Viðreisn leitar að forystukonu fyrir framboð sitt í Reykjavíkurborg Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. febrúar 2018 07:00 Fylla þarf 23 sæti í Ráðhúsi Reykjavíkur í vor. Stjórnmálaflokkarnir eru að manna lista sína. VÍSIR/STEFÁN Forystumenn í Viðreisn leita þessa dagana að konu til að vera í forystu fyrir framboð flokksins í Reykjavík. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er meðal annars horft til Jarþrúðar Ásmundsdóttur og Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur. Flokkurinn hefur ákveðið að hafa þann háttinn á að auglýsa eftir einstaklingum sem vilja taka þátt í framboðum flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Forystufólk úr flokknum hefur síðan haft samband við valda einstaklinga og hvatt þá til að gefa kost á sér. Búist er við því að fyrrverandi þingmaður flokksins, Pawel Bartoszek, verði efsti karlmaðurinn á listanum og verði þá annaðhvort í fyrsta eða öðru sætinu. Pawel staðfesti í gær að hann hygðist sækjast eftir sæti ofarlega á lista Viðreisnar fyrir kosningarnar.„Það brennur á mér að gera Reykjavík að enn þá betri borg,“ segir Pawel um framboð sitt. „Ég vil sjá til þess að hér verði gott skólakerfi, frábærar og fjölbreyttar samgöngur og atvinnulíf sem fær allt þetta frábæra fólk í þessum heimi, Íslendinga sem og aðra, til þess að vilja búa hér.“Sjá einnig: Pawel fer fram í borginni Bæði Jarþrúður og Þórdís Lóa hafa verið hvattar til að gefa kost á sér. Jarþrúður hefur áralanga reynslu af trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn en gekk svo til liðs við Viðreisn í aðdraganda síðustu kosninga og tók 4. sæti á lista í Reykjavík norður. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir hefur hins vegar áratugalanga reynslu af störfum hjá Reykjavíkurborg. Hún var meðal annars framkvæmdastjóri þjónustusviðs Reykjavíkur, auk þess að hafa verið formaður Félags kvenna í atvinnulífinu um árabil.Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að lögfræðingurinn Hildur Björnsdóttir hafi verið hvött til að gefa kost á sér í framboð fyrir Viðreisn. Formaður flokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hafi meðal annars átt persónuleg samtöl við Hildi um slíkt. Hildur ákvað hins vegar að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins þegar það bauðst. Þá hefur einnig verið rætt við Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur. Hún bauð sig fram í kosningum til Alþingis á lista Viðreisnar bæði í kosningunum 2016 og 2017, en náði ekki kjöri. Þorbjörg var aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar, fyrrverandi félagsmálaráðherra. Eftir kosningar 2017 var hún settur saksóknari hjá Ríkissaksóknara, en þar hafði hún starfað áður. Hún mun ekki sækjast eftir sæti á listanum fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Ingvar Mar leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavík Framsókn kynnir efstu sex sætin í borginni. 22. febrúar 2018 21:11 Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17 Pawel fer fram í borginni Pawel Bartoszek sækist eftir sæti á lista Viðreisnar. 22. febrúar 2018 14:29 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Forystumenn í Viðreisn leita þessa dagana að konu til að vera í forystu fyrir framboð flokksins í Reykjavík. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er meðal annars horft til Jarþrúðar Ásmundsdóttur og Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur. Flokkurinn hefur ákveðið að hafa þann háttinn á að auglýsa eftir einstaklingum sem vilja taka þátt í framboðum flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Forystufólk úr flokknum hefur síðan haft samband við valda einstaklinga og hvatt þá til að gefa kost á sér. Búist er við því að fyrrverandi þingmaður flokksins, Pawel Bartoszek, verði efsti karlmaðurinn á listanum og verði þá annaðhvort í fyrsta eða öðru sætinu. Pawel staðfesti í gær að hann hygðist sækjast eftir sæti ofarlega á lista Viðreisnar fyrir kosningarnar.„Það brennur á mér að gera Reykjavík að enn þá betri borg,“ segir Pawel um framboð sitt. „Ég vil sjá til þess að hér verði gott skólakerfi, frábærar og fjölbreyttar samgöngur og atvinnulíf sem fær allt þetta frábæra fólk í þessum heimi, Íslendinga sem og aðra, til þess að vilja búa hér.“Sjá einnig: Pawel fer fram í borginni Bæði Jarþrúður og Þórdís Lóa hafa verið hvattar til að gefa kost á sér. Jarþrúður hefur áralanga reynslu af trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn en gekk svo til liðs við Viðreisn í aðdraganda síðustu kosninga og tók 4. sæti á lista í Reykjavík norður. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir hefur hins vegar áratugalanga reynslu af störfum hjá Reykjavíkurborg. Hún var meðal annars framkvæmdastjóri þjónustusviðs Reykjavíkur, auk þess að hafa verið formaður Félags kvenna í atvinnulífinu um árabil.Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að lögfræðingurinn Hildur Björnsdóttir hafi verið hvött til að gefa kost á sér í framboð fyrir Viðreisn. Formaður flokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hafi meðal annars átt persónuleg samtöl við Hildi um slíkt. Hildur ákvað hins vegar að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins þegar það bauðst. Þá hefur einnig verið rætt við Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur. Hún bauð sig fram í kosningum til Alþingis á lista Viðreisnar bæði í kosningunum 2016 og 2017, en náði ekki kjöri. Þorbjörg var aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar, fyrrverandi félagsmálaráðherra. Eftir kosningar 2017 var hún settur saksóknari hjá Ríkissaksóknara, en þar hafði hún starfað áður. Hún mun ekki sækjast eftir sæti á listanum fyrir borgarstjórnarkosningarnar.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Ingvar Mar leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavík Framsókn kynnir efstu sex sætin í borginni. 22. febrúar 2018 21:11 Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17 Pawel fer fram í borginni Pawel Bartoszek sækist eftir sæti á lista Viðreisnar. 22. febrúar 2018 14:29 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Ingvar Mar leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavík Framsókn kynnir efstu sex sætin í borginni. 22. febrúar 2018 21:11
Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17
Pawel fer fram í borginni Pawel Bartoszek sækist eftir sæti á lista Viðreisnar. 22. febrúar 2018 14:29
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent