Jón Arnór: Gleði en ekki léttir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2018 21:57 Jón Arnór Stefánsson í leiknum í kvöld. vísir/Bára Íslendingar unnu Finna, 81-76, í undankeppni HM 2019 í kvöld og héldu þar með vonum sínum á lífi um sæti í lokakeppninni. Þetta var fyrsti sigur Íslands í undankeppninni og hann var kærkominn. Jón Arnór segir að liðsheildin, fyrst og fremst, hafi skapað sigurinn í kvöld. „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik í allan dag. Og ég hafði engar áhyggjur,“ sagði hann eftir leikinn í kvöld. „Fjórði leikhluti var frábær hjá okkur þar sem við stöðvuðum þá á lykilstundum í vörn og settum niður stór skot í sókninni. Þegar mest lá við þá gerðum við langflest rétt.“ Finnar komu sterkir til leiks í þriðja leikhluta og héldu sjálfsagt einhverjir að þeir væru á góðri leið með að gera út um leikinn. En Jón Arnór sagði að það hafi fyrst og fremst verið þeim sjálfum að kenna. „En þegar Martin fór svo af stað þá ræður enginn við hann. Hann gat sprengt þetta upp og þá fór að losna um aðra í kringum hann. Skotin fóru að detta, við náðum að vekja upp baráttuanda í okkar liði og þá fór þetta að ganga betur. Við fráköstuðum betur og stjórnuðum taktinum lengst af í fjórða leikhluta.“ Það var mikil gleði eins og gefur að skilja en Jón Arnór segir að það hafi ekki verið léttir að landa sigrinum í kvöld. „Það var einhver að tala um að það væri heldur neikvæð umræða í kringum landsliðið sem mér finnst hafa verið frekar fáránleg ef ég á að vera hreinskilinn. Það var bara sterkt að vinna í dag, þetta var kærkominn sigur en fyrst og fremst gleði að vinna hér fyrir framan fólkið okkar.“ Tryggvi Hlinason missti af leiknum í kvöld þar sem hann er veðurtepptur í Svíþjóð. En hann kemur til landsins á morgun og verður að nýta tímann vel fram að leiknum gegn Tékklandi á sunnudag. „Við getum unnið hvaða lið sem er í Höllinni,“ sagði Jón Arnór bjartsýnn. „Vonandi getum við nýtt Tryggva því hann mun nýtast okkur vel. Annars þurfum við bara að hvíla okkur vel og safna orku því það er mjög stutt á milli leikja. Það verður mjög gaman að mæta aftur á sunnudag.“ Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Finnland 81-76 | HM-draumurinn á lífi eftir frábæran sigur Íslendingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu sterkt lið Finna að velli í undankeppni HM 2019 í körfubolta í Laugardalshöll. 23. febrúar 2018 22:30 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Fleiri fréttir Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Sjá meira
Íslendingar unnu Finna, 81-76, í undankeppni HM 2019 í kvöld og héldu þar með vonum sínum á lífi um sæti í lokakeppninni. Þetta var fyrsti sigur Íslands í undankeppninni og hann var kærkominn. Jón Arnór segir að liðsheildin, fyrst og fremst, hafi skapað sigurinn í kvöld. „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik í allan dag. Og ég hafði engar áhyggjur,“ sagði hann eftir leikinn í kvöld. „Fjórði leikhluti var frábær hjá okkur þar sem við stöðvuðum þá á lykilstundum í vörn og settum niður stór skot í sókninni. Þegar mest lá við þá gerðum við langflest rétt.“ Finnar komu sterkir til leiks í þriðja leikhluta og héldu sjálfsagt einhverjir að þeir væru á góðri leið með að gera út um leikinn. En Jón Arnór sagði að það hafi fyrst og fremst verið þeim sjálfum að kenna. „En þegar Martin fór svo af stað þá ræður enginn við hann. Hann gat sprengt þetta upp og þá fór að losna um aðra í kringum hann. Skotin fóru að detta, við náðum að vekja upp baráttuanda í okkar liði og þá fór þetta að ganga betur. Við fráköstuðum betur og stjórnuðum taktinum lengst af í fjórða leikhluta.“ Það var mikil gleði eins og gefur að skilja en Jón Arnór segir að það hafi ekki verið léttir að landa sigrinum í kvöld. „Það var einhver að tala um að það væri heldur neikvæð umræða í kringum landsliðið sem mér finnst hafa verið frekar fáránleg ef ég á að vera hreinskilinn. Það var bara sterkt að vinna í dag, þetta var kærkominn sigur en fyrst og fremst gleði að vinna hér fyrir framan fólkið okkar.“ Tryggvi Hlinason missti af leiknum í kvöld þar sem hann er veðurtepptur í Svíþjóð. En hann kemur til landsins á morgun og verður að nýta tímann vel fram að leiknum gegn Tékklandi á sunnudag. „Við getum unnið hvaða lið sem er í Höllinni,“ sagði Jón Arnór bjartsýnn. „Vonandi getum við nýtt Tryggva því hann mun nýtast okkur vel. Annars þurfum við bara að hvíla okkur vel og safna orku því það er mjög stutt á milli leikja. Það verður mjög gaman að mæta aftur á sunnudag.“
Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Finnland 81-76 | HM-draumurinn á lífi eftir frábæran sigur Íslendingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu sterkt lið Finna að velli í undankeppni HM 2019 í körfubolta í Laugardalshöll. 23. febrúar 2018 22:30 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Fleiri fréttir Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Finnland 81-76 | HM-draumurinn á lífi eftir frábæran sigur Íslendingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu sterkt lið Finna að velli í undankeppni HM 2019 í körfubolta í Laugardalshöll. 23. febrúar 2018 22:30
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum