Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. febrúar 2018 22:28 Air Atlanta er umsvifamikið flugfélag. Umsókn íslenska flugfélagsins Air Atlanta um heimild til hergagnaflutningu til Sádi-Arabíu var hafnað í dag eftir að utanríkisráðuneytið veitti neikvæða umsögn um beiðnina. Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi.Þetta kom fram í tíu-fréttum RÚV í kvöld eftir að fréttaskýringarþátturinnKveikur fjallaði ítarlega um hergagnaflutningana fyrr í kvöld. Stjórnvöld hafa hingað til heimilað flutningana.Í umfjöllun Kveiks kom fram að vélar Atlanta hafi á undanförnum árum farið 25 ferðir hið minnsta með frakt frá Búlgaríu, Serbíu og Slóvakíu til Sádí-Arabíu. Svo virðist sem að þessi lönd séu einskonar miðstöð hergagnaflutninga til Sádí-Arabíu.Í Kveik kom einnig fram að samkvæmt íslenskum loftferðalögum verði íslensk flugfélög að sækja um heimild til íslenskra yfirvalda til þess að flytja vopn. Samgöngustofa afgreiddi beiðnir Air Atlanta að því er virðist án athugasemda.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Vísir/ErnirAndi vopnasölusamningsins ekki virturVakin var athygli á því að Ísland hafi verið meðal fyrstu ríkja til þess að fullgilda vopnasölusamning Sameinuðu þjóðanna en samkvæmt honum er ríkjum óheimilt að heimila flutning á vopnum sem notuð eru gegn almenningi í stríðsátökum. Styrjaldir hafa geisað í nágrenni Sádí-Arabíu undanfarin ár, bæði í Sýrlandi og í Jemen og hafa hundruð þúsunda týnt lífi í átökunum. Rætt var við sérfræðing hjá Amnesty International sem segir að vopnin sem komið hafi frá Austur-Evrópu til Sádí-Arabíu séu annars eðlis en séu í notkun hjá sádí-arabíska hernum og því hefðu yfirvöld átt að gera frekari athugun á beiðni um heimildir til vopnaflutningannna.Í tíu-fréttum RÚV var rætt við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Sagðist hún ekki telja að lög hefðu verið brotin með þessum vopnaflutningum en það liti út fyrir að andi vopnasölusamnings SÞ hefði ekki náð inn í framkvæmd íslenskra stjórnvalda á veitingum heimildar til vopnaflutninga Air Atlanta. Fleiri undanþágur verði ekki veittar fyrr en að reglugerð sem nær til málsins verði endurskoðuð og nýtt verklag mótað. Svona undanþágur eigi ekki að veita að sjálfu sér heldur að skoða eigi hverja umsókn fyrir sig eftir aðstæðum. Fréttir af flugi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira
Umsókn íslenska flugfélagsins Air Atlanta um heimild til hergagnaflutningu til Sádi-Arabíu var hafnað í dag eftir að utanríkisráðuneytið veitti neikvæða umsögn um beiðnina. Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi.Þetta kom fram í tíu-fréttum RÚV í kvöld eftir að fréttaskýringarþátturinnKveikur fjallaði ítarlega um hergagnaflutningana fyrr í kvöld. Stjórnvöld hafa hingað til heimilað flutningana.Í umfjöllun Kveiks kom fram að vélar Atlanta hafi á undanförnum árum farið 25 ferðir hið minnsta með frakt frá Búlgaríu, Serbíu og Slóvakíu til Sádí-Arabíu. Svo virðist sem að þessi lönd séu einskonar miðstöð hergagnaflutninga til Sádí-Arabíu.Í Kveik kom einnig fram að samkvæmt íslenskum loftferðalögum verði íslensk flugfélög að sækja um heimild til íslenskra yfirvalda til þess að flytja vopn. Samgöngustofa afgreiddi beiðnir Air Atlanta að því er virðist án athugasemda.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Vísir/ErnirAndi vopnasölusamningsins ekki virturVakin var athygli á því að Ísland hafi verið meðal fyrstu ríkja til þess að fullgilda vopnasölusamning Sameinuðu þjóðanna en samkvæmt honum er ríkjum óheimilt að heimila flutning á vopnum sem notuð eru gegn almenningi í stríðsátökum. Styrjaldir hafa geisað í nágrenni Sádí-Arabíu undanfarin ár, bæði í Sýrlandi og í Jemen og hafa hundruð þúsunda týnt lífi í átökunum. Rætt var við sérfræðing hjá Amnesty International sem segir að vopnin sem komið hafi frá Austur-Evrópu til Sádí-Arabíu séu annars eðlis en séu í notkun hjá sádí-arabíska hernum og því hefðu yfirvöld átt að gera frekari athugun á beiðni um heimildir til vopnaflutningannna.Í tíu-fréttum RÚV var rætt við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Sagðist hún ekki telja að lög hefðu verið brotin með þessum vopnaflutningum en það liti út fyrir að andi vopnasölusamnings SÞ hefði ekki náð inn í framkvæmd íslenskra stjórnvalda á veitingum heimildar til vopnaflutninga Air Atlanta. Fleiri undanþágur verði ekki veittar fyrr en að reglugerð sem nær til málsins verði endurskoðuð og nýtt verklag mótað. Svona undanþágur eigi ekki að veita að sjálfu sér heldur að skoða eigi hverja umsókn fyrir sig eftir aðstæðum.
Fréttir af flugi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira