Sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. febrúar 2018 19:45 21 kvótaflóttamaður frá Írak kom til landsins í dag. Um er að ræða fimm fjölskyldur sem þurftu að flýja erfiðar aðstæður í heimalandinu og hafa sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár. Nú hefst nýr kafli í lífi þeirra hér á Íslandi, ýmist í Fjarðabyggð eða á Vestfjörðum. Um er að ræða fyrsta hópinn af þeim 52 kvótaflóttamönnum sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst að taka á móti. Á næstunni er einnig von á 10 hinsegin flóttamönnum frá Úganda, 21 einstaklingum í viðbót frá Írak og Súr sem nú bíða í flóttamannabúðum í Jórdaníu en þar voru fjölskyldurnar sem komu til landsins í dag áður en ferðalagið til Íslands hófst. „Það er búið að finna húsnæði handa þeim og tryggja allt hið nauðsynlega til að byrja með og síðan fara þau í íslenskukennslu og hefja bara nýjan kafla í sínu lífi,“ sagði Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur hjá Velferðarráðuneytinu, í samtali við Stöð 2 við komu fólksins til landsins. Í október síðastliðnum fór Linda ásamt öðrum fulltrúum Íslands til Jórdaníu þar sem hópurinn var búinn undir komuna til Íslands. „Aðstæður fólksins eru geisilega mismunandi. Sumir hafa lengi verið á flótta, þeir hafa jafnvel verið á flótta, farið til annarra landa og endað þarna. Aðrir eru nýkomnir til Jórdaníu en það sem einkennir þau öll er að þetta eru einstaklingar í einstaklega viðkvæmri stöðu og eiga ekki möguleika á mannsæmandi lífi þar sem þau eru stödd,“ segir Linda. Öll hafa þau verið mislengi á flótta. „Ef ég man eftir rétt þá er fólkið búið að vera á flótta allt frá 11 árum og í eitt og hálft ár,“ segir Linda. Það verða því eflaust mikil viðbrigði að setjast að á Íslandi en Linda segir mikla eftirvæntingu ríkja í hópnum. „Þau eru gífurlega spennt og hafa miklar væntingar, það er vitað og þau eru mjög þakklát að komast úr þeim aðstæðum. En við vitum einnig að þetta er erfitt ferðalag þegar þú ert þvingaður frá þínu heimalandi sem að þú varst ánægður að búa á þá er þetta ávalt erfitt ferðalag,“ segir Linda. Flóttamenn Tengdar fréttir 52 flóttamenn á leið til landsins Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ. 7. febrúar 2018 20:30 Fimm flóttamannafjölskyldur komnar til landsins Um er að ræða fyrsta hóp svokallaðra kvótaflóttamanna sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst síðastliðnum að taka á móti. 27. febrúar 2018 14:39 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
21 kvótaflóttamaður frá Írak kom til landsins í dag. Um er að ræða fimm fjölskyldur sem þurftu að flýja erfiðar aðstæður í heimalandinu og hafa sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár. Nú hefst nýr kafli í lífi þeirra hér á Íslandi, ýmist í Fjarðabyggð eða á Vestfjörðum. Um er að ræða fyrsta hópinn af þeim 52 kvótaflóttamönnum sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst að taka á móti. Á næstunni er einnig von á 10 hinsegin flóttamönnum frá Úganda, 21 einstaklingum í viðbót frá Írak og Súr sem nú bíða í flóttamannabúðum í Jórdaníu en þar voru fjölskyldurnar sem komu til landsins í dag áður en ferðalagið til Íslands hófst. „Það er búið að finna húsnæði handa þeim og tryggja allt hið nauðsynlega til að byrja með og síðan fara þau í íslenskukennslu og hefja bara nýjan kafla í sínu lífi,“ sagði Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur hjá Velferðarráðuneytinu, í samtali við Stöð 2 við komu fólksins til landsins. Í október síðastliðnum fór Linda ásamt öðrum fulltrúum Íslands til Jórdaníu þar sem hópurinn var búinn undir komuna til Íslands. „Aðstæður fólksins eru geisilega mismunandi. Sumir hafa lengi verið á flótta, þeir hafa jafnvel verið á flótta, farið til annarra landa og endað þarna. Aðrir eru nýkomnir til Jórdaníu en það sem einkennir þau öll er að þetta eru einstaklingar í einstaklega viðkvæmri stöðu og eiga ekki möguleika á mannsæmandi lífi þar sem þau eru stödd,“ segir Linda. Öll hafa þau verið mislengi á flótta. „Ef ég man eftir rétt þá er fólkið búið að vera á flótta allt frá 11 árum og í eitt og hálft ár,“ segir Linda. Það verða því eflaust mikil viðbrigði að setjast að á Íslandi en Linda segir mikla eftirvæntingu ríkja í hópnum. „Þau eru gífurlega spennt og hafa miklar væntingar, það er vitað og þau eru mjög þakklát að komast úr þeim aðstæðum. En við vitum einnig að þetta er erfitt ferðalag þegar þú ert þvingaður frá þínu heimalandi sem að þú varst ánægður að búa á þá er þetta ávalt erfitt ferðalag,“ segir Linda.
Flóttamenn Tengdar fréttir 52 flóttamenn á leið til landsins Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ. 7. febrúar 2018 20:30 Fimm flóttamannafjölskyldur komnar til landsins Um er að ræða fyrsta hóp svokallaðra kvótaflóttamanna sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst síðastliðnum að taka á móti. 27. febrúar 2018 14:39 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
52 flóttamenn á leið til landsins Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ. 7. febrúar 2018 20:30
Fimm flóttamannafjölskyldur komnar til landsins Um er að ræða fyrsta hóp svokallaðra kvótaflóttamanna sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst síðastliðnum að taka á móti. 27. febrúar 2018 14:39