Viðvaranir um allt land vegna óveðurs á morgun: „Ansi mikill hvellur um tíma“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2018 22:35 Búast má við að veður verði mjög slæmt á Kjalarnesi í fyrramálið og þá eru líkur á að heiðavegum verði lokað vegna veðurs. vísir/eyþór Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra á morgun vegna óveðurs. Gular viðvaranir eru í gildi annars staðar á landinu. Á höfuðborgarsvæðinu er varað við suðaustan illviðri. Það getur orðið blint og foktjón er líklegt auk þess sem líklegt er að samgöngur innan borgarmarkanna fari úr skorðum. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að stormurinn komi upp úr klukkan sex í fyrramálið. Íbúar í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins gætu átt von á ofsaveðri og þá verður mjög slæmt veður á Kjalarnesi. „Þetta byrjar með snjókomu og skafrenningi en fer svo fljótlega yfir í rigningu því það hlýnar svolítið ört í þessu. En það getur verið skafrenningur og snjókoma á heiðavegum,“ segir Þorsteinn en Vegagerðin er við öllu búin og hefur gefið út hvaða vegum má búast við að verði lokað vegna veðurs. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar má til að mynda búast við hviðum upp í allt að 40 metra á sekúndu á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi um klukkan átta og fram yfir klukkan 10 á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins beinir því til foreldra að senda yngri börn en 12 ára ekki ein í skólann. Veðrið á höfuðborgarsvæðinu verður síðan að gengið niður um hádegi. „Þetta verður ansi mikill hvellur um tíma,“ segir Þorsteinn. Djúp og kröpp lægð fyrir vestan landið veldur veðrinu og þó að hvellurinn gangi tiltölulega hratt niður suðvestanlands er ekki hægt að segja það sama um Austurland. Þar verður hvassviðri og jafnvel stormur fram á kvöld og viðbúið að veðrið gangi ekki niður fyrr en um miðnætti. Þá er spáð úrhellisrigningu á Suðausturlandi. Fyrir norðan verður svo einnig hvasst. Búast má við roki og jafnvel ofsaveðri í Húnavatnssýslum og Skagafirði sem gæti teygt sig inn í Eyjafjörð. Veðurhorfur á landinu næsta sólarhringinn og næstu daga:Suðvestlæg átt, 5-15 m/s og él, en léttskýjað NA-til. Hvassast á Vestfjörðum. Hiti um og undir frostmarki.Ört vaxandi suðaustanátt í nótt og hlýnar, 20-30 m/s í fyrramálið, hvassast um landið V-vert. Snjókoma í fyrstu, en síðan slydda og rigning, mikil um landið SA-vert. Úrkomulítið NA-til. Dregur hratt úr vindi og úrkomu upp úr hádegi, en áfram stormur A-lands fram á kvöld og mikil rigning SA-til. Hiti víða 2 til 7 stig.Á fimmtudag: Sunnan og suðvestan 13-18 m/s og él, en heldur hægara og léttskýjað NA-til. Hiti kringum frostmark.Á föstudag:Gengur suðaustan 18-25 m/s með talsverðri eða mikilli rigningu eða slyddu, hvassast við SV-ströndina, en mun úrkomuminna fyrir norðan. Hiti 2 til 7 stig síðdegis.Á laugardag:Sunnan hvassviðri eða -stormur framan af degi, en dregur síðan talsvert úr vindi. Rigning eða slydda, en þurrt að kalla nyrðra. Kólnar heldur í veðri.Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:Útlit fyrir fremur milda suðlæga átt með smá rigningu eða slyddu, en bjartviðri fyrir norðan. Veður Tengdar fréttir WOW varar við röskunum á flugferðum vegna veðurs WOW air reiknar með því að raskanir verði á flugáætlun flugfélagsins á morgun vegna veðurs. Varað er við veðurhvelli sem spáð er að gangi hratt yfir landið í fyrramálið 20. febrúar 2018 14:39 Þessum vegum verður mögulega lokað á morgun vegna veðurs Er fólk hvatt til að haga ferðum sínum þannig að fólk sé á ferð fyrir eða eftir veður, en ekki þegar veður er hvað verst. 20. febrúar 2018 16:21 Foreldrar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla Veðurstofan hefur varað við veðurhvelli sem er spáð að gangi hratt yfir landið í fyrramálið. 20. febrúar 2018 16:03 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Sjá meira
Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra á morgun vegna óveðurs. Gular viðvaranir eru í gildi annars staðar á landinu. Á höfuðborgarsvæðinu er varað við suðaustan illviðri. Það getur orðið blint og foktjón er líklegt auk þess sem líklegt er að samgöngur innan borgarmarkanna fari úr skorðum. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að stormurinn komi upp úr klukkan sex í fyrramálið. Íbúar í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins gætu átt von á ofsaveðri og þá verður mjög slæmt veður á Kjalarnesi. „Þetta byrjar með snjókomu og skafrenningi en fer svo fljótlega yfir í rigningu því það hlýnar svolítið ört í þessu. En það getur verið skafrenningur og snjókoma á heiðavegum,“ segir Þorsteinn en Vegagerðin er við öllu búin og hefur gefið út hvaða vegum má búast við að verði lokað vegna veðurs. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar má til að mynda búast við hviðum upp í allt að 40 metra á sekúndu á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi um klukkan átta og fram yfir klukkan 10 á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins beinir því til foreldra að senda yngri börn en 12 ára ekki ein í skólann. Veðrið á höfuðborgarsvæðinu verður síðan að gengið niður um hádegi. „Þetta verður ansi mikill hvellur um tíma,“ segir Þorsteinn. Djúp og kröpp lægð fyrir vestan landið veldur veðrinu og þó að hvellurinn gangi tiltölulega hratt niður suðvestanlands er ekki hægt að segja það sama um Austurland. Þar verður hvassviðri og jafnvel stormur fram á kvöld og viðbúið að veðrið gangi ekki niður fyrr en um miðnætti. Þá er spáð úrhellisrigningu á Suðausturlandi. Fyrir norðan verður svo einnig hvasst. Búast má við roki og jafnvel ofsaveðri í Húnavatnssýslum og Skagafirði sem gæti teygt sig inn í Eyjafjörð. Veðurhorfur á landinu næsta sólarhringinn og næstu daga:Suðvestlæg átt, 5-15 m/s og él, en léttskýjað NA-til. Hvassast á Vestfjörðum. Hiti um og undir frostmarki.Ört vaxandi suðaustanátt í nótt og hlýnar, 20-30 m/s í fyrramálið, hvassast um landið V-vert. Snjókoma í fyrstu, en síðan slydda og rigning, mikil um landið SA-vert. Úrkomulítið NA-til. Dregur hratt úr vindi og úrkomu upp úr hádegi, en áfram stormur A-lands fram á kvöld og mikil rigning SA-til. Hiti víða 2 til 7 stig.Á fimmtudag: Sunnan og suðvestan 13-18 m/s og él, en heldur hægara og léttskýjað NA-til. Hiti kringum frostmark.Á föstudag:Gengur suðaustan 18-25 m/s með talsverðri eða mikilli rigningu eða slyddu, hvassast við SV-ströndina, en mun úrkomuminna fyrir norðan. Hiti 2 til 7 stig síðdegis.Á laugardag:Sunnan hvassviðri eða -stormur framan af degi, en dregur síðan talsvert úr vindi. Rigning eða slydda, en þurrt að kalla nyrðra. Kólnar heldur í veðri.Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:Útlit fyrir fremur milda suðlæga átt með smá rigningu eða slyddu, en bjartviðri fyrir norðan.
Veður Tengdar fréttir WOW varar við röskunum á flugferðum vegna veðurs WOW air reiknar með því að raskanir verði á flugáætlun flugfélagsins á morgun vegna veðurs. Varað er við veðurhvelli sem spáð er að gangi hratt yfir landið í fyrramálið 20. febrúar 2018 14:39 Þessum vegum verður mögulega lokað á morgun vegna veðurs Er fólk hvatt til að haga ferðum sínum þannig að fólk sé á ferð fyrir eða eftir veður, en ekki þegar veður er hvað verst. 20. febrúar 2018 16:21 Foreldrar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla Veðurstofan hefur varað við veðurhvelli sem er spáð að gangi hratt yfir landið í fyrramálið. 20. febrúar 2018 16:03 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Sjá meira
WOW varar við röskunum á flugferðum vegna veðurs WOW air reiknar með því að raskanir verði á flugáætlun flugfélagsins á morgun vegna veðurs. Varað er við veðurhvelli sem spáð er að gangi hratt yfir landið í fyrramálið 20. febrúar 2018 14:39
Þessum vegum verður mögulega lokað á morgun vegna veðurs Er fólk hvatt til að haga ferðum sínum þannig að fólk sé á ferð fyrir eða eftir veður, en ekki þegar veður er hvað verst. 20. febrúar 2018 16:21
Foreldrar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla Veðurstofan hefur varað við veðurhvelli sem er spáð að gangi hratt yfir landið í fyrramálið. 20. febrúar 2018 16:03