Innlent

Búið að opna veginn um Súðavíkurhlíð

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Súðavík við Ísafjarðardjúp.
Súðavík við Ísafjarðardjúp.
Ofanflóðahætta sem skapaðist yfir Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð er talin liðin hjá að mati lögreglunnar á Vestfjörðum. Hættustiginu hefur því verið aflýst og vegurinn er opinn. Fólk er hvatt til þess að fylgst sé með færð og veðri á síðu Vegagerðarinnar og einnig má hringja í upplýsingasíma hennar, 1777.

Hvassviðri og vatnselgur er á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Mikið hvassviðri er á Suðurstrandavegi. Krapi er á Hellisheiði og unnið að útmokstri og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát í kringum moksturstæki. Á Suðvestur- og Suðurlandi er krapi og hálkublettir en flughált er í Grafningi.

Á Vesturlandi er víðast hvar snjóþekja, krapi, hálka eða hálkublettir. Hálka, snjóþekja og þæfingsfærð er á flestum vegum á Vestfjörðum. Ófært er á Klettsháls og Kleifaheiði en unnið er að mokstri.

Á Norðurlandi er hálka, skafrenningur og mikið hvassviðri. Hálka, hvassviðri og skafrenningur er á Öxnadalsheiði. Það er víða hálka, hálkublettir og éljagangur á Austurlandi og mikið hvassviðri. Með suðausturströndinni eru hálkublettir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×