Ekki einu sinni þjálfari eða liðsfélagar Messi vissu að hann ætlaði að gera þetta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2018 22:30 Lionel Messi skoraði sérstakt mark í spænska boltanum um helgina eða mark sem menn í Barcelona höfðu ekki séð í tólf ár. Markið sem Messi skoraði beint úr aukaspyrnu á móti Girona minnti á markið sem Brasilíumaðurinn Ronaldinho skoraði á móti Werder Bremen árið 2006.Messi 'fooled everyone' with low free kick - Lionel Messi surprised his teammates and his manager with a free kick in Barcelona's win against Girona which evoked memories of Ronaldinho in 2006. https://t.co/lOxmP9kGwM — E-FC Barcelona (@e_fcbarca) February 25, 2018 Messi hafði áður lagt upp mark fyrir Luis Suarez og skorað annað sjálfur eftir að Börsungar lentu 1-0 undir í upphafi leiks. Þriðja markið úr aukaspyrnunni fór síðan langt með að ganga frá leiknum. Annað mark Messi kom úr aukspyrnu sem liðið fékk rétt fyrir utan teig. Í stað þess að reyna að skrúfa boltann undir vegginn eins og menn gera oftast þá nýtti Argentínumaðurinn sér það að veggurinn hoppaði allur upp. Messi skaut því boltanum undir varnarvegginn og í bláhornið. Markvörðurinn átti engan möguleika. Ernesto Valverde, þjálfari Barcelona, var spurður út í aukaspyrnumarkið eftir leikinn. „Það er erfitt að venjast þessu. Alltaf þegar maður heldur að hann hafi gert allt saman þá kemur hann þér aftur á óvart. Við vorum að bíða eftir að sjá hvernig hann færi að því að koma boltanum yfir vegginn og þá setur hann boltann undir hann,“ sagði Ernesto Valverde. „Þegar maður sér þá hugsar maður ósjálfsrátt að Leo lætur þetta líta svo einfalt út. Þetta er samt ekki svo einfalt,“ sagði Ernesto Valverde.Most freekick goals in La Liga in the last 25 years: [21] MESSI (three this season) [19] Cristiano Ronaldo (zero this season) [16] Roberto Carlos [15] Ronaldinho [13] Doubt [12] Assunçao [11] Rivaldo [10] Beñat and Nihat pic.twitter.com/tU68r4Kxiy — FORÇA BARÇA (@ForcaBarcaEN) February 24, 2018 Coutinho, nýjasti liðsfélagði Messi var bæði með mark og stoðsendingu í leiknum. „Leo er magnaður. Hann plataði alla með því að setja aukaspyrnuna sína undir vegginn. Það er ótrúlegt að sjá hversu góður hann er. Ég næ betra sambandi við hann og Suarez með hverjum leik. Messi er mjög mikilvægur fyrir okkur,“ sagði Coutinho. Það má sjá mörkin úr leiknum sem og aukaspyrnumark Lionel Messi (eftir 30 sekúndur) í spilaranum hér fyrir ofan. Spænski boltinn Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Lionel Messi skoraði sérstakt mark í spænska boltanum um helgina eða mark sem menn í Barcelona höfðu ekki séð í tólf ár. Markið sem Messi skoraði beint úr aukaspyrnu á móti Girona minnti á markið sem Brasilíumaðurinn Ronaldinho skoraði á móti Werder Bremen árið 2006.Messi 'fooled everyone' with low free kick - Lionel Messi surprised his teammates and his manager with a free kick in Barcelona's win against Girona which evoked memories of Ronaldinho in 2006. https://t.co/lOxmP9kGwM — E-FC Barcelona (@e_fcbarca) February 25, 2018 Messi hafði áður lagt upp mark fyrir Luis Suarez og skorað annað sjálfur eftir að Börsungar lentu 1-0 undir í upphafi leiks. Þriðja markið úr aukaspyrnunni fór síðan langt með að ganga frá leiknum. Annað mark Messi kom úr aukspyrnu sem liðið fékk rétt fyrir utan teig. Í stað þess að reyna að skrúfa boltann undir vegginn eins og menn gera oftast þá nýtti Argentínumaðurinn sér það að veggurinn hoppaði allur upp. Messi skaut því boltanum undir varnarvegginn og í bláhornið. Markvörðurinn átti engan möguleika. Ernesto Valverde, þjálfari Barcelona, var spurður út í aukaspyrnumarkið eftir leikinn. „Það er erfitt að venjast þessu. Alltaf þegar maður heldur að hann hafi gert allt saman þá kemur hann þér aftur á óvart. Við vorum að bíða eftir að sjá hvernig hann færi að því að koma boltanum yfir vegginn og þá setur hann boltann undir hann,“ sagði Ernesto Valverde. „Þegar maður sér þá hugsar maður ósjálfsrátt að Leo lætur þetta líta svo einfalt út. Þetta er samt ekki svo einfalt,“ sagði Ernesto Valverde.Most freekick goals in La Liga in the last 25 years: [21] MESSI (three this season) [19] Cristiano Ronaldo (zero this season) [16] Roberto Carlos [15] Ronaldinho [13] Doubt [12] Assunçao [11] Rivaldo [10] Beñat and Nihat pic.twitter.com/tU68r4Kxiy — FORÇA BARÇA (@ForcaBarcaEN) February 24, 2018 Coutinho, nýjasti liðsfélagði Messi var bæði með mark og stoðsendingu í leiknum. „Leo er magnaður. Hann plataði alla með því að setja aukaspyrnuna sína undir vegginn. Það er ótrúlegt að sjá hversu góður hann er. Ég næ betra sambandi við hann og Suarez með hverjum leik. Messi er mjög mikilvægur fyrir okkur,“ sagði Coutinho. Það má sjá mörkin úr leiknum sem og aukaspyrnumark Lionel Messi (eftir 30 sekúndur) í spilaranum hér fyrir ofan.
Spænski boltinn Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira