Allir gangi samhentir í takt að stórskipahöfn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. febrúar 2018 07:00 Miklar vonir eru bundnar við að stórskipa- og olíuþjónstuhöfn í Finnafirði valdi straumhvörfum í atvinnulífi á svæðinu. Vísir/Pjetur Siggeir Stefánsson, sveitarstjórnarfulltrúi og fyrrverandi oddviti, segir fréttir af því að Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur hafi verið beðin að gangast í milljarðaábyrgðir vegna stórskipahafnar Bremenports í Finnafirði rangar. „Umfjöllunin hefur verið óvönduð og beinlínis röng, en gefið hefur verið í skyn að Bremenports krefjist þess að sveitarfélögin taki á sig fjárhagslegar ábyrgðir framkvæmdaraðila fyrir milljarða króna,“ segir í bókun sem Siggeir lagði fram á síðasta sveitarstjórnarfundi. Fréttablaðið sagði frá því 1. febrúar síðastliðinn að í skýrslu lögmanna Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps komi fram að sveitarfélögin hefðu neitað að taka á sig fjárhagslegar ábyrgðir og skuldbindingar vegna stórskipa- og olíuþjónustuhafnarinnar.Siggeir Stefánsson, sveitarstjórnarfulltrúi í Langanesbyggð.Bremenports virtist telja nauðsynlegt að hafa tryggingu hins opinbera fyrir því að óstofnað hafnarfélag um framkvæmdina gæti ekki orðið gjaldþrota. „Þeirri kröfu um ábyrgð hefur alfarið verið hafnað, enda ómögulegt að verða við slíkri kröfu,“ vitnaði Fréttablaðið til skýrslunnar. „Bremenports telur frekar líklegt að fjárfestar sem munu koma að uppbyggingu í Finnafirði í framtíðinni muni þurfa tryggingar fyrir því að útgefandi sérleyfis geti ekki hlaupist undan sínum skyldum á gildistíma sérleyfisins. Það hefur ekkert með ábyrgðir, tryggingar eða fjárhagslegar skuldbindingar fyrir háum fjárfestingum sérleyfishafans að gera, eða að sveitarfélögin þurfi að veita slíkar tryggingar,“ fullyrðir Siggeir í bókun sinni.Sjá einnig: Neita að ábyrgjast höfn fyrir tugmilljarða króna Að sögn Siggeirs getur sérleyfishafi líklega illa fjármagnað framkvæmdir nema að tryggt sé að útgefandi sérleyfis geti undir öllum tilvikum staðið við sínar skuldbindingar. „Það er og hefur alltaf verið öllum aðilum ljóst frá byrjun að sveitarfélögin munu ekki hafa bolmagn til að koma með fjármagn í þetta verkefni. Viðkomandi verkefni hefur verið í skoðun hjá Langanesbyggð í mörg ár og getur ef vel tekst til skipt sköpum fyrir framtíðarbúsetu á svæðinu. Verkefnið er stórt langtímaverkefni og því nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar. Því er mikilvægt að sveitarstjórnarmenn sýni samheldni og gangi í takt í þessu máli,“ undirstrikar oddvitinn fyrrverandi. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Vopnafjörður Tengdar fréttir Neita að ábyrgjast höfn fyrir tugmilljarða króna Þýska fyrirtækið Bremenports vill að Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur taki á sig fjárhagslegar ábyrgðir vegna stórskipa- og olíuþjónustuhafnar í Finnafirði. Vill tryggingu fyrir því að óstofnað hafnarfélag geti ekki orðið gjaldþrota. 1. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira
Siggeir Stefánsson, sveitarstjórnarfulltrúi og fyrrverandi oddviti, segir fréttir af því að Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur hafi verið beðin að gangast í milljarðaábyrgðir vegna stórskipahafnar Bremenports í Finnafirði rangar. „Umfjöllunin hefur verið óvönduð og beinlínis röng, en gefið hefur verið í skyn að Bremenports krefjist þess að sveitarfélögin taki á sig fjárhagslegar ábyrgðir framkvæmdaraðila fyrir milljarða króna,“ segir í bókun sem Siggeir lagði fram á síðasta sveitarstjórnarfundi. Fréttablaðið sagði frá því 1. febrúar síðastliðinn að í skýrslu lögmanna Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps komi fram að sveitarfélögin hefðu neitað að taka á sig fjárhagslegar ábyrgðir og skuldbindingar vegna stórskipa- og olíuþjónustuhafnarinnar.Siggeir Stefánsson, sveitarstjórnarfulltrúi í Langanesbyggð.Bremenports virtist telja nauðsynlegt að hafa tryggingu hins opinbera fyrir því að óstofnað hafnarfélag um framkvæmdina gæti ekki orðið gjaldþrota. „Þeirri kröfu um ábyrgð hefur alfarið verið hafnað, enda ómögulegt að verða við slíkri kröfu,“ vitnaði Fréttablaðið til skýrslunnar. „Bremenports telur frekar líklegt að fjárfestar sem munu koma að uppbyggingu í Finnafirði í framtíðinni muni þurfa tryggingar fyrir því að útgefandi sérleyfis geti ekki hlaupist undan sínum skyldum á gildistíma sérleyfisins. Það hefur ekkert með ábyrgðir, tryggingar eða fjárhagslegar skuldbindingar fyrir háum fjárfestingum sérleyfishafans að gera, eða að sveitarfélögin þurfi að veita slíkar tryggingar,“ fullyrðir Siggeir í bókun sinni.Sjá einnig: Neita að ábyrgjast höfn fyrir tugmilljarða króna Að sögn Siggeirs getur sérleyfishafi líklega illa fjármagnað framkvæmdir nema að tryggt sé að útgefandi sérleyfis geti undir öllum tilvikum staðið við sínar skuldbindingar. „Það er og hefur alltaf verið öllum aðilum ljóst frá byrjun að sveitarfélögin munu ekki hafa bolmagn til að koma með fjármagn í þetta verkefni. Viðkomandi verkefni hefur verið í skoðun hjá Langanesbyggð í mörg ár og getur ef vel tekst til skipt sköpum fyrir framtíðarbúsetu á svæðinu. Verkefnið er stórt langtímaverkefni og því nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar. Því er mikilvægt að sveitarstjórnarmenn sýni samheldni og gangi í takt í þessu máli,“ undirstrikar oddvitinn fyrrverandi.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Vopnafjörður Tengdar fréttir Neita að ábyrgjast höfn fyrir tugmilljarða króna Þýska fyrirtækið Bremenports vill að Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur taki á sig fjárhagslegar ábyrgðir vegna stórskipa- og olíuþjónustuhafnar í Finnafirði. Vill tryggingu fyrir því að óstofnað hafnarfélag geti ekki orðið gjaldþrota. 1. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira
Neita að ábyrgjast höfn fyrir tugmilljarða króna Þýska fyrirtækið Bremenports vill að Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur taki á sig fjárhagslegar ábyrgðir vegna stórskipa- og olíuþjónustuhafnar í Finnafirði. Vill tryggingu fyrir því að óstofnað hafnarfélag geti ekki orðið gjaldþrota. 1. febrúar 2018 07:00