Skjálfti að stærð 3,6 í Öxarfirði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 09:53 Staðsetnings skjálftans er merkt með grænni stjörnu. Stöðug skjálftahrina hefur verið í kringum Grímsey síðustu daga. Skjálfti að stærð 3,6 varð úti á Öxarfirði í morgun klukkan 07:34, um 15 kílómetra vestsuðvestur af Kópaskeri. Minni skjálftar hafa orðið í kjölfarið á svæðinu. Skjálftinn fannst í Skíðadal, nærri Dalvík, í um 90 kílómetra fjarlægð. Líkt og hrinan sem staðið hefur yfir við Grímsey, er skjálftavirknin í Öxarfirði staðsett á Grímseyjarbeltinu. „Hann var að stærðinni 3,6. Það hafa verið eftirskjálftar en ekki stórir. Það voru tveir litlir forskjálftar og svo hefur verið stöðug eftirskjálftavirkni,“ segir Sigurlaug Hjaltadóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Það hafa orðið stórir skjálftar á þessu svæði, árið 1976 varð skjálfti að stærðinni 6,4 í kjölfar Kröfluelda. „Það er ólíklegt að við séum að fá stóran skjálfta þar aftur.“ Sigurlaug segir að hrinan sé ekki jafn áköf og hrinan við Grímsey. „Það getur vel verið að hrinan í Grímsey hafi hrundið af stað þessari en ég get ekki fullyrt það, en það er alveg líklegt.“ Mikil skjálftavirkni var norðaustur af Grímsey í nótt, en engin skjálftanna náði þó þriggja stiga styrkleika. Vitað er um eldvirkni á upptakasvæðinu, sem er aðeins tíu til 15 kílómetra norðaustur af eynni en vísindamenn hafa ekki séð vísbendingar um kvikuhlaup, sem gæti verið undanfari eldgoss. „Hrinan í Grímsey stendur enn yfir en hún er ekki jafn áköf og eftir stóra skjálftann eða í kringum hann. Það verða ennþá fjöldi skjálfta þar á dag,“ segir Sigurlaug. Búist er við stórum skjálfta við Grímsey en erfitt er að spá fyrir um hvenær hann verður. „Því miður er ekki hægt að segja til um það. Skjálftasagan er ekki svo vel þekkt þar sem þetta er svo fjarri landi. Þannig að við verðum bara að bíða og sjá.“ Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ragnar róar Húsvíkinga, stór skjálfti ekki líklegur Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur litla hættu á að hrinan við Grímsey leiði til stórs skjálfta nærri Húsavík. Þó megi búast við allt að 6,5 stiga skjálfta milli Grímseyjar og lands. 20. febrúar 2018 19:45 Íbúarnir við öllu búnir þó að skjálftahrinan virðist vera í rénun Jarðskjálftahrinan úti fyrir Grímsey virðist vera í rénun. Íbúar í eynni eru þó við öllu búnir enda þekkt að stærri skjálftar geti orðið á þessu svæði. 20. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Skjálfti að stærð 3,6 varð úti á Öxarfirði í morgun klukkan 07:34, um 15 kílómetra vestsuðvestur af Kópaskeri. Minni skjálftar hafa orðið í kjölfarið á svæðinu. Skjálftinn fannst í Skíðadal, nærri Dalvík, í um 90 kílómetra fjarlægð. Líkt og hrinan sem staðið hefur yfir við Grímsey, er skjálftavirknin í Öxarfirði staðsett á Grímseyjarbeltinu. „Hann var að stærðinni 3,6. Það hafa verið eftirskjálftar en ekki stórir. Það voru tveir litlir forskjálftar og svo hefur verið stöðug eftirskjálftavirkni,“ segir Sigurlaug Hjaltadóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Það hafa orðið stórir skjálftar á þessu svæði, árið 1976 varð skjálfti að stærðinni 6,4 í kjölfar Kröfluelda. „Það er ólíklegt að við séum að fá stóran skjálfta þar aftur.“ Sigurlaug segir að hrinan sé ekki jafn áköf og hrinan við Grímsey. „Það getur vel verið að hrinan í Grímsey hafi hrundið af stað þessari en ég get ekki fullyrt það, en það er alveg líklegt.“ Mikil skjálftavirkni var norðaustur af Grímsey í nótt, en engin skjálftanna náði þó þriggja stiga styrkleika. Vitað er um eldvirkni á upptakasvæðinu, sem er aðeins tíu til 15 kílómetra norðaustur af eynni en vísindamenn hafa ekki séð vísbendingar um kvikuhlaup, sem gæti verið undanfari eldgoss. „Hrinan í Grímsey stendur enn yfir en hún er ekki jafn áköf og eftir stóra skjálftann eða í kringum hann. Það verða ennþá fjöldi skjálfta þar á dag,“ segir Sigurlaug. Búist er við stórum skjálfta við Grímsey en erfitt er að spá fyrir um hvenær hann verður. „Því miður er ekki hægt að segja til um það. Skjálftasagan er ekki svo vel þekkt þar sem þetta er svo fjarri landi. Þannig að við verðum bara að bíða og sjá.“
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ragnar róar Húsvíkinga, stór skjálfti ekki líklegur Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur litla hættu á að hrinan við Grímsey leiði til stórs skjálfta nærri Húsavík. Þó megi búast við allt að 6,5 stiga skjálfta milli Grímseyjar og lands. 20. febrúar 2018 19:45 Íbúarnir við öllu búnir þó að skjálftahrinan virðist vera í rénun Jarðskjálftahrinan úti fyrir Grímsey virðist vera í rénun. Íbúar í eynni eru þó við öllu búnir enda þekkt að stærri skjálftar geti orðið á þessu svæði. 20. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Ragnar róar Húsvíkinga, stór skjálfti ekki líklegur Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur litla hættu á að hrinan við Grímsey leiði til stórs skjálfta nærri Húsavík. Þó megi búast við allt að 6,5 stiga skjálfta milli Grímseyjar og lands. 20. febrúar 2018 19:45
Íbúarnir við öllu búnir þó að skjálftahrinan virðist vera í rénun Jarðskjálftahrinan úti fyrir Grímsey virðist vera í rénun. Íbúar í eynni eru þó við öllu búnir enda þekkt að stærri skjálftar geti orðið á þessu svæði. 20. febrúar 2018 21:00