Kjarasamningar hundrað þúsund manns gætu runnið út eftir viku Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2018 19:15 Forsendur kjarasamninga um hundrað þúsund karla og kvenna eru brostnar að mati Alþýðusambandsins og að óbreyttu kann þeim að verða sagt upp eftir viku. Forsendunefnd sambandsins og Samtaka atvinnulífsins er þó enn að störfum næstu vikuna þar til formenn aðildarfélaga ASÍ koma saman og ákveða hvort samningum verði sagt upp. Fyrir ári var hægt að virkja uppsagnarákvæði kjarasamninga á almennum markaði en þá voru bæði Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandsins sammála um að forsendur samninga væri brostnar. Þá náðist hins vegar samkomulag um tilteknar breytingar á samningum og ákveðið var bíða með möglega uppsögn samninga þar til uppsagnarákvæði yrði virkt á ný um næstu mánaðamót. Eftir miðstjórnarfund í dag segir í ályktun að þá sé mat ASÍ, að óbreyttu, að forsendur um að launastefna kjarasamninganna hafi verið stefnumarkandi hafi ekki gengið eftir. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að því sé heimild til uppsagnar þeirra fyrir lok febrúar enn í gildi. „Við erum að boða formannafund í næstu viku vegna þess að við viljum ráða ráðum með okkar félögum. Handhafar þessa kjarasamnings eru formenn aðildarfélaga Alþýðusambandsins. Við vildum þá koma því á framfæri að það er mat okkar, Alþýðusambandsins, að það sé forsendubrestur og þess vegna sé einhver vá fyrir dyrum,“ segir Gylfi. Það má því segja að Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld hafi sjö daga til að ná saman um hvernig taka eigi á málum með Alþýðusambandinu, ella losna samningar um hundrað þúsund karla og kvenna í aðildarfélögum ASÍ klukkan fjögur á miðvikudag í næstu viku.Hvað gerast þeir hlutir hratt, hvenær yrðu samningar þá formlega lausir? „Í þessari lotu yrðu þeir þá lausir daginn eftir. Launahækkun sem ætti að koma 1. maí kæmi þá ekki. En samningar væru þá lausir til viðbragða. Þá hafa okkar aðildarfélög samningsrétt til að krefjast nýrra kjarasamninga og hefja nýja lotu,“ segir forseti ASÍ. Það sé hins vegar ekki tímabært að ræða hvort uppsögn samninga leiði síðan til aðgerða að hálfu verkalýðsfélaganna. Fyrst þurfi að fjalla um framtíð gildandi samnings. „Afstaða til þess verður þá tekinn á miðvikudaginn í næstu viku. Meðal annars á grundvelli þá hugsanlegra viðbragða hvort sem er atvinnurekenda eða hugsanlega stjórnvalda. Til þess höfum við þá næstu viku til að ráða ráðum okkar og eiga þá samtöl við þessa aðila,“ segir Gylfi. Hins vegar sé fastar þrýst á það nú en fyrir ári að segja samningunum upp. Ég held að það fari ekki framhjá neinum að það sé meira ósætti og ólga innan okkar hreyfingar um þennan kjarasamning og stöðuna en var þá. Það þarf ekki endilega að fela í sér að menn vilji segja samningunum upp. Það þarf bara að koma í ljós, meðal annars á grundvelli þess hvað menn eru tilbúnir að gera,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Kjaramál Tengdar fréttir ASÍ segir forsendur kjarasamninga brostnar Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandi en þar segir að samkvæmt ákvæði í samningunum koma þeir til endurskoðunar fyrir lok þessa mánaðar. 21. febrúar 2018 14:16 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira
Forsendur kjarasamninga um hundrað þúsund karla og kvenna eru brostnar að mati Alþýðusambandsins og að óbreyttu kann þeim að verða sagt upp eftir viku. Forsendunefnd sambandsins og Samtaka atvinnulífsins er þó enn að störfum næstu vikuna þar til formenn aðildarfélaga ASÍ koma saman og ákveða hvort samningum verði sagt upp. Fyrir ári var hægt að virkja uppsagnarákvæði kjarasamninga á almennum markaði en þá voru bæði Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandsins sammála um að forsendur samninga væri brostnar. Þá náðist hins vegar samkomulag um tilteknar breytingar á samningum og ákveðið var bíða með möglega uppsögn samninga þar til uppsagnarákvæði yrði virkt á ný um næstu mánaðamót. Eftir miðstjórnarfund í dag segir í ályktun að þá sé mat ASÍ, að óbreyttu, að forsendur um að launastefna kjarasamninganna hafi verið stefnumarkandi hafi ekki gengið eftir. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að því sé heimild til uppsagnar þeirra fyrir lok febrúar enn í gildi. „Við erum að boða formannafund í næstu viku vegna þess að við viljum ráða ráðum með okkar félögum. Handhafar þessa kjarasamnings eru formenn aðildarfélaga Alþýðusambandsins. Við vildum þá koma því á framfæri að það er mat okkar, Alþýðusambandsins, að það sé forsendubrestur og þess vegna sé einhver vá fyrir dyrum,“ segir Gylfi. Það má því segja að Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld hafi sjö daga til að ná saman um hvernig taka eigi á málum með Alþýðusambandinu, ella losna samningar um hundrað þúsund karla og kvenna í aðildarfélögum ASÍ klukkan fjögur á miðvikudag í næstu viku.Hvað gerast þeir hlutir hratt, hvenær yrðu samningar þá formlega lausir? „Í þessari lotu yrðu þeir þá lausir daginn eftir. Launahækkun sem ætti að koma 1. maí kæmi þá ekki. En samningar væru þá lausir til viðbragða. Þá hafa okkar aðildarfélög samningsrétt til að krefjast nýrra kjarasamninga og hefja nýja lotu,“ segir forseti ASÍ. Það sé hins vegar ekki tímabært að ræða hvort uppsögn samninga leiði síðan til aðgerða að hálfu verkalýðsfélaganna. Fyrst þurfi að fjalla um framtíð gildandi samnings. „Afstaða til þess verður þá tekinn á miðvikudaginn í næstu viku. Meðal annars á grundvelli þá hugsanlegra viðbragða hvort sem er atvinnurekenda eða hugsanlega stjórnvalda. Til þess höfum við þá næstu viku til að ráða ráðum okkar og eiga þá samtöl við þessa aðila,“ segir Gylfi. Hins vegar sé fastar þrýst á það nú en fyrir ári að segja samningunum upp. Ég held að það fari ekki framhjá neinum að það sé meira ósætti og ólga innan okkar hreyfingar um þennan kjarasamning og stöðuna en var þá. Það þarf ekki endilega að fela í sér að menn vilji segja samningunum upp. Það þarf bara að koma í ljós, meðal annars á grundvelli þess hvað menn eru tilbúnir að gera,“ segir Gylfi Arnbjörnsson.
Kjaramál Tengdar fréttir ASÍ segir forsendur kjarasamninga brostnar Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandi en þar segir að samkvæmt ákvæði í samningunum koma þeir til endurskoðunar fyrir lok þessa mánaðar. 21. febrúar 2018 14:16 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira
ASÍ segir forsendur kjarasamninga brostnar Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandi en þar segir að samkvæmt ákvæði í samningunum koma þeir til endurskoðunar fyrir lok þessa mánaðar. 21. febrúar 2018 14:16