Nú þurfum við að velja Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 26. febrúar 2018 07:00 Ein stærsta og mikilvægasta framkvæmd Íslandssögunnar stendur nú fyrir dyrum. Þar getum við valið milli tveggja megin valkosta. Annar kosturinn er sá að halda sig við gömul áform án þess að taka tillit til allra þeirra breytinga sem hafa orðið í millitíðinni. Köllum þetta valkost A.Valkostur A Að halda áfram að vinna samkvæmt áratugagömlum áformum um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut þótt allar meginforsendur framkvæmdarinnar séu gjörbreyttar frá því áformin urðu til Ráðast í margra ára risaframkvæmd á stað sem erfitt er að komast að og fara frá. Flytja gífurlegt magn jarðefna, steypu, stáls o.s.frv. um mestu umferðarteppugötur landsins. Ætla á sama tíma að þrengja enn að umferðinni með því að leggja tvær akreinar á helstu samgönguæðum undir borgarlínustrætó Láta starfsemi þjóðarsjúkrahússins fara fram á vinnusvæði árum saman með tilheyrandi sprengingum, fleygunum og hávaða frá stórum og litlum vinnuvélum Treysta á að þegar framkvæmdum lýkur muni jafnvel aðeins fjórðungur sjúklinga, starfsfólks og gesta koma á sjúkrahúsið á eigin bílum. Komast svo að raun um að auðvitað hafi það verið algjörlega óraunhæft og sitja uppi með afleiðingarnar Hefja svo loks að mörgum árum liðnum tilraunir til að gera húsin sem fyrir eru hæf undir nútíma sjúkrahúsþjónustu, hreinsa burt myglu- og rakaskemmdir skipta um lagnir, gólf, loft og glugga. Skipta um allt og treysta því að það verði ódýrara en að byggja nýtt. Færa starfsemina fram og til baka á meðan á framkvæmdum stendur. Komast loks að því að sum húsin voru ónýt eftir að kostnaður hefur farið fram úr áætlun sjö sinnum Reyna svo að láta húsaþyrpingu um tuttugu misgamalla húsa virka sem eina heild Sitja uppi með þjóðarsjúkrahús sem erfitt er að komast til og frá. Húsaþyrpingu stórra steinsteypukassa sem fólk ferðast á milli í neðanjarðargöngum eða ofanjarðar í vindgöngunum sem liggja á milli kassanna En það blasir líka við annar valkostur. Köllum hann valkost M.Valkostur M Sýna að stjórnmálamenn geti endurmetið hlutina, tekið ákvarðanir og látið verkin tala. Velja staðsetningu fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús, hannað fyrir 21. aldar heilbrigðisþjónustu. Hús þar sem allt er nýtt og allt virkar sem ein heild Setja færustu hönnuði á fullt við að teikna glæsilegt þjóðarsjúkrahús og hefja framkvæmdir á stað þar sem rými er nægt, þar sem framkvæmdir eru mun ódýrari en í miðborgarbyggð og ganga miklu hraðar og betur fyrir sig Byggja á nokkrum árum fallegt hús í fallegu umhverfi. Hús og umhverfi sem lyftir andanum og eykur vellíðan. Úr hverri sjúkrastofu blasir við fallegt útsýni og sjúklingar og starfsfólk getur eftir atvikum sest út á bekk í fallegum garði eða farið í göngutúr eða hádegissprett í fallegri náttúru Flytja starfsemi Landspítalans í nýtt og fullbúið sjúkrahúsið en halda hugsanlega áfram heilbrigðisstarfsemi í bestu húsunum við Hringbraut. Önnur hús yrðu seld, t.d. undir hótel, skrifstofur eða þau rifin eftir því sem við á Á skemmri tíma en tekið hefði að klára nýbyggingar og endurbyggingu gömlu húsanna við Hringbraut væri risið nýtt stórglæsilegt þjóðarsjúkrahús á besta stað. Stað þar sem aðgengi er gott og stærsti vinnustaður landsins leggur sitt af mörkum við að dreifa umferðarálaginu í borginni fremur en að auka á vandann. Framkvæmdin væri auk þess ódýrari en margra ára bras í miðbænumFöst í hjólförunum Valið virðist auðvelt en samt heldur „kerfið“ áfram að vinna að valkosti A. Þó virðist það ekki gert af sannfæringu fyrir því að sá valkostur sé hinn eini rétti. Í stað þess að reyna að verja hinar úreltu forsendur er tvennt endurtekið í sífellu. Annars vegar að það hafi farið svo mikill tími í Hringbraut án þess að það hafi verið klárað (skilað árangri) þ.a. það verði að setja enn meiri tíma í þetta. Hins vegar er kastað fram órökstuddum yfirlýsingum um að það myndi kosta meira að byggja á nýjum stað og lengja biðina um 15 ár! Hvort tveggja ævintýralega órökrétt. Til skoðunar hefur verið að rífa nýlegt stórhýsi Orkuveitu Reykjavíkur vegna myglu. Kársnesskóli í Kópavogi var skyndilega yfirgefinn eftir að rakaskemmdir fundust. Hann verður rifinn. Höfuðstöðvar Íslandsbanka á Kirkjusandi voru rýmdar eftir að mygla fannst á 5. hæð. Húsið stendur autt og bíður örlaga sinna. Starfsmenn Tryggingastofnunar yfirgefa nú húsnæðið þar sem stofnunin hefur verið um áratuga skeið og nýverið ákvað sjálft ráðuneyti heilbrigðismála að flytja starfsemi sína vegna gruns um myglu. Ráðuneytið starfar nú í bráðabirgðahúsnæði.En húsnæðið sem frægast er fyrir myglu, rakaskemmdir, alkalískemmdir og önnur slík vandamál á að verða framtíðarhúsnæði þjóðarsjúkrahússins. Ekki nóg með það, heldur er mikilvægi þess að nýta mygluðu húsin megin röksemdin fyrir því að það þurfi að klára öll hin mistökin sem áformunum tengjast.Það getur ekki verið að við ætlum að láta það viðgangast að ákvarðanir séu teknar með þessum hætti á 100 ára fullveldisafmæli Íslands.Höfundur er formaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Landspítalinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Ein stærsta og mikilvægasta framkvæmd Íslandssögunnar stendur nú fyrir dyrum. Þar getum við valið milli tveggja megin valkosta. Annar kosturinn er sá að halda sig við gömul áform án þess að taka tillit til allra þeirra breytinga sem hafa orðið í millitíðinni. Köllum þetta valkost A.Valkostur A Að halda áfram að vinna samkvæmt áratugagömlum áformum um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut þótt allar meginforsendur framkvæmdarinnar séu gjörbreyttar frá því áformin urðu til Ráðast í margra ára risaframkvæmd á stað sem erfitt er að komast að og fara frá. Flytja gífurlegt magn jarðefna, steypu, stáls o.s.frv. um mestu umferðarteppugötur landsins. Ætla á sama tíma að þrengja enn að umferðinni með því að leggja tvær akreinar á helstu samgönguæðum undir borgarlínustrætó Láta starfsemi þjóðarsjúkrahússins fara fram á vinnusvæði árum saman með tilheyrandi sprengingum, fleygunum og hávaða frá stórum og litlum vinnuvélum Treysta á að þegar framkvæmdum lýkur muni jafnvel aðeins fjórðungur sjúklinga, starfsfólks og gesta koma á sjúkrahúsið á eigin bílum. Komast svo að raun um að auðvitað hafi það verið algjörlega óraunhæft og sitja uppi með afleiðingarnar Hefja svo loks að mörgum árum liðnum tilraunir til að gera húsin sem fyrir eru hæf undir nútíma sjúkrahúsþjónustu, hreinsa burt myglu- og rakaskemmdir skipta um lagnir, gólf, loft og glugga. Skipta um allt og treysta því að það verði ódýrara en að byggja nýtt. Færa starfsemina fram og til baka á meðan á framkvæmdum stendur. Komast loks að því að sum húsin voru ónýt eftir að kostnaður hefur farið fram úr áætlun sjö sinnum Reyna svo að láta húsaþyrpingu um tuttugu misgamalla húsa virka sem eina heild Sitja uppi með þjóðarsjúkrahús sem erfitt er að komast til og frá. Húsaþyrpingu stórra steinsteypukassa sem fólk ferðast á milli í neðanjarðargöngum eða ofanjarðar í vindgöngunum sem liggja á milli kassanna En það blasir líka við annar valkostur. Köllum hann valkost M.Valkostur M Sýna að stjórnmálamenn geti endurmetið hlutina, tekið ákvarðanir og látið verkin tala. Velja staðsetningu fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús, hannað fyrir 21. aldar heilbrigðisþjónustu. Hús þar sem allt er nýtt og allt virkar sem ein heild Setja færustu hönnuði á fullt við að teikna glæsilegt þjóðarsjúkrahús og hefja framkvæmdir á stað þar sem rými er nægt, þar sem framkvæmdir eru mun ódýrari en í miðborgarbyggð og ganga miklu hraðar og betur fyrir sig Byggja á nokkrum árum fallegt hús í fallegu umhverfi. Hús og umhverfi sem lyftir andanum og eykur vellíðan. Úr hverri sjúkrastofu blasir við fallegt útsýni og sjúklingar og starfsfólk getur eftir atvikum sest út á bekk í fallegum garði eða farið í göngutúr eða hádegissprett í fallegri náttúru Flytja starfsemi Landspítalans í nýtt og fullbúið sjúkrahúsið en halda hugsanlega áfram heilbrigðisstarfsemi í bestu húsunum við Hringbraut. Önnur hús yrðu seld, t.d. undir hótel, skrifstofur eða þau rifin eftir því sem við á Á skemmri tíma en tekið hefði að klára nýbyggingar og endurbyggingu gömlu húsanna við Hringbraut væri risið nýtt stórglæsilegt þjóðarsjúkrahús á besta stað. Stað þar sem aðgengi er gott og stærsti vinnustaður landsins leggur sitt af mörkum við að dreifa umferðarálaginu í borginni fremur en að auka á vandann. Framkvæmdin væri auk þess ódýrari en margra ára bras í miðbænumFöst í hjólförunum Valið virðist auðvelt en samt heldur „kerfið“ áfram að vinna að valkosti A. Þó virðist það ekki gert af sannfæringu fyrir því að sá valkostur sé hinn eini rétti. Í stað þess að reyna að verja hinar úreltu forsendur er tvennt endurtekið í sífellu. Annars vegar að það hafi farið svo mikill tími í Hringbraut án þess að það hafi verið klárað (skilað árangri) þ.a. það verði að setja enn meiri tíma í þetta. Hins vegar er kastað fram órökstuddum yfirlýsingum um að það myndi kosta meira að byggja á nýjum stað og lengja biðina um 15 ár! Hvort tveggja ævintýralega órökrétt. Til skoðunar hefur verið að rífa nýlegt stórhýsi Orkuveitu Reykjavíkur vegna myglu. Kársnesskóli í Kópavogi var skyndilega yfirgefinn eftir að rakaskemmdir fundust. Hann verður rifinn. Höfuðstöðvar Íslandsbanka á Kirkjusandi voru rýmdar eftir að mygla fannst á 5. hæð. Húsið stendur autt og bíður örlaga sinna. Starfsmenn Tryggingastofnunar yfirgefa nú húsnæðið þar sem stofnunin hefur verið um áratuga skeið og nýverið ákvað sjálft ráðuneyti heilbrigðismála að flytja starfsemi sína vegna gruns um myglu. Ráðuneytið starfar nú í bráðabirgðahúsnæði.En húsnæðið sem frægast er fyrir myglu, rakaskemmdir, alkalískemmdir og önnur slík vandamál á að verða framtíðarhúsnæði þjóðarsjúkrahússins. Ekki nóg með það, heldur er mikilvægi þess að nýta mygluðu húsin megin röksemdin fyrir því að það þurfi að klára öll hin mistökin sem áformunum tengjast.Það getur ekki verið að við ætlum að láta það viðgangast að ákvarðanir séu teknar með þessum hætti á 100 ára fullveldisafmæli Íslands.Höfundur er formaður Miðflokksins
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun