Sanjay Kapoor, bróðir Sridevi, hafði um helgina sagt indversku dagblaði að Sridevi hafi látist af völdum hjartaáfalls.
Sridevi var fyrsta kvenkyns ofurstjarna Bollywood og hafði komið fram í yfir þrjú hundruð kvikmyndum. Hún var 54 ára gömul þegar hún lést og hafði leiklistarferill hennar því spannað fimm áratugi. Hún hóf feril sinn einungis fjögurra ára gömul.
Sridevi var stödd í Dubai til þess að vera viðstödd brúðkaup frænda síns. Lögregluyfirvöld í Dubai sögðu einnig á Twitter að málið væri nú í höndum saksóknaryfirvalda sem munu inna af hendi hefðbundið lagalegt verklag í tengslum við andlát hennar.
Sridevi Kapoor lét eftir sig eiginmann og tvær dætur.
Following the completion of post-mortem analysis, @DubaiPoliceHQ today stated that the death of Indian actress Sridevi occurred due to drowning in her hotel apartment's bathtub following loss of consciousness.
— Dubai Media Office (@DXBMediaOffice) February 26, 2018