NBA: Enn á ný fann Golden State liðið túrbógírinn eftir hálfleiksræðu Steve Kerr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2018 07:30 Stephen Curry sá til þess að Golden State Warriors fann túrbúgírinn í þriðja leikhlutanum. Vísir/Getty Bestu lið NBA-deildarinnar fögnuðu öll sigri í leikjum sínum í nótt. Houston Rockets vann sinn þrettánda leik í röð, Golden State Warriors hefur unnið alla þrjá leiki sína frá Stjörnuhelginni eins og Boston Celtics og þá fagnaði Toronto Raptors sínum sjöunda sigri í síðustu átta leikjum. Lágt stigaskor kom í veg fyrir þrennu hjá Russell Westbrook en Anthony Davis átti enn einn tröllaleikinn og skoraði nú 53 stig. Los Angeles Lakers liðið vann sinn þriðja leik í röð.Klay Thompson skoraði 26 stig og Stephen Curry var með 14 af 21 stigi sínu í þriðja leikhlutanum þegar Golden State Warriors vann 125-111 útisigur á New York Knicks. Golden State hefur unnið alla þrjá leiki sína eftir Stjörnuhelgina. Kevin Durant var með 22 stig fyrir Golden State liðið sem var einu stigi undir í hálfleik en vann umræddan þriðja leikhluta 39-19. Enn á ný náði Steve Kerr að vekja sína menn í hálfleik en það hefur verið saga tímabilsins. Þetta var í sjöunda skiptið í vetur sem liðið vinnur þriðja leikhluta með 20 stigum eða meira.James Harden skoraði 26 stig (11 fráköst, 5 stoðsendingar) og Luc Mbah a Moute var með 15 af 17 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Houston Rockets vann sinn þrettánda leik í röð. Houston vann í nótt 96-85 útisigur á Utah Jazz en liðið kom til baka í nótt eftir að hafa lent fimmtán stigum undir í fyrri hálfleiknum. Utah Jazz liðið hafði unnið 12 af síðustu 13 leikjum sínum fyrir leikinn og þetta voru því tvö af heitustu liðum deildarinnar. Chris Paul var með 15 stig og 7 stoðsendingar fyrir Houston liðið sem þvingaði 22 tapaða bolta hjá heimamönnum í leiknum.Kyrie Irving var með 25 stig í fyrstu þremur leikhlutunum þegar Boston Celtics vann öruggan 109-98 sigur á Memphis Grizzlies. Grizzlies liðið skoraði ekki körfu í átta mínútur í öðrum leikhluta og Boston komst á sama tíma í 55-30. Boston hefur unnið alla þrjá leiki sína eftir Stjörnuhelgina og alls 43 af 62 leikjum tímabilsins.DeMar DeRozan og Kyle Lowry voru báðir með 20 stig og Serge Ibaka skoraði 19 stig þegar Toronto Raptors vann 123-94 sigur á Detroit Pistons og fagnaði sínum sjöunda sigri í síðustu átta leikjum. Toronto liðið er áfram með besta árangurinn í Austurdeildinni en liðið hefur unnið 25 af 30 heimaleikjum sínum á leiktíðinni. Andre Drummond var með 18 stig og 18 fráköst fyrir Detroit sem er nú þremur sigurleikjum frá sæti í úrslitakeppninni. Anthony Davis var magnaður í 125-116 sigri New Orleans Pelicans á Phoenix Suns. Hann skoraði 53 stig, tók 18 fráköst og varði 5 skot í nótt. Þetta var sjötti sigur Pelíkananna í röð og Davis hefur verið stórkostlegur í sigurgöngunni. Devin Booker skoraði 40 stig fyrir Phoenix en það kom ekki í veg fyrir tíunda tapið í röð.Paul George skoraði 26 stig þegar Oklahoma City Thunder vann 112-105 sigur á Orlando Magic og bætti upp fyrir mjög slaka frammistöðu í leiknum á undan. Steven Adams var með 16 stig og aðeins lágt stigaskor kom í veg fyrir þrennu hjá Russell Westbrook. Westbrook var með 8 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar í leiknum.Brandon Ingram skoraði 21 stig og tók 10 fráköst og alls skoruðu níu leikmenn Los Angeles Lakers tíu stig eða meira í 123-1ö4 sigri liðsins á Atlanta Hawks. Þetta var þriðji sigurleikur Lakers-liðsins í röð. Julius Randle var með 19 stig og 10 fráköst og Kentavious Caldwell-Pope skoraði 10 stig og tók 14 fráköst.Úrslit úr öllum leikjum NBA í nótt: Sacramento Kings - Minnesota Timberwolves 100-118 Utah Jazz - Houston Rockets 85-96 Dallas Mavericks - Indiana Pacers 109-103 New Orleans Pelicans - Phoenix Suns 125-116 Oklahoma City Thunder - Orlando Magic 112-105 Atlanta Hawks - Los Angeles Lakers 104-123 Boston Celtics - Memphis Grizzlies 109-98 Brooklyn Nets - Chicago Bulls 104-87 New York Knicks - Golden State Warriors 111-125 Toronto Raptors - Detroit Pistons 123-94 NBA Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Fleiri fréttir Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjá meira
Bestu lið NBA-deildarinnar fögnuðu öll sigri í leikjum sínum í nótt. Houston Rockets vann sinn þrettánda leik í röð, Golden State Warriors hefur unnið alla þrjá leiki sína frá Stjörnuhelginni eins og Boston Celtics og þá fagnaði Toronto Raptors sínum sjöunda sigri í síðustu átta leikjum. Lágt stigaskor kom í veg fyrir þrennu hjá Russell Westbrook en Anthony Davis átti enn einn tröllaleikinn og skoraði nú 53 stig. Los Angeles Lakers liðið vann sinn þriðja leik í röð.Klay Thompson skoraði 26 stig og Stephen Curry var með 14 af 21 stigi sínu í þriðja leikhlutanum þegar Golden State Warriors vann 125-111 útisigur á New York Knicks. Golden State hefur unnið alla þrjá leiki sína eftir Stjörnuhelgina. Kevin Durant var með 22 stig fyrir Golden State liðið sem var einu stigi undir í hálfleik en vann umræddan þriðja leikhluta 39-19. Enn á ný náði Steve Kerr að vekja sína menn í hálfleik en það hefur verið saga tímabilsins. Þetta var í sjöunda skiptið í vetur sem liðið vinnur þriðja leikhluta með 20 stigum eða meira.James Harden skoraði 26 stig (11 fráköst, 5 stoðsendingar) og Luc Mbah a Moute var með 15 af 17 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Houston Rockets vann sinn þrettánda leik í röð. Houston vann í nótt 96-85 útisigur á Utah Jazz en liðið kom til baka í nótt eftir að hafa lent fimmtán stigum undir í fyrri hálfleiknum. Utah Jazz liðið hafði unnið 12 af síðustu 13 leikjum sínum fyrir leikinn og þetta voru því tvö af heitustu liðum deildarinnar. Chris Paul var með 15 stig og 7 stoðsendingar fyrir Houston liðið sem þvingaði 22 tapaða bolta hjá heimamönnum í leiknum.Kyrie Irving var með 25 stig í fyrstu þremur leikhlutunum þegar Boston Celtics vann öruggan 109-98 sigur á Memphis Grizzlies. Grizzlies liðið skoraði ekki körfu í átta mínútur í öðrum leikhluta og Boston komst á sama tíma í 55-30. Boston hefur unnið alla þrjá leiki sína eftir Stjörnuhelgina og alls 43 af 62 leikjum tímabilsins.DeMar DeRozan og Kyle Lowry voru báðir með 20 stig og Serge Ibaka skoraði 19 stig þegar Toronto Raptors vann 123-94 sigur á Detroit Pistons og fagnaði sínum sjöunda sigri í síðustu átta leikjum. Toronto liðið er áfram með besta árangurinn í Austurdeildinni en liðið hefur unnið 25 af 30 heimaleikjum sínum á leiktíðinni. Andre Drummond var með 18 stig og 18 fráköst fyrir Detroit sem er nú þremur sigurleikjum frá sæti í úrslitakeppninni. Anthony Davis var magnaður í 125-116 sigri New Orleans Pelicans á Phoenix Suns. Hann skoraði 53 stig, tók 18 fráköst og varði 5 skot í nótt. Þetta var sjötti sigur Pelíkananna í röð og Davis hefur verið stórkostlegur í sigurgöngunni. Devin Booker skoraði 40 stig fyrir Phoenix en það kom ekki í veg fyrir tíunda tapið í röð.Paul George skoraði 26 stig þegar Oklahoma City Thunder vann 112-105 sigur á Orlando Magic og bætti upp fyrir mjög slaka frammistöðu í leiknum á undan. Steven Adams var með 16 stig og aðeins lágt stigaskor kom í veg fyrir þrennu hjá Russell Westbrook. Westbrook var með 8 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar í leiknum.Brandon Ingram skoraði 21 stig og tók 10 fráköst og alls skoruðu níu leikmenn Los Angeles Lakers tíu stig eða meira í 123-1ö4 sigri liðsins á Atlanta Hawks. Þetta var þriðji sigurleikur Lakers-liðsins í röð. Julius Randle var með 19 stig og 10 fráköst og Kentavious Caldwell-Pope skoraði 10 stig og tók 14 fráköst.Úrslit úr öllum leikjum NBA í nótt: Sacramento Kings - Minnesota Timberwolves 100-118 Utah Jazz - Houston Rockets 85-96 Dallas Mavericks - Indiana Pacers 109-103 New Orleans Pelicans - Phoenix Suns 125-116 Oklahoma City Thunder - Orlando Magic 112-105 Atlanta Hawks - Los Angeles Lakers 104-123 Boston Celtics - Memphis Grizzlies 109-98 Brooklyn Nets - Chicago Bulls 104-87 New York Knicks - Golden State Warriors 111-125 Toronto Raptors - Detroit Pistons 123-94
NBA Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Fleiri fréttir Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjá meira