Stórkostlegur Griezmann í sigri Atletico Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 22:30 Frakkinn skoraði fernu í kvöld vísir/getty Antoine Griezmann var allt í öllu í stórsigri Atletico Madrid á Leganes í spænsku La Liga deildinni í fótbolta í kvöld. Frakkinn skoraði tvö mörk með níu mínútna millibili eftir um hálftíma leik í Madrid og kom heimamönnum í 2-0. Sú var staðan þegar leikmenn gengu til búningsherbergja. En Griezmann var hvergi hættur. Hann fullkomnaði þrennu sína á 56. mínútu og ákvað að gera enn betur og bætti við fjórða marki sínu og fjórða marki Atletico á 67. mínútu. Hann fékk svo gult spjald tveimur mínútum seinna. Með sigrinum minnkaði Atletico forystu Barcelona á toppi deildarinnar niður í fjögur stig, en Börsungar eiga leik til góða. Spænski boltinn
Antoine Griezmann var allt í öllu í stórsigri Atletico Madrid á Leganes í spænsku La Liga deildinni í fótbolta í kvöld. Frakkinn skoraði tvö mörk með níu mínútna millibili eftir um hálftíma leik í Madrid og kom heimamönnum í 2-0. Sú var staðan þegar leikmenn gengu til búningsherbergja. En Griezmann var hvergi hættur. Hann fullkomnaði þrennu sína á 56. mínútu og ákvað að gera enn betur og bætti við fjórða marki sínu og fjórða marki Atletico á 67. mínútu. Hann fékk svo gult spjald tveimur mínútum seinna. Með sigrinum minnkaði Atletico forystu Barcelona á toppi deildarinnar niður í fjögur stig, en Börsungar eiga leik til góða.