Raunhæf persónuvernd Hafliði K. Lárusson skrifar 28. febrúar 2018 07:00 Innan tíðar munu ný persónuverndarlög taka gildi og leggjast með fullum þunga á fyrirtæki og atvinnulíf. Enda þótt nýja löggjöfin muni að mestu byggja á þeim meginreglum persónuverndar, sem gilt hafa frá síðustu aldamótum, hefur hún einnig að geyma mörg nýmæli, auk þess sem hún er miklum mun ítarlegri en núgildandi lög. Eins og búast mátti við, miða nýju reglurnar að því að auka réttindi og öryggi einstaklinga. Þá hefur því verið haldið fram, að nýju reglurnar séu fyrirtækjum einnig til hagsbóta. Ef til vill má taka undir slík sjónarmið með það í huga, að reglunum er almennt ætlað að auka öryggi og traust á sviði persónuverndar í atvinnulífinu. Engu að síður er staðreynd að flestar nýju reglurnar eru íþyngjandi fyrir fyrirtæki og munu auka bæði fyrirhöfn og kostnað á þessu sviði. Þó má segja að „ljósið í myrkrinu“ sé að finna í 25. gr. Evrópureglugerðarinnar, sem segir meðal annars: „Með hliðsjón af nýjustu tækni, kostnaði við framkvæmd og eðli, umfangi, samhengi og tilgangi vinnslunnar og áhættu, mislíklegri og misalvarlegri, fyrir réttindi og frelsi einstaklinga skal ábyrgðaraðilinn, bæði þegar ákveðnar eru aðferðir við vinnsluna og þegar vinnslan sjálf fer fram, gera viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir, s.s. notkun gerviauðkenna, sem hannaðar eru til að framfylgja meginreglum um persónuvernd … og fella nauðsynlegar verndarráðstafanir inn í vinnsluna?…“ Þrátt fyrir fremur tyrfið orðalag, setur þetta ákvæði persónuvernd í raunhæft samhengi, þ.e. það fer eftir aðstæðum hverju sinni hvaða kröfur eru gerðar til fyrirtækja um persónuvernd og þannig á persónuvernd að vera „sérsniðin“ að vinnslu persónuupplýsinga hjá hverju fyrirtæki fyrir sig. Enda þótt margir líti á 25. gr. reglugerðarinnar sem íþyngjandi, er hún í raun það tæki, sem fyrirtæki geta beitt til að halda persónuvernd innan skynsamlegra marka og hafa hana raunhæfa miðað við starfsemina. Þá leggur Evrópusambandið sérstaka áherslu á að íþyngja minni fyrirtækjum ekki um of þegar kemur að kröfum um persónuvernd. Þannig segir í 13. inngangsákvæði reglugerðarinnar: „Enn fremur eru stofnanir og aðilar Sambandsins og aðildarríkin og eftirlitsyfirvöld þeirra hvött til að taka tillit til sérstakra þarfa örfyrirtækja, lítilla og meðalstórra fyrirtækja við beitingu þessarar reglugerðar.“ Í íslensku samhengi er rétt að hafa í huga að í ofangreindan flokk falla öll fyrirtæki, sem eru með færri en 250 starfsmenn og minna en 50 milljónir evra í ársveltu. Í persónuverndarúttekt, sem er fyrsta skref fyrirtækja við að meta áhrif nýju laganna, er þess vegna nauðsynlegt að afmarka með nákvæmum hætti hvaða reglur eiga í raun við um starfsemina og með þeim hætti má „grisja“ regluverkið og meta hvar helstu skyldur, áhætta og ábyrgð liggja í raun. Í þessu sambandi er einnig rétt að hafa í huga (enda þótt það sé yfirleitt ekki nefnt berum orðum) að 100% reglufylgni á sviði persónuverndar er útilokuð og þess vegna þarf að vega og meta áhættu annars vegar og kostnað við ýtrustu reglufylgni hins vegar og þannig að komast að niðurstöðu um raunhæfa persónuvernd. Sem dæmi má nefna eftirfarandi atriði í slíkri úttekt:Tegundir persónuupplýsinga: Ríkari kröfur og þar með meiri áhætta fylgir því að vinna persónuupplýsingar sem t.d. tengjast börnum, líftækni eða mikilvægum einkahagsmunum, en persónuupplýsingar um heimilisfang fólks og símanúmer.Tegundir vinnslu: Vinnsla persónuupplýsinga, sem tengist gerð persónusniða (e. profiling), eftirliti með einstaklingum í stórum stíl eða felur í sér flutning persónuupplýsinga yfir landamæri og einkum út fyrir EES, lýtur mun strangari reglum en vinnsla persónuupplýsinga, sem felst í einfaldri vinnslu innan fyrirtækis á grunnupplýsingum um starfsmenn.Hætta á öryggisbroti: Hér koma ýmsir þættir til skoðunar, t.d. þau kerfi og hugbúnaður, sem notuð eru til vinnslunnar, hvort vinnslunni (t.d. hýsingu) er útvistað til þriðja aðila, hversu margir hafa aðgang að persónuupplýsingunum, hvernig aðgengi er takmarkað og hvernig því er stýrt, hvort kerfin eru opin eða lokuð, hvort skýþjónusta er notuð o.s.frv. Allir framangreindir þættir hafa áhrif á hversu mikil og líkleg raunveruleg áhætta er og þar með hvaða aðgerðir eru raunhæfar til að ná ásættanlegri reglufylgni. Með ofangreint í huga, er rétt að fyrirtæki „ýti á móti“ þeim þunga, sem ný persónuverndarlög hafa í för með sér. Þannig geta fyrirtæki lágmarkað fyrirhöfn og kostnað, á sama tíma og þess er gætt, að þau mæti öllum helstu kröfum, sem ný persónuverndarlög gera til þeirra.Höfundur er lögmaður hjá Fjeldsted & Blöndal og sérfræðingur í persónuverndarrétti Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga 72 prósent aðildarfyrirtækja Samtaka iðnaðarins hafa ekki hafið undirbúning fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga. Þar segir að 24 prósent fyrirtækja hafi hafið undirbúning vegna laganna. 12. desember 2017 16:16 Mest lesið „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Innan tíðar munu ný persónuverndarlög taka gildi og leggjast með fullum þunga á fyrirtæki og atvinnulíf. Enda þótt nýja löggjöfin muni að mestu byggja á þeim meginreglum persónuverndar, sem gilt hafa frá síðustu aldamótum, hefur hún einnig að geyma mörg nýmæli, auk þess sem hún er miklum mun ítarlegri en núgildandi lög. Eins og búast mátti við, miða nýju reglurnar að því að auka réttindi og öryggi einstaklinga. Þá hefur því verið haldið fram, að nýju reglurnar séu fyrirtækjum einnig til hagsbóta. Ef til vill má taka undir slík sjónarmið með það í huga, að reglunum er almennt ætlað að auka öryggi og traust á sviði persónuverndar í atvinnulífinu. Engu að síður er staðreynd að flestar nýju reglurnar eru íþyngjandi fyrir fyrirtæki og munu auka bæði fyrirhöfn og kostnað á þessu sviði. Þó má segja að „ljósið í myrkrinu“ sé að finna í 25. gr. Evrópureglugerðarinnar, sem segir meðal annars: „Með hliðsjón af nýjustu tækni, kostnaði við framkvæmd og eðli, umfangi, samhengi og tilgangi vinnslunnar og áhættu, mislíklegri og misalvarlegri, fyrir réttindi og frelsi einstaklinga skal ábyrgðaraðilinn, bæði þegar ákveðnar eru aðferðir við vinnsluna og þegar vinnslan sjálf fer fram, gera viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir, s.s. notkun gerviauðkenna, sem hannaðar eru til að framfylgja meginreglum um persónuvernd … og fella nauðsynlegar verndarráðstafanir inn í vinnsluna?…“ Þrátt fyrir fremur tyrfið orðalag, setur þetta ákvæði persónuvernd í raunhæft samhengi, þ.e. það fer eftir aðstæðum hverju sinni hvaða kröfur eru gerðar til fyrirtækja um persónuvernd og þannig á persónuvernd að vera „sérsniðin“ að vinnslu persónuupplýsinga hjá hverju fyrirtæki fyrir sig. Enda þótt margir líti á 25. gr. reglugerðarinnar sem íþyngjandi, er hún í raun það tæki, sem fyrirtæki geta beitt til að halda persónuvernd innan skynsamlegra marka og hafa hana raunhæfa miðað við starfsemina. Þá leggur Evrópusambandið sérstaka áherslu á að íþyngja minni fyrirtækjum ekki um of þegar kemur að kröfum um persónuvernd. Þannig segir í 13. inngangsákvæði reglugerðarinnar: „Enn fremur eru stofnanir og aðilar Sambandsins og aðildarríkin og eftirlitsyfirvöld þeirra hvött til að taka tillit til sérstakra þarfa örfyrirtækja, lítilla og meðalstórra fyrirtækja við beitingu þessarar reglugerðar.“ Í íslensku samhengi er rétt að hafa í huga að í ofangreindan flokk falla öll fyrirtæki, sem eru með færri en 250 starfsmenn og minna en 50 milljónir evra í ársveltu. Í persónuverndarúttekt, sem er fyrsta skref fyrirtækja við að meta áhrif nýju laganna, er þess vegna nauðsynlegt að afmarka með nákvæmum hætti hvaða reglur eiga í raun við um starfsemina og með þeim hætti má „grisja“ regluverkið og meta hvar helstu skyldur, áhætta og ábyrgð liggja í raun. Í þessu sambandi er einnig rétt að hafa í huga (enda þótt það sé yfirleitt ekki nefnt berum orðum) að 100% reglufylgni á sviði persónuverndar er útilokuð og þess vegna þarf að vega og meta áhættu annars vegar og kostnað við ýtrustu reglufylgni hins vegar og þannig að komast að niðurstöðu um raunhæfa persónuvernd. Sem dæmi má nefna eftirfarandi atriði í slíkri úttekt:Tegundir persónuupplýsinga: Ríkari kröfur og þar með meiri áhætta fylgir því að vinna persónuupplýsingar sem t.d. tengjast börnum, líftækni eða mikilvægum einkahagsmunum, en persónuupplýsingar um heimilisfang fólks og símanúmer.Tegundir vinnslu: Vinnsla persónuupplýsinga, sem tengist gerð persónusniða (e. profiling), eftirliti með einstaklingum í stórum stíl eða felur í sér flutning persónuupplýsinga yfir landamæri og einkum út fyrir EES, lýtur mun strangari reglum en vinnsla persónuupplýsinga, sem felst í einfaldri vinnslu innan fyrirtækis á grunnupplýsingum um starfsmenn.Hætta á öryggisbroti: Hér koma ýmsir þættir til skoðunar, t.d. þau kerfi og hugbúnaður, sem notuð eru til vinnslunnar, hvort vinnslunni (t.d. hýsingu) er útvistað til þriðja aðila, hversu margir hafa aðgang að persónuupplýsingunum, hvernig aðgengi er takmarkað og hvernig því er stýrt, hvort kerfin eru opin eða lokuð, hvort skýþjónusta er notuð o.s.frv. Allir framangreindir þættir hafa áhrif á hversu mikil og líkleg raunveruleg áhætta er og þar með hvaða aðgerðir eru raunhæfar til að ná ásættanlegri reglufylgni. Með ofangreint í huga, er rétt að fyrirtæki „ýti á móti“ þeim þunga, sem ný persónuverndarlög hafa í för með sér. Þannig geta fyrirtæki lágmarkað fyrirhöfn og kostnað, á sama tíma og þess er gætt, að þau mæti öllum helstu kröfum, sem ný persónuverndarlög gera til þeirra.Höfundur er lögmaður hjá Fjeldsted & Blöndal og sérfræðingur í persónuverndarrétti
Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga 72 prósent aðildarfyrirtækja Samtaka iðnaðarins hafa ekki hafið undirbúning fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga. Þar segir að 24 prósent fyrirtækja hafi hafið undirbúning vegna laganna. 12. desember 2017 16:16
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun