SA leggst gegn fækkun dagvinnustunda og segir byrjað á öfugum enda Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2018 12:56 Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Anton Í dag verður mælt fyrir frumvarpi þingmanna Pírata um að vinnuvikan verði stytt í 35 stundir eða um klukkustund á dag. Í greinargerð segir að í nokkrum öðrum Evrópulöndum hafi vinnuvikan verið stytt og þar sé framleiðni engu að síður meiri en hjá íslenskum fyrirtækjum. Björn Leví Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en aðrir þingmenn Pírata eru meðflutningsmenn. Frumvarpið hefur í tvígang verið lagt fram áður á þingi en ekki náð fram að ganga. Samkvæmt frumvarpinu yrði dagvinnustundum fækkað úr átta í sjö þannig að vinnuvikan í dagvinnu yrði 35 stundir í stað fjörutíu. Í greinargerð kemur fram að í tölum OECD sé Ísland í 25. sæti með 1.883 vinnustundir á móti 1.363 vinnustundum í Þýskalandi þar sem vinnutíminn mælist stystur og 1.410 í Danmörku sem er með næststystan vinnutíma.Segir ekki rétt að vinnustundir séu mun fleiri á Íslandi Félag atvinnurekenda, Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins hafa mælt gegn lagasetningunni í fyrri umsögnum sínum þegar sams konar frumvörp hafa verið lögð fram. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að með frumvarpinu sé verið að byrja á öfugum enda hvað vinnutíma varði.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.vísir/ernir„Við höfum kannski fyrst og fremst talað fyrir því að það sé nærtækara að byrja á hinum endanum. Það er að segja draga úr yfirvinnu áður en við förum að stytta dagvinnuna. Það er nú þannig að ef við berum okkur saman við önnur lönd þá eru yfirvinnugreiðslur og yfirvinna mjög stór hluti af íslenskum vinnumarkaði. Rétt um 15 prósent af heildarlaunagreiðslum. En til samanburðar er þetta um 1% á Norðurlöndum og og enn minna víða í Evrópu,“ segir Halldór Benjamín. Það sé ekki rétt að vinnustundir á Íslandi séu mun fleiri en í flestum samanburðarríkjum á Norðurlöndum og í Evrópu. „Virkar vinnustundir á Íslandi eru samkvæmt flestum kjarasamningum þrjátíu og sjö stundir. Í sumum kjarasamningum rétt um 36 stundir á viku en ekki 40 stundir. Ef þú tekur dagvinnustundir í Evrópu er Ísland sem næst stystu vinnuvikuna. Aðeins Frakkar eru með styttri vinnuviku,“ segir framkvæmdastjóri SA. En í þessum tölum Halldórs er tekið tillit til matar- og kaffihlés. Í Frakklandi er vinnuvikan hins vegar 35 stundir. Í greinargerð með frumvarpinu eru færðar líkur að því að með styttri vinnuviku megi auka framleiðni fyrirtækja sem er með lægsta móti á Íslandi miðað við önnur þróuð ríki. Halldór Benjamín segir framleiðni aukast hægum skrefum yfir langan tíma þegar tugþúsundir manna finni betri leiðir til að sinna starfi sínu vegna aukinnar reynslu og tækniframfara. „Ef lífið væri svo einfalt að við gætum aukið framleiðni með því einu að stytta alltaf vinnutímann þá væri það eitthvað sem við myndum gera í sífellu. Þar til við myndum öll hætta að vinna og samkvæmt þessari kenning yrði framleiðnin þá óendanleg. Þannig er það að sjálfsögðu ekki,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Kjaramál Tengdar fréttir Vill stytta vinnuvikuna og fjölga samverustundum með fjölskyldu Magnús Már Guðmundsson býður sig fram í 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer 9.-10. febrúar næstkomandi. 24. janúar 2018 13:11 Stytting vinnuvikunnar gæti haft jákvæð áhrif á jafnrétti kynjanna Þrátt fyrir að standa framarlega að vígi í jafnréttismálum er Ísland aðeins í 33. sæti af 38 löndum í samanburði OECD hvað varðar samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. 7. febrúar 2018 19:45 Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Í dag verður mælt fyrir frumvarpi þingmanna Pírata um að vinnuvikan verði stytt í 35 stundir eða um klukkustund á dag. Í greinargerð segir að í nokkrum öðrum Evrópulöndum hafi vinnuvikan verið stytt og þar sé framleiðni engu að síður meiri en hjá íslenskum fyrirtækjum. Björn Leví Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en aðrir þingmenn Pírata eru meðflutningsmenn. Frumvarpið hefur í tvígang verið lagt fram áður á þingi en ekki náð fram að ganga. Samkvæmt frumvarpinu yrði dagvinnustundum fækkað úr átta í sjö þannig að vinnuvikan í dagvinnu yrði 35 stundir í stað fjörutíu. Í greinargerð kemur fram að í tölum OECD sé Ísland í 25. sæti með 1.883 vinnustundir á móti 1.363 vinnustundum í Þýskalandi þar sem vinnutíminn mælist stystur og 1.410 í Danmörku sem er með næststystan vinnutíma.Segir ekki rétt að vinnustundir séu mun fleiri á Íslandi Félag atvinnurekenda, Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins hafa mælt gegn lagasetningunni í fyrri umsögnum sínum þegar sams konar frumvörp hafa verið lögð fram. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að með frumvarpinu sé verið að byrja á öfugum enda hvað vinnutíma varði.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.vísir/ernir„Við höfum kannski fyrst og fremst talað fyrir því að það sé nærtækara að byrja á hinum endanum. Það er að segja draga úr yfirvinnu áður en við förum að stytta dagvinnuna. Það er nú þannig að ef við berum okkur saman við önnur lönd þá eru yfirvinnugreiðslur og yfirvinna mjög stór hluti af íslenskum vinnumarkaði. Rétt um 15 prósent af heildarlaunagreiðslum. En til samanburðar er þetta um 1% á Norðurlöndum og og enn minna víða í Evrópu,“ segir Halldór Benjamín. Það sé ekki rétt að vinnustundir á Íslandi séu mun fleiri en í flestum samanburðarríkjum á Norðurlöndum og í Evrópu. „Virkar vinnustundir á Íslandi eru samkvæmt flestum kjarasamningum þrjátíu og sjö stundir. Í sumum kjarasamningum rétt um 36 stundir á viku en ekki 40 stundir. Ef þú tekur dagvinnustundir í Evrópu er Ísland sem næst stystu vinnuvikuna. Aðeins Frakkar eru með styttri vinnuviku,“ segir framkvæmdastjóri SA. En í þessum tölum Halldórs er tekið tillit til matar- og kaffihlés. Í Frakklandi er vinnuvikan hins vegar 35 stundir. Í greinargerð með frumvarpinu eru færðar líkur að því að með styttri vinnuviku megi auka framleiðni fyrirtækja sem er með lægsta móti á Íslandi miðað við önnur þróuð ríki. Halldór Benjamín segir framleiðni aukast hægum skrefum yfir langan tíma þegar tugþúsundir manna finni betri leiðir til að sinna starfi sínu vegna aukinnar reynslu og tækniframfara. „Ef lífið væri svo einfalt að við gætum aukið framleiðni með því einu að stytta alltaf vinnutímann þá væri það eitthvað sem við myndum gera í sífellu. Þar til við myndum öll hætta að vinna og samkvæmt þessari kenning yrði framleiðnin þá óendanleg. Þannig er það að sjálfsögðu ekki,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Vill stytta vinnuvikuna og fjölga samverustundum með fjölskyldu Magnús Már Guðmundsson býður sig fram í 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer 9.-10. febrúar næstkomandi. 24. janúar 2018 13:11 Stytting vinnuvikunnar gæti haft jákvæð áhrif á jafnrétti kynjanna Þrátt fyrir að standa framarlega að vígi í jafnréttismálum er Ísland aðeins í 33. sæti af 38 löndum í samanburði OECD hvað varðar samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. 7. febrúar 2018 19:45 Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Vill stytta vinnuvikuna og fjölga samverustundum með fjölskyldu Magnús Már Guðmundsson býður sig fram í 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer 9.-10. febrúar næstkomandi. 24. janúar 2018 13:11
Stytting vinnuvikunnar gæti haft jákvæð áhrif á jafnrétti kynjanna Þrátt fyrir að standa framarlega að vígi í jafnréttismálum er Ísland aðeins í 33. sæti af 38 löndum í samanburði OECD hvað varðar samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. 7. febrúar 2018 19:45
Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30