Trúa ekki dauðadómi yfir veggjatítluhúsi í Firðinum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. febrúar 2018 08:00 Hjónin Ingvar Ari Arason og Anna Gyða Pétursdóttir með yngsta barn sitt við húsið sem reyndist martröð sem ekki sér fyrir endann á. Vísir/Vilhelm Teikningar að húsi sem byggja átti í stað húss sem undirlagt er veggjatítlum í Hafnarfirði fást ekki samþykktar hjá bæjaryfirvöldum sem draga í efa mat sem eigendur létu gera á ástandi hússins. Húsið á Austurgötu 36 var dæmt ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítlu og myglu. Var það gert eftir ástandsskoðun fyrirtækisins Verksýnar sem unnin var fyrir eigendur hússins. Þeir óskuðu eftir að fá að rífa húsið og reisa þar nýtt og stærra hús sem í umsókn um breytingu á deiliskipulagi er sagt eiga að samræmast umhverfi á sem bestan hátt. Núverandi hús er úr timbri, járnklætt og stendur á steinkjallara. Það var byggt árið 1904 og því friðað en Minjastofnun féllst á ósk eigandans í júlí í fyrra og afnam friðunina. Minjastofnun kvaðst ekki gera athugasemdir við að húsið yrði rifið. Í umsögn skipulagssviðs Hafnarfjarðar um umsókn húseigendanna kemur enn fremur fram að athugasemdir hafi borist frá fjórum aðilum þegar breytingin var auglýst. Var það frá Byggðasafni Hafnarfjarðar og úr þremur nærliggjandi húsum. Tekið er undir flestar þessar ábendingar í umsögninni. Þær lúta meðal annars að fyrirferð nýja hússins, byggingarefni og útliti. Eigendur Austurgötu 36 berjast enn fyrir því að fá að reisa nýtt og stærra hús í stað þess sem ónýtt er.Vísir/ernirVilja eins hús á reitinn Bæjarminjavörður lagði til að allra leiða yrði „leitað til að vernda viðkomandi hús og gera það upp í upprunalegri mynd og ef það er ekki gerlegt verði krafa um það í nýju deiliskipulagi að sams konar hús og nú stendur á lóðinni verði byggt þar og tryggt að um verði að ræða bárujárnsklætt timburhús, sem ekki muni á nokkurn hátt raska þeirri götumynd sem ákveðið hefur verið að varðveita við Austurgötuna og vernda þannig þann menningarsögulega arf fyrir komandi kynslóð,“ eins og segir á athugasemd hans. „Í álitsgerð Minjastofnunar og rökstuðningi fyrir afnámi friðunar hússins kemur fram að byggt er á gögnum um ástand hússins, sem unnin eru fyrir lóðarhafa,“ bendir skipulagssviðið á. Mælt sé með að fengið verði álit fleiri og óháðra ráðgjafa á því hvort húsið teljist ónýtt, eða hvort það sé viðgerðarhæft. „Ef ekki verður unnt að gera við húsið og færa það í upprunalegt horf, verði lögð áhersla á að í hönnun hússins verði stuðst við mælikvarða og hlutföll núverandi húss og byggðarinnar í kring, það verði áréttað í skilmálum deiliskipulagsins,“ segir skipulagssviðið. Vegghæð að götu verði óbreytt og byggingarreitur við húsið verði færður í fyrra horf vegna aukins skuggavarps. Þá kemur fram að í gangi er dómsmál þar sem eigendur hússins stefndu fyrri eigendum vegna falins galla á húsinu. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það var fimm manna fjölskyldu í Hafnarfirði áfall þegar ljóst varð að heimili hennar væri ónýtt eftir veggjatítlur og myglu. Þau vildu rífa húsið og byggja nýtt en þar hófst barátta þeirra fyrir alvöru. 3. október 2017 06:00 Nágrannar á móti nýbyggingu í stað veggjatítluhúss Þrjár athugasemdir bárust um nýtt deiliskipulag vegna Austurgötu 36 í Hafnarfirði. Húsið var dæmt ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítlu og myglu. Nágrannar óttast skuggavarp og eignatjón. 11. janúar 2018 08:00 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Sjá meira
Teikningar að húsi sem byggja átti í stað húss sem undirlagt er veggjatítlum í Hafnarfirði fást ekki samþykktar hjá bæjaryfirvöldum sem draga í efa mat sem eigendur létu gera á ástandi hússins. Húsið á Austurgötu 36 var dæmt ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítlu og myglu. Var það gert eftir ástandsskoðun fyrirtækisins Verksýnar sem unnin var fyrir eigendur hússins. Þeir óskuðu eftir að fá að rífa húsið og reisa þar nýtt og stærra hús sem í umsókn um breytingu á deiliskipulagi er sagt eiga að samræmast umhverfi á sem bestan hátt. Núverandi hús er úr timbri, járnklætt og stendur á steinkjallara. Það var byggt árið 1904 og því friðað en Minjastofnun féllst á ósk eigandans í júlí í fyrra og afnam friðunina. Minjastofnun kvaðst ekki gera athugasemdir við að húsið yrði rifið. Í umsögn skipulagssviðs Hafnarfjarðar um umsókn húseigendanna kemur enn fremur fram að athugasemdir hafi borist frá fjórum aðilum þegar breytingin var auglýst. Var það frá Byggðasafni Hafnarfjarðar og úr þremur nærliggjandi húsum. Tekið er undir flestar þessar ábendingar í umsögninni. Þær lúta meðal annars að fyrirferð nýja hússins, byggingarefni og útliti. Eigendur Austurgötu 36 berjast enn fyrir því að fá að reisa nýtt og stærra hús í stað þess sem ónýtt er.Vísir/ernirVilja eins hús á reitinn Bæjarminjavörður lagði til að allra leiða yrði „leitað til að vernda viðkomandi hús og gera það upp í upprunalegri mynd og ef það er ekki gerlegt verði krafa um það í nýju deiliskipulagi að sams konar hús og nú stendur á lóðinni verði byggt þar og tryggt að um verði að ræða bárujárnsklætt timburhús, sem ekki muni á nokkurn hátt raska þeirri götumynd sem ákveðið hefur verið að varðveita við Austurgötuna og vernda þannig þann menningarsögulega arf fyrir komandi kynslóð,“ eins og segir á athugasemd hans. „Í álitsgerð Minjastofnunar og rökstuðningi fyrir afnámi friðunar hússins kemur fram að byggt er á gögnum um ástand hússins, sem unnin eru fyrir lóðarhafa,“ bendir skipulagssviðið á. Mælt sé með að fengið verði álit fleiri og óháðra ráðgjafa á því hvort húsið teljist ónýtt, eða hvort það sé viðgerðarhæft. „Ef ekki verður unnt að gera við húsið og færa það í upprunalegt horf, verði lögð áhersla á að í hönnun hússins verði stuðst við mælikvarða og hlutföll núverandi húss og byggðarinnar í kring, það verði áréttað í skilmálum deiliskipulagsins,“ segir skipulagssviðið. Vegghæð að götu verði óbreytt og byggingarreitur við húsið verði færður í fyrra horf vegna aukins skuggavarps. Þá kemur fram að í gangi er dómsmál þar sem eigendur hússins stefndu fyrri eigendum vegna falins galla á húsinu.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það var fimm manna fjölskyldu í Hafnarfirði áfall þegar ljóst varð að heimili hennar væri ónýtt eftir veggjatítlur og myglu. Þau vildu rífa húsið og byggja nýtt en þar hófst barátta þeirra fyrir alvöru. 3. október 2017 06:00 Nágrannar á móti nýbyggingu í stað veggjatítluhúss Þrjár athugasemdir bárust um nýtt deiliskipulag vegna Austurgötu 36 í Hafnarfirði. Húsið var dæmt ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítlu og myglu. Nágrannar óttast skuggavarp og eignatjón. 11. janúar 2018 08:00 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Sjá meira
Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það var fimm manna fjölskyldu í Hafnarfirði áfall þegar ljóst varð að heimili hennar væri ónýtt eftir veggjatítlur og myglu. Þau vildu rífa húsið og byggja nýtt en þar hófst barátta þeirra fyrir alvöru. 3. október 2017 06:00
Nágrannar á móti nýbyggingu í stað veggjatítluhúss Þrjár athugasemdir bárust um nýtt deiliskipulag vegna Austurgötu 36 í Hafnarfirði. Húsið var dæmt ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítlu og myglu. Nágrannar óttast skuggavarp og eignatjón. 11. janúar 2018 08:00