Íbúarnir við öllu búnir þó að skjálftahrinan virðist vera í rénun Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 20. febrúar 2018 21:00 Jarðskjálftahrinan úti fyrir Grímsey virðist vera í rénun. Íbúar í eynni eru þó við öllu búnir enda þekkt að stærri skjálftar geti orðið á þessu svæði. Skjálftarnir síðasta sólarhringinn hafa verið mun færri en sólarhringinn þar á undan. Þannig varð stærsti skjálftinn í dag um klukkan þrjú í nótt en hann var þrír að stærð, samanborið við stóra skjálftann í gærmorgun. Húsavík stendur á Tjörnesbrotabeltinu þar sem orðið hafa stórir jarðskjálftar, engu minni en á Suðurlandi í Suðurlandsskjálfta. Sérfræðingar hafa sagt að á síðustu árum og áratugum hafi vaxið það mikil spenna í jarðskorpunni að skjálfti að stærðinni sjö sé jafnvel talinn líklegur. Skjálftahrinur sem þessi fá því íbúa á svæðinu og nærsveitum til að líta sér nær ef stór skjálfti ríður yfir og þá er gott að reyna vera undirbúin. Lengi hefur verið spáð að stór skjálfti muni verða á Húsavík en síðustu daga hefur fólk dustað rykið af viðbragðsáætlunum.Allir rólegir og engin hræðsla Það eru þó allir rólegir í sveitarfélaginu og engin hræðsla. Íbúar eru meðvitaðir um að þeir búi á skjálftasvæði og eru vanir hreyfingum í jarðskorpunni. Sveitarstjórinn segir íbúa fylgjast vel með gangi mála í skjálftahrinunni við Grímsey. Síðast varð sambærileg jarðskjálftahrina úti fyrir norðurlandi 2012/2013 og í kjölfar hennar hafi verið haldin alþjóðleg jarðskjálftaráðstefna á Húsavík. „Þannig að ég held að það sé svona aðeins meira rennerí í að kaupa festingar og annað og fólk svona hugar að því að minnka áhættuna á því að það hrynji eitthvað yfir það heima hjá sér. Svo höfum við líka tekið við okkur hér varðandi skólana og okkar stofnanir, yfirfara það og rifja upp viðbrögð við jarðskjálfta ef hann skyldi koma,“ segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.Getur tekið langan tíma að mynda jafn mikla spennu og var í Kröflueldum Í hartnær fjóra áratugi vann Eysteinn Tryggvason við jarðeðlisrannsóknir meðal annars hjá Veðurstofu Íslands. Hans mat er að lítl hætta sé a stórum skjálftum við Húsavík í að minnsta kosti í bili. „Þá er ég aðallega að hugsa um það að spennuleysing í Kröflueldum var svo mikil að það tekur langan tíma, kannski aldir, að það verði eins mikil spenna eins og þá var,“ segir Eysteinn. Eystinn segir þó að að Húsavík sé á hættulegum stað hvað jarðskjálfta varðar. Til að myndar er nýtt kísilver PCC á Bakka, sem tekið verður í notkun á næstu vikum, í um 500 metra fjarlægð norður frá einni sprungunni. „Þessi verksmiðja er náttúrulega hönnuð miðað við það að hér geti orðið jarðskjálfti og fylgt öllum ströngustu stöðlum um mögulega jarðskjálfta. Ég get allavega fullyrt að þessi verksmiðja er mjög vel byggð og sterk og á að þola það sem getur gerst hér,“ segir Jökull Gunnarsson, framkvæmdastjóri framleiðslus PCC á Bakka. Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af því að stór skjálfti verði undir Húsavík segir Eysteinn: „Ég hef engar áhyggjur af því. Ég veit að það verður.“ Sveitarstjórinn segir að þessi möguleiki hafi verið til umræðu í fjölda ára. „Að það sé kominn tími á stærri atburð en það getur enginn sagt til um það hvenær eða hvort nákvæmlega eða hvar á brotabeltinu það gerist.“ Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Grímseyingar fengu svefnfrið í nótt Jarðskjálftahrinan við Grímsey virðist ekki hafa truflað nætursvefn eyjaskeggja í nótt. Dregið hefur úr jarðskjálfavirkni sé miðað við gærdaginn þegar mikil virkni var á svæðinu. 20. febrúar 2018 10:36 Ragnar róar Húsvíkinga, stór skjálfti ekki líklegur Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur litla hættu á að hrinan við Grímsey leiði til stórs skjálfta nærri Húsavík. Þó megi búast við allt að 6,5 stiga skjálfta milli Grímseyjar og lands. 20. febrúar 2018 19:45 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira
Jarðskjálftahrinan úti fyrir Grímsey virðist vera í rénun. Íbúar í eynni eru þó við öllu búnir enda þekkt að stærri skjálftar geti orðið á þessu svæði. Skjálftarnir síðasta sólarhringinn hafa verið mun færri en sólarhringinn þar á undan. Þannig varð stærsti skjálftinn í dag um klukkan þrjú í nótt en hann var þrír að stærð, samanborið við stóra skjálftann í gærmorgun. Húsavík stendur á Tjörnesbrotabeltinu þar sem orðið hafa stórir jarðskjálftar, engu minni en á Suðurlandi í Suðurlandsskjálfta. Sérfræðingar hafa sagt að á síðustu árum og áratugum hafi vaxið það mikil spenna í jarðskorpunni að skjálfti að stærðinni sjö sé jafnvel talinn líklegur. Skjálftahrinur sem þessi fá því íbúa á svæðinu og nærsveitum til að líta sér nær ef stór skjálfti ríður yfir og þá er gott að reyna vera undirbúin. Lengi hefur verið spáð að stór skjálfti muni verða á Húsavík en síðustu daga hefur fólk dustað rykið af viðbragðsáætlunum.Allir rólegir og engin hræðsla Það eru þó allir rólegir í sveitarfélaginu og engin hræðsla. Íbúar eru meðvitaðir um að þeir búi á skjálftasvæði og eru vanir hreyfingum í jarðskorpunni. Sveitarstjórinn segir íbúa fylgjast vel með gangi mála í skjálftahrinunni við Grímsey. Síðast varð sambærileg jarðskjálftahrina úti fyrir norðurlandi 2012/2013 og í kjölfar hennar hafi verið haldin alþjóðleg jarðskjálftaráðstefna á Húsavík. „Þannig að ég held að það sé svona aðeins meira rennerí í að kaupa festingar og annað og fólk svona hugar að því að minnka áhættuna á því að það hrynji eitthvað yfir það heima hjá sér. Svo höfum við líka tekið við okkur hér varðandi skólana og okkar stofnanir, yfirfara það og rifja upp viðbrögð við jarðskjálfta ef hann skyldi koma,“ segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.Getur tekið langan tíma að mynda jafn mikla spennu og var í Kröflueldum Í hartnær fjóra áratugi vann Eysteinn Tryggvason við jarðeðlisrannsóknir meðal annars hjá Veðurstofu Íslands. Hans mat er að lítl hætta sé a stórum skjálftum við Húsavík í að minnsta kosti í bili. „Þá er ég aðallega að hugsa um það að spennuleysing í Kröflueldum var svo mikil að það tekur langan tíma, kannski aldir, að það verði eins mikil spenna eins og þá var,“ segir Eysteinn. Eystinn segir þó að að Húsavík sé á hættulegum stað hvað jarðskjálfta varðar. Til að myndar er nýtt kísilver PCC á Bakka, sem tekið verður í notkun á næstu vikum, í um 500 metra fjarlægð norður frá einni sprungunni. „Þessi verksmiðja er náttúrulega hönnuð miðað við það að hér geti orðið jarðskjálfti og fylgt öllum ströngustu stöðlum um mögulega jarðskjálfta. Ég get allavega fullyrt að þessi verksmiðja er mjög vel byggð og sterk og á að þola það sem getur gerst hér,“ segir Jökull Gunnarsson, framkvæmdastjóri framleiðslus PCC á Bakka. Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af því að stór skjálfti verði undir Húsavík segir Eysteinn: „Ég hef engar áhyggjur af því. Ég veit að það verður.“ Sveitarstjórinn segir að þessi möguleiki hafi verið til umræðu í fjölda ára. „Að það sé kominn tími á stærri atburð en það getur enginn sagt til um það hvenær eða hvort nákvæmlega eða hvar á brotabeltinu það gerist.“
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Grímseyingar fengu svefnfrið í nótt Jarðskjálftahrinan við Grímsey virðist ekki hafa truflað nætursvefn eyjaskeggja í nótt. Dregið hefur úr jarðskjálfavirkni sé miðað við gærdaginn þegar mikil virkni var á svæðinu. 20. febrúar 2018 10:36 Ragnar róar Húsvíkinga, stór skjálfti ekki líklegur Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur litla hættu á að hrinan við Grímsey leiði til stórs skjálfta nærri Húsavík. Þó megi búast við allt að 6,5 stiga skjálfta milli Grímseyjar og lands. 20. febrúar 2018 19:45 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira
Grímseyingar fengu svefnfrið í nótt Jarðskjálftahrinan við Grímsey virðist ekki hafa truflað nætursvefn eyjaskeggja í nótt. Dregið hefur úr jarðskjálfavirkni sé miðað við gærdaginn þegar mikil virkni var á svæðinu. 20. febrúar 2018 10:36
Ragnar róar Húsvíkinga, stór skjálfti ekki líklegur Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur litla hættu á að hrinan við Grímsey leiði til stórs skjálfta nærri Húsavík. Þó megi búast við allt að 6,5 stiga skjálfta milli Grímseyjar og lands. 20. febrúar 2018 19:45