Ráðgjafi Sameinuðu furstadæmanna vinnur með rannsakendum Mueller Kjartan Kjartansson skrifar 7. mars 2018 12:31 Erik Prince stofnaði öryggisfyrirtækið umdeilda Blackwater sem vann meðal annars fyrir bandarísk stjórnvöld í Írak. Hann hefur verið óformlegur ráðgjafi Trump. Vísir/Getty Líbansk-bandarískur ráðgjafi Sameinuðu arabísku furstadæmanna sem hefur tengsl við núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta er nú sagður vinna með rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Ráðgjafinn hafi borið vitni fyrir ákærudómstól í síðustu viku.New York Times segir frá þessu og hefur eftir heimildarmönnum sínum. Rannsakendur Mueller hafi spurt vitni hvort að George Nader, ráðgjafi krónprins Abú Dabí og raunverulegs leiðtoga Sameinuðu arabísku furstadæmanna, hefði veitt fé frá furstadæmunum til Trump. Ólöglegt er fyrir erlenda aðila að styrkja bandarísk stjórnmálaframboð og fyrir bandaríska frambjóðendur að taka við erlendum greiðslum. Blaðið sagði frá því að rannsókn Mueller beindist nú að Nader fyrr í vikunni. Svo virtist sem að til rannsóknar væri hvort að Nader hafi reynt að kaupa furstadæmunum pólitísk áhrif innan Trump-stjórnarinnar. Dularfullur fundur með fulltrúa Pútín í Indlandshafi Í fréttinni nú kemur fram að Nader hafi setið fund sem fór fram á Seychelles-eyjum í janúar í fyrra, rétt fyrir valdatöku Trump, sem Mueller hefur haft áhuga á. Mohammed bin Zayed al-Nahyan, krónprins, hafi boðað til fundarins en þar hittust rússneskur fjárfestir með tengsl við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og Erik Prince, stofnandi öryggisfyrirtækisins Blackwater sem hefur verið óformlegur ráðgjafi Trump. Embættismenn furstadæmanna hafi talið að Prince hafi komið fram fyrir undirbúningsteymi Trump fyrir valdatöku hans og að Kirill Dmitriev, stjórnandi rússnesks fjárfestingasjóðs, hafi talað fyrir Pútín. Nader vann eitt sinn fyrir Blackwater og kynnti Prince fyrir Dmitriev. Bandaríska leyniþjónustan hefur vitað af fundinum frá því í janúar í fyrra en tilgangur hans hefur ekki legið ljós fyrir. Prince sagði þingnefnd í nóvember að hann hefði aðeins hitt Dmitriev í drykk og vinalegar samræður. Hann hafi ekki komið fram fyrir hönd Trump.Kirill Dmitriev stýrir ríkisreknum fjárfestingasjóð í Rússlandi. Obama-stjórnin beitti hann refsiaðgerðum eftir innrás Rússa í Úkraínu árið 2014.Vísir/GettyFundurinn átti sér stað um sama leyti og fréttir bárust um að starfsmenn undirbúningsteymis Trump hefðu átt í leynilegum samskiptum við fulltrúa erlendra ríkja vikurnar eftir að hann var kjörinn. Þannig reyndi Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn helsti ráðgjafi hans, að koma á leynilegri samskiptarás við rússnesk stjórnvöld í stað þess að fara í gegnum hefðbundnar opinberar leiðir. Í frétt New York Times kemur fram að það hafi vakið grunsemdir hjá bandarísku leyniþjónustunni þegar Nahyan krónprins ferðaðist til Bandaríkjanna og heimsótti Trump-turninn í New York skömmu eftir forsetakosningarnar í nóvember 2016 án þess að láta ríkisstjórn Baracks Obama, þáverandi forseta, vita af heimsókninni.Tekinn á leiðinni í embættisafmæli Trump í Mar-a-Lago Fulltrúar alríkislögreglunnar FBI stöðvuðu Nader á Dulles-alþjóðaflugvellinum í Washington-borg 17. janúar. Þá var honum kynnt leitarheimild og stefna fyrir ákærudómstól. Nader var á leiðinni til Mar-a-Lago, golfklúbbs Trump á Flórída, til að fagna eins árs afmæli Trump í embætti forseta. Í kjölfarið var Nader yfirheyrður í tvær klukkustundir. Greint hefur verið frá því að Nader hitti bæði Jared Kushner, tengdason Trump og einn helsta ráðgjafa hans, og Stephen Bannon, þáverandi aðalráðgjafa Trump, í Hvíta húsinu nokkrum sinnum á fyrstu mánuðum Trump í embætti. Nader hefur verður yfirheyrður nokkrum sinnum um þessa fundi frá því að hann var fyrst stöðvaður í janúar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Seychelleseyjar Tengdar fréttir Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Líbansk-bandarískur ráðgjafi Sameinuðu arabísku furstadæmanna sem hefur tengsl við núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta er nú sagður vinna með rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Ráðgjafinn hafi borið vitni fyrir ákærudómstól í síðustu viku.New York Times segir frá þessu og hefur eftir heimildarmönnum sínum. Rannsakendur Mueller hafi spurt vitni hvort að George Nader, ráðgjafi krónprins Abú Dabí og raunverulegs leiðtoga Sameinuðu arabísku furstadæmanna, hefði veitt fé frá furstadæmunum til Trump. Ólöglegt er fyrir erlenda aðila að styrkja bandarísk stjórnmálaframboð og fyrir bandaríska frambjóðendur að taka við erlendum greiðslum. Blaðið sagði frá því að rannsókn Mueller beindist nú að Nader fyrr í vikunni. Svo virtist sem að til rannsóknar væri hvort að Nader hafi reynt að kaupa furstadæmunum pólitísk áhrif innan Trump-stjórnarinnar. Dularfullur fundur með fulltrúa Pútín í Indlandshafi Í fréttinni nú kemur fram að Nader hafi setið fund sem fór fram á Seychelles-eyjum í janúar í fyrra, rétt fyrir valdatöku Trump, sem Mueller hefur haft áhuga á. Mohammed bin Zayed al-Nahyan, krónprins, hafi boðað til fundarins en þar hittust rússneskur fjárfestir með tengsl við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og Erik Prince, stofnandi öryggisfyrirtækisins Blackwater sem hefur verið óformlegur ráðgjafi Trump. Embættismenn furstadæmanna hafi talið að Prince hafi komið fram fyrir undirbúningsteymi Trump fyrir valdatöku hans og að Kirill Dmitriev, stjórnandi rússnesks fjárfestingasjóðs, hafi talað fyrir Pútín. Nader vann eitt sinn fyrir Blackwater og kynnti Prince fyrir Dmitriev. Bandaríska leyniþjónustan hefur vitað af fundinum frá því í janúar í fyrra en tilgangur hans hefur ekki legið ljós fyrir. Prince sagði þingnefnd í nóvember að hann hefði aðeins hitt Dmitriev í drykk og vinalegar samræður. Hann hafi ekki komið fram fyrir hönd Trump.Kirill Dmitriev stýrir ríkisreknum fjárfestingasjóð í Rússlandi. Obama-stjórnin beitti hann refsiaðgerðum eftir innrás Rússa í Úkraínu árið 2014.Vísir/GettyFundurinn átti sér stað um sama leyti og fréttir bárust um að starfsmenn undirbúningsteymis Trump hefðu átt í leynilegum samskiptum við fulltrúa erlendra ríkja vikurnar eftir að hann var kjörinn. Þannig reyndi Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn helsti ráðgjafi hans, að koma á leynilegri samskiptarás við rússnesk stjórnvöld í stað þess að fara í gegnum hefðbundnar opinberar leiðir. Í frétt New York Times kemur fram að það hafi vakið grunsemdir hjá bandarísku leyniþjónustunni þegar Nahyan krónprins ferðaðist til Bandaríkjanna og heimsótti Trump-turninn í New York skömmu eftir forsetakosningarnar í nóvember 2016 án þess að láta ríkisstjórn Baracks Obama, þáverandi forseta, vita af heimsókninni.Tekinn á leiðinni í embættisafmæli Trump í Mar-a-Lago Fulltrúar alríkislögreglunnar FBI stöðvuðu Nader á Dulles-alþjóðaflugvellinum í Washington-borg 17. janúar. Þá var honum kynnt leitarheimild og stefna fyrir ákærudómstól. Nader var á leiðinni til Mar-a-Lago, golfklúbbs Trump á Flórída, til að fagna eins árs afmæli Trump í embætti forseta. Í kjölfarið var Nader yfirheyrður í tvær klukkustundir. Greint hefur verið frá því að Nader hitti bæði Jared Kushner, tengdason Trump og einn helsta ráðgjafa hans, og Stephen Bannon, þáverandi aðalráðgjafa Trump, í Hvíta húsinu nokkrum sinnum á fyrstu mánuðum Trump í embætti. Nader hefur verður yfirheyrður nokkrum sinnum um þessa fundi frá því að hann var fyrst stöðvaður í janúar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Seychelleseyjar Tengdar fréttir Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15
Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00