Viðreisn leitar að forystukonu fyrir framboð sitt í Reykjavíkurborg Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. febrúar 2018 07:00 Fylla þarf 23 sæti í Ráðhúsi Reykjavíkur í vor. Stjórnmálaflokkarnir eru að manna lista sína. VÍSIR/STEFÁN Forystumenn í Viðreisn leita þessa dagana að konu til að vera í forystu fyrir framboð flokksins í Reykjavík. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er meðal annars horft til Jarþrúðar Ásmundsdóttur og Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur. Flokkurinn hefur ákveðið að hafa þann háttinn á að auglýsa eftir einstaklingum sem vilja taka þátt í framboðum flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Forystufólk úr flokknum hefur síðan haft samband við valda einstaklinga og hvatt þá til að gefa kost á sér. Búist er við því að fyrrverandi þingmaður flokksins, Pawel Bartoszek, verði efsti karlmaðurinn á listanum og verði þá annaðhvort í fyrsta eða öðru sætinu. Pawel staðfesti í gær að hann hygðist sækjast eftir sæti ofarlega á lista Viðreisnar fyrir kosningarnar.„Það brennur á mér að gera Reykjavík að enn þá betri borg,“ segir Pawel um framboð sitt. „Ég vil sjá til þess að hér verði gott skólakerfi, frábærar og fjölbreyttar samgöngur og atvinnulíf sem fær allt þetta frábæra fólk í þessum heimi, Íslendinga sem og aðra, til þess að vilja búa hér.“Sjá einnig: Pawel fer fram í borginni Bæði Jarþrúður og Þórdís Lóa hafa verið hvattar til að gefa kost á sér. Jarþrúður hefur áralanga reynslu af trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn en gekk svo til liðs við Viðreisn í aðdraganda síðustu kosninga og tók 4. sæti á lista í Reykjavík norður. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir hefur hins vegar áratugalanga reynslu af störfum hjá Reykjavíkurborg. Hún var meðal annars framkvæmdastjóri þjónustusviðs Reykjavíkur, auk þess að hafa verið formaður Félags kvenna í atvinnulífinu um árabil.Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að lögfræðingurinn Hildur Björnsdóttir hafi verið hvött til að gefa kost á sér í framboð fyrir Viðreisn. Formaður flokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hafi meðal annars átt persónuleg samtöl við Hildi um slíkt. Hildur ákvað hins vegar að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins þegar það bauðst. Þá hefur einnig verið rætt við Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur. Hún bauð sig fram í kosningum til Alþingis á lista Viðreisnar bæði í kosningunum 2016 og 2017, en náði ekki kjöri. Þorbjörg var aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar, fyrrverandi félagsmálaráðherra. Eftir kosningar 2017 var hún settur saksóknari hjá Ríkissaksóknara, en þar hafði hún starfað áður. Hún mun ekki sækjast eftir sæti á listanum fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Ingvar Mar leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavík Framsókn kynnir efstu sex sætin í borginni. 22. febrúar 2018 21:11 Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17 Pawel fer fram í borginni Pawel Bartoszek sækist eftir sæti á lista Viðreisnar. 22. febrúar 2018 14:29 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Forystumenn í Viðreisn leita þessa dagana að konu til að vera í forystu fyrir framboð flokksins í Reykjavík. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er meðal annars horft til Jarþrúðar Ásmundsdóttur og Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur. Flokkurinn hefur ákveðið að hafa þann háttinn á að auglýsa eftir einstaklingum sem vilja taka þátt í framboðum flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Forystufólk úr flokknum hefur síðan haft samband við valda einstaklinga og hvatt þá til að gefa kost á sér. Búist er við því að fyrrverandi þingmaður flokksins, Pawel Bartoszek, verði efsti karlmaðurinn á listanum og verði þá annaðhvort í fyrsta eða öðru sætinu. Pawel staðfesti í gær að hann hygðist sækjast eftir sæti ofarlega á lista Viðreisnar fyrir kosningarnar.„Það brennur á mér að gera Reykjavík að enn þá betri borg,“ segir Pawel um framboð sitt. „Ég vil sjá til þess að hér verði gott skólakerfi, frábærar og fjölbreyttar samgöngur og atvinnulíf sem fær allt þetta frábæra fólk í þessum heimi, Íslendinga sem og aðra, til þess að vilja búa hér.“Sjá einnig: Pawel fer fram í borginni Bæði Jarþrúður og Þórdís Lóa hafa verið hvattar til að gefa kost á sér. Jarþrúður hefur áralanga reynslu af trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn en gekk svo til liðs við Viðreisn í aðdraganda síðustu kosninga og tók 4. sæti á lista í Reykjavík norður. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir hefur hins vegar áratugalanga reynslu af störfum hjá Reykjavíkurborg. Hún var meðal annars framkvæmdastjóri þjónustusviðs Reykjavíkur, auk þess að hafa verið formaður Félags kvenna í atvinnulífinu um árabil.Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að lögfræðingurinn Hildur Björnsdóttir hafi verið hvött til að gefa kost á sér í framboð fyrir Viðreisn. Formaður flokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hafi meðal annars átt persónuleg samtöl við Hildi um slíkt. Hildur ákvað hins vegar að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins þegar það bauðst. Þá hefur einnig verið rætt við Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur. Hún bauð sig fram í kosningum til Alþingis á lista Viðreisnar bæði í kosningunum 2016 og 2017, en náði ekki kjöri. Þorbjörg var aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar, fyrrverandi félagsmálaráðherra. Eftir kosningar 2017 var hún settur saksóknari hjá Ríkissaksóknara, en þar hafði hún starfað áður. Hún mun ekki sækjast eftir sæti á listanum fyrir borgarstjórnarkosningarnar.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Ingvar Mar leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavík Framsókn kynnir efstu sex sætin í borginni. 22. febrúar 2018 21:11 Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17 Pawel fer fram í borginni Pawel Bartoszek sækist eftir sæti á lista Viðreisnar. 22. febrúar 2018 14:29 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Ingvar Mar leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavík Framsókn kynnir efstu sex sætin í borginni. 22. febrúar 2018 21:11
Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17
Pawel fer fram í borginni Pawel Bartoszek sækist eftir sæti á lista Viðreisnar. 22. febrúar 2018 14:29