Gul viðvörun fyrir allt landið: Færð gæti spillst frá hádegi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. febrúar 2018 11:30 Vindhviður við fjöll gætu farið yfir 40 metra á sekúndu í dag. Skjáskot/Veðurstofa Íslands Spáð er suðaustanstormi síðdegis og mikilli rigningu suðaustanlands. Vegagerðin varar við því að færð geti spillst frá hádegi og Veðurstofa Íslands hefur sett á gula viðvörun fyrir allt landið vegna veðurs í dag. Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við fréttastofu að stormurinn væri keimlíkur þeim sem gekk yfir landið á miðvikudag. Þessi sé þó aðeins hagstæðari. „Það verður heldur stífur vindur á laugardaginn en síðan eru ekki nein hvassviðri eða stormar í kortunum frá sunnudegi og langt fram í næstu viku. Það lítur allt miklu betur út.“Allt að 40 m/s við fjöllMisjafnt er eftir svæðum hvenær gula viðvörunin tekur gildi í dag en hún byrjar á Suðausturlandinu þar sem búist er við mjög hvassri suðaustanátt og mikilli rigningu. Hætt er við vatnavöxtum á svæðinu og eru auknar líkur á skriðuföllum. Gula viðvörunin er í gildi frá því klukkan 13 í dag þangað til klukkan 11 á morgun. Á Suðurlandi er gul viðvörun frá því klukkan 14 og spáir þar suðaustan 18 til 25 metrum á sekúndu og talsverðri rigningu. Ferðalangar eru beðnir að sýna aðgát. Á Faxaflóa er varað við svipuðu veðri frá klukkan 15 í dag og er sérstaklega varað við snörpum vindhviðum við fjöll. Á Miðhálendinu er spáð roki eða ofsaveðri, lélegu skyggni og slæmu ferðaveðri eftir klukkan 14.30. Á Vestfjörðum er gert ráð fyrir gulu ástandi og hríð frá því klukkan 15 og er spáð hvassri suðaustanátt með slyddu og snjókomu. Skyggni verður lélegt og akstursskilyrði erfið. Frá því klukkan 18 er gert ráð fyrir Suðaustan 18-25 m/s og talsverðri rigningu. Snarpar vindhviður verða við fjöll svo ferðalangar sýni aðgát. Á höfuðborgarsvæðinu er gul viðvörun frá klukkan 16 og er búist við suðaustan hvassviðri eða stormi og talsverðri rigningu. Fólk er beðið að hga að niðurföllum og lausum munum. Á Breiðafirði er gert ráð fyrir Suðaustan 20-25 m/s og talsverðri rigningu eftir klukkan 18 í dag. Gætu orðið mjög snarpar vindhviður á Snæfellsnesi og ferðalangar eru beðnir að sýna aðgát. Á Ströndum, á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra er gul viðvörun frá klukkan 18 og er spáð suðaustan 20 til 25 metrum á sekúndu. Á Ströndum og Norðurlandi vestra gætu vindhviður við fjöll farið yfir 40 metra á sekúndu. Fólk er beðið að huga að lausamunum á þessum svæðum og ferðalangar beðnir að sýna aðgát. Á Austfjörðum er einnig gul viðvörun frá klukkan 18, Suðaustan 15-23 m/s og talsverð rigning, hætt við vatnavöxtum og auknar líkur á skriðuföllum.Erfið akstursskilyrðiSamkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni má búast við því að færð geti spillst á milli 12 og 15 í dag á Hellisheiði, Þrengslum og Mosfellsheiði þar til hlýnar. Búast má við erfiðum akstursskilyrðum á fjallvegum á Vesturlandi og Vestfjörðum vegna flughálku þegar vindur vex seinnipartinn í dag og í kvöld. Eins og kom fram á Vísi í dag er útlit fyrir að lægðin verði orðin mjög myndarleg seinnipartinn í dag og verður þá kominn suðaustan stormur af hennar völdum á öllu landinu. „Með fylgir úrkoma, sums staðar sést slydda eða snjókoma í fyrstu, en megnið af úrkomunni sem fellur í dag verður rigning og verður hún í talsverðu magni sunnan- og vestanlands. Það hlýnar hjá okkur og í kvöld er útlit fyrir 5 til 10 stiga hita um allt land,“ samkvæmt veðurfræðingi Veðurstofunnar. Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru á suð-vestanverðu landinu. Þæfingsfærð er á Kjósarskarði og á Lyngdalsheiði. Á Vesturlandi og Vestfjörðum er snjóþekja, hálka eða hálkublettir. Á Vestfjörðum er víða snjóþekja eða hálka. Það er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum á Norðurlandi vestra. Á Norðaustur- og Austurlandi er víðast hvar greiðfært en hálkublettir yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Fagradal, og Fjarðarheiði. Einnig er greiðfært með suðausturströndinni að Skaftafelli en þar fyrir vestan eru hálkublettir eða krapi. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Göngumenn villtir í Reykjadal og bílar fastir á Mosfellsheiði Fjórir bílar voru fastir á Mosfellsheiði í nótt. 23. febrúar 2018 08:38 Lægðin orðin „mjög myndarleg“ eftir hádegi Gular viðvaranir taka gildi um allt land síðdegis í dag þegar suðaustanstormur gengur yfir landið. Það gengur í 18 til 25 m/s seinnipartinn með slyddu og síðar rigningu en búist er við talsverðru úrkoma sunnan- og vestanlands. 23. febrúar 2018 07:12 Síðasti stormurinn í bili væntanlegur eftir hádegi á morgun Gular viðvaranir taka gildi um allt land síðdegis á morgun þegar suðaustanstormur gengur yfir landið. 22. febrúar 2018 22:39 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Sjá meira
Spáð er suðaustanstormi síðdegis og mikilli rigningu suðaustanlands. Vegagerðin varar við því að færð geti spillst frá hádegi og Veðurstofa Íslands hefur sett á gula viðvörun fyrir allt landið vegna veðurs í dag. Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við fréttastofu að stormurinn væri keimlíkur þeim sem gekk yfir landið á miðvikudag. Þessi sé þó aðeins hagstæðari. „Það verður heldur stífur vindur á laugardaginn en síðan eru ekki nein hvassviðri eða stormar í kortunum frá sunnudegi og langt fram í næstu viku. Það lítur allt miklu betur út.“Allt að 40 m/s við fjöllMisjafnt er eftir svæðum hvenær gula viðvörunin tekur gildi í dag en hún byrjar á Suðausturlandinu þar sem búist er við mjög hvassri suðaustanátt og mikilli rigningu. Hætt er við vatnavöxtum á svæðinu og eru auknar líkur á skriðuföllum. Gula viðvörunin er í gildi frá því klukkan 13 í dag þangað til klukkan 11 á morgun. Á Suðurlandi er gul viðvörun frá því klukkan 14 og spáir þar suðaustan 18 til 25 metrum á sekúndu og talsverðri rigningu. Ferðalangar eru beðnir að sýna aðgát. Á Faxaflóa er varað við svipuðu veðri frá klukkan 15 í dag og er sérstaklega varað við snörpum vindhviðum við fjöll. Á Miðhálendinu er spáð roki eða ofsaveðri, lélegu skyggni og slæmu ferðaveðri eftir klukkan 14.30. Á Vestfjörðum er gert ráð fyrir gulu ástandi og hríð frá því klukkan 15 og er spáð hvassri suðaustanátt með slyddu og snjókomu. Skyggni verður lélegt og akstursskilyrði erfið. Frá því klukkan 18 er gert ráð fyrir Suðaustan 18-25 m/s og talsverðri rigningu. Snarpar vindhviður verða við fjöll svo ferðalangar sýni aðgát. Á höfuðborgarsvæðinu er gul viðvörun frá klukkan 16 og er búist við suðaustan hvassviðri eða stormi og talsverðri rigningu. Fólk er beðið að hga að niðurföllum og lausum munum. Á Breiðafirði er gert ráð fyrir Suðaustan 20-25 m/s og talsverðri rigningu eftir klukkan 18 í dag. Gætu orðið mjög snarpar vindhviður á Snæfellsnesi og ferðalangar eru beðnir að sýna aðgát. Á Ströndum, á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra er gul viðvörun frá klukkan 18 og er spáð suðaustan 20 til 25 metrum á sekúndu. Á Ströndum og Norðurlandi vestra gætu vindhviður við fjöll farið yfir 40 metra á sekúndu. Fólk er beðið að huga að lausamunum á þessum svæðum og ferðalangar beðnir að sýna aðgát. Á Austfjörðum er einnig gul viðvörun frá klukkan 18, Suðaustan 15-23 m/s og talsverð rigning, hætt við vatnavöxtum og auknar líkur á skriðuföllum.Erfið akstursskilyrðiSamkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni má búast við því að færð geti spillst á milli 12 og 15 í dag á Hellisheiði, Þrengslum og Mosfellsheiði þar til hlýnar. Búast má við erfiðum akstursskilyrðum á fjallvegum á Vesturlandi og Vestfjörðum vegna flughálku þegar vindur vex seinnipartinn í dag og í kvöld. Eins og kom fram á Vísi í dag er útlit fyrir að lægðin verði orðin mjög myndarleg seinnipartinn í dag og verður þá kominn suðaustan stormur af hennar völdum á öllu landinu. „Með fylgir úrkoma, sums staðar sést slydda eða snjókoma í fyrstu, en megnið af úrkomunni sem fellur í dag verður rigning og verður hún í talsverðu magni sunnan- og vestanlands. Það hlýnar hjá okkur og í kvöld er útlit fyrir 5 til 10 stiga hita um allt land,“ samkvæmt veðurfræðingi Veðurstofunnar. Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru á suð-vestanverðu landinu. Þæfingsfærð er á Kjósarskarði og á Lyngdalsheiði. Á Vesturlandi og Vestfjörðum er snjóþekja, hálka eða hálkublettir. Á Vestfjörðum er víða snjóþekja eða hálka. Það er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum á Norðurlandi vestra. Á Norðaustur- og Austurlandi er víðast hvar greiðfært en hálkublettir yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Fagradal, og Fjarðarheiði. Einnig er greiðfært með suðausturströndinni að Skaftafelli en þar fyrir vestan eru hálkublettir eða krapi.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Göngumenn villtir í Reykjadal og bílar fastir á Mosfellsheiði Fjórir bílar voru fastir á Mosfellsheiði í nótt. 23. febrúar 2018 08:38 Lægðin orðin „mjög myndarleg“ eftir hádegi Gular viðvaranir taka gildi um allt land síðdegis í dag þegar suðaustanstormur gengur yfir landið. Það gengur í 18 til 25 m/s seinnipartinn með slyddu og síðar rigningu en búist er við talsverðru úrkoma sunnan- og vestanlands. 23. febrúar 2018 07:12 Síðasti stormurinn í bili væntanlegur eftir hádegi á morgun Gular viðvaranir taka gildi um allt land síðdegis á morgun þegar suðaustanstormur gengur yfir landið. 22. febrúar 2018 22:39 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Sjá meira
Göngumenn villtir í Reykjadal og bílar fastir á Mosfellsheiði Fjórir bílar voru fastir á Mosfellsheiði í nótt. 23. febrúar 2018 08:38
Lægðin orðin „mjög myndarleg“ eftir hádegi Gular viðvaranir taka gildi um allt land síðdegis í dag þegar suðaustanstormur gengur yfir landið. Það gengur í 18 til 25 m/s seinnipartinn með slyddu og síðar rigningu en búist er við talsverðru úrkoma sunnan- og vestanlands. 23. febrúar 2018 07:12
Síðasti stormurinn í bili væntanlegur eftir hádegi á morgun Gular viðvaranir taka gildi um allt land síðdegis á morgun þegar suðaustanstormur gengur yfir landið. 22. febrúar 2018 22:39
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent