Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2018 22:54 Hafið hefur drukkið í sig langstærsta hluta hlýnunarinnar sem menn hafa valdið. Yfirborð sjávar mun halda áfram að hækka næstu aldirnar jafnvel þó að menn nái að koma böndum yfir losun sína á gróðurhúsalofttegundum á næstu áratugum. Vísir/AFP Fyrir hver fimm ár sem menn tefja að grípa til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda gæti yfirborð sjávar hækkað um tuttugu sentímetra fyrir árið 2300. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna sem telja ekki útilokað að hækkun yfirborðs sjávar verði enn meiri ef ekkert verður að gert. Hnattræn hlýnun af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum veldur hækkun yfirborðs sjávar á tvennan hátt. Annars vegar með bráðnun íss á landi með hækkandi hita og hins vegar þegar sjórinn þenst út eftir því sem hann hlýnar. Niðurstöður vísindamannanna benda til þess að aðgerðir eða aðgerðaleysi manna nú í að taka á loftslagsvánni eigi eftir að hafa áhrif um ókomnar aldir. Þeir komust að því að meðalhækkun yfirborðs sjávar fyrir hver fimm ár sem losun helst óbreytt geti numið tuttugu sentímetrum næstu 280 árin. Til samanburðar hækkaði yfirborð sjávar um tuttugu sentímetra á allri 20. öldinni. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Nature Communications í dag. „Einn mikilvægur punktur var að afhjúpa að hækkun yfirborðs sjávar er ekki í fjarlægri framtíð, hún er núna, og vegna þess að kerfið er svo hægvirkt sjáum við það ekki í augnablikinu. En við erum að valda því núna,“ segir Matthias Mengel, aðalhöfundur rannsóknarinnar við Potsdam-loftslagsáhrifarannsókninastofnunina í Þýskalandi, við Washington Post.Möguleiki á að hækkunin verði ennþá meiri Hækkunin gæti numið allt að heilum metra ef miðað er við hæstu gildi áætlana vísindamannanna sem eru talin ólíkleg að verða að veruleika en þó ekki útilokuð. Það veltur meðal annars á því hvort að íshellan á Suðurskautslandinu brotni upp eins og aukin hætta er talin á að gerist. Forsendur rannsóknarinnar eru teknar úr sviðsmyndum Parísarsamkomulagsins um samdrátt í losun. Markmiðin sem aðildarríki þess hafa sett sér eru hins vegar ekki nægilega metnaðarfull til þess að ná takmarki samkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og helst 1,5°C á þessari öld. Þá eru ríkin ekki að gera nógu mikið til að ná jafnvel þessum ófullnægjandi markmiðum sínum. Jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins næðust gæti yfirborð sjávar hækkað um 70 til 120 sentímetra fyrir árið 2300 samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45 Hopandi íshellur á báðum jarðarhvelum hraða hækkun sjávarborðs Nokkur hröðun hefur orðið í hækkun sjávarborðs á undanförnum árum. 14. febrúar 2018 06:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Fyrir hver fimm ár sem menn tefja að grípa til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda gæti yfirborð sjávar hækkað um tuttugu sentímetra fyrir árið 2300. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna sem telja ekki útilokað að hækkun yfirborðs sjávar verði enn meiri ef ekkert verður að gert. Hnattræn hlýnun af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum veldur hækkun yfirborðs sjávar á tvennan hátt. Annars vegar með bráðnun íss á landi með hækkandi hita og hins vegar þegar sjórinn þenst út eftir því sem hann hlýnar. Niðurstöður vísindamannanna benda til þess að aðgerðir eða aðgerðaleysi manna nú í að taka á loftslagsvánni eigi eftir að hafa áhrif um ókomnar aldir. Þeir komust að því að meðalhækkun yfirborðs sjávar fyrir hver fimm ár sem losun helst óbreytt geti numið tuttugu sentímetrum næstu 280 árin. Til samanburðar hækkaði yfirborð sjávar um tuttugu sentímetra á allri 20. öldinni. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Nature Communications í dag. „Einn mikilvægur punktur var að afhjúpa að hækkun yfirborðs sjávar er ekki í fjarlægri framtíð, hún er núna, og vegna þess að kerfið er svo hægvirkt sjáum við það ekki í augnablikinu. En við erum að valda því núna,“ segir Matthias Mengel, aðalhöfundur rannsóknarinnar við Potsdam-loftslagsáhrifarannsókninastofnunina í Þýskalandi, við Washington Post.Möguleiki á að hækkunin verði ennþá meiri Hækkunin gæti numið allt að heilum metra ef miðað er við hæstu gildi áætlana vísindamannanna sem eru talin ólíkleg að verða að veruleika en þó ekki útilokuð. Það veltur meðal annars á því hvort að íshellan á Suðurskautslandinu brotni upp eins og aukin hætta er talin á að gerist. Forsendur rannsóknarinnar eru teknar úr sviðsmyndum Parísarsamkomulagsins um samdrátt í losun. Markmiðin sem aðildarríki þess hafa sett sér eru hins vegar ekki nægilega metnaðarfull til þess að ná takmarki samkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og helst 1,5°C á þessari öld. Þá eru ríkin ekki að gera nógu mikið til að ná jafnvel þessum ófullnægjandi markmiðum sínum. Jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins næðust gæti yfirborð sjávar hækkað um 70 til 120 sentímetra fyrir árið 2300 samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45 Hopandi íshellur á báðum jarðarhvelum hraða hækkun sjávarborðs Nokkur hröðun hefur orðið í hækkun sjávarborðs á undanförnum árum. 14. febrúar 2018 06:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45
Hopandi íshellur á báðum jarðarhvelum hraða hækkun sjávarborðs Nokkur hröðun hefur orðið í hækkun sjávarborðs á undanförnum árum. 14. febrúar 2018 06:00