence er þekkt fyrir skrautalegan og skemmtilegan karakter og sýndi hún það í viðtali við Stephen Colbert á dögunum. 28. febrúar 2018 10:30 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Sjá meira
Jennifer Lawrence segir að eldri menn með völd í kvikmyndabransanum hafi svo sannarlega komið illa fram við sig, þó að það hafi ekki verið jafn alvarlegt og brotin sem Harvey Weinstein er sakaður um. Nefndi hún dæmi þar sem menn snertu á henni fótleggina og hún hafi ekki fundist hún geta mótmælt. Hakkari braut á Lawrence árið 2014 með því að birta nektarmyndir af henni. Lawrence segir að í mörg ár hafi hún verið óörugg þegar kom að nekt og líkama sínum. Að vera nakin í tökum fyrir kvikmyndina Red Sparrow hafi svo verið valdeflandi fyrir hana. Hún segir í viðtali við CNN að myndin komi á frábærum tímapunkti eftir #MeToo byltinguna. „Þegar ég las handritið þá elskaði ég það svo mikið. Ég hugsaði að ef ég myndi ekki gera þetta... væri það næstum því eins og allt óöryggið og óttinn minn myndu vinna.“Kvíðinn verri en raunveruleikinn Í myndinni leikur Lawrence rússneska ballerínu sem verður njósnari eftir að hún meiðist. Í einu atriðinu er henni skipað að afklæða sig í þjálfunarbúðum ásamt fleiri konum. „Kvíðinn fyrirfram var miklu verri en raunveruleikinn sjálfur. Ég hafði rúmt ár til að undirbúa mig andlega. Versti hlutinn var nóttin áður, ég svaf ekki neitt.“ Snemma á ferlinum var Lawrence mynduð nánast nakin umkringd grennri konum. Framleiðandi sagði henni svo að nota myndirnar sem hvatningu til þess að léttast. Þetta atvik minnir á umhverfið sem Lawrence var í þegar nektaratriðið var tekið upp fyrir Red Sparrow. Aðstæðurnar þar voru þó mjög afslappaðar og þægilegar. „Allir voru svo faglegir og almennilegir. Mér leið fullkomlega vel,“ segir Lawrence um tökurnar. Hún upplifði þetta valeflandi og finnur enn þá tilfinningu.Gerir heimildamynd Myndin var tekin upp áður en #MeToo byltingin fór af stað en leikkonan segir að hún sé akkúrat myndin sem við þurfum núna. „Hún opnar samtalið um munin á samþykki og ekki samþykki.“ Lawrence tilkynnti nýlega að hún ætlar að taka sér árshlé frá leiklist ætlar að gera heimildamynd um nýju kvennabyltingar eins og #MeToo, #timesup og um launajafnrétti kynjanna.
Bíó og sjónvarp Menning MeToo Tengdar fréttir Jennifer Lawrence staupaði og sparkaði af sér skónum í viðtali við Colbert Leikkonan Jennifer Lawrence er þekkt fyrir skrautalegan og skemmtilegan karakter og sýndi hún það í viðtali við Stephen Colbert á dögunum. 28. febrúar 2018 10:30 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Sjá meira
Jennifer Lawrence staupaði og sparkaði af sér skónum í viðtali við Colbert Leikkonan Jennifer Lawrence er þekkt fyrir skrautalegan og skemmtilegan karakter og sýndi hún það í viðtali við Stephen Colbert á dögunum. 28. febrúar 2018 10:30
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent