„Kominn tími til þess að það taki allir afstöðu til þess hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. mars 2018 10:13 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir tíma til kominn að þingmenn taki afstöðu til þess hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki. Vísir/Anton Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að það gæti alveg verið að einhverjir stjórnarliðar muni styðja vantrauststillögu sem Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram gegn Sigríði Andersen. Ef allir þingmenn stjórnarandstöðunnar styðja tillöguna þarf fjóra stjórnarþingmenn til viðbótar svo tillagan verði samþykkt. Tveir þingmenn Vinstri grænna, þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, studdu ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þegar hann var lagður fyrir flokksráðsfund VG í nóvember. Í samtali við Vísi daginn eftir kvaðst Rósa Björk áskilja sér rétt til að taka afstöðu til mála sem fram koma eftir sinni sannfæringu.Sjá einnig:Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra „Núna liggja öll gögn málsins fyrir og eftir engu að bíða. Það er kominn tími til þess að það taki allir afstöðu til þess hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki eftir allt sem á undan er gengið,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við Vísi aðspurð hvers vegna vantrauststillagan sé lögð fram nú. Hún segir raunhæft að tillagan komist á dagskrá á í dag og segir að flokkarnir sem leggi tillöguna fram stefni á það að verði gert. Hefð er fyrir því að taka vantrauststillögur fyrir eins fljótt og verða má.En hvers vegna er lagt fram vantraust á dómsmálaráðherra en ekki ríkisstjórnina? „„Því það er ráðherra sem nýtur ekki trausts. Það er hún sem gerðist brotleg við stjórnsýslulög, það er hún sem hefur verið dæmd tvívegis í Hæstarétti og hefur ekki sýnt eina einustu viðleitni til að bæta þar úr eða taka ábyrgð þar á. Þar með hefur hún gefið mjög skýr skilaboð um að hún muni ekkert láta þetta vera einu embættisathafnirnar þar sem að hún virðir að vettugi allar ráðleggingar og brýtur lög til þess að geta gert hlutina eftir eigin geðþótta. Þannig ráðherra er ekki treystandi. Ríkisstjórnin er alltaf líka að fara að verja sjálfa sig falli en hér erum við að athuga hvort að ríkisstjórnin og stjórnarliðar sætti sig virkilega við að hafa manneskju yfir málaflokkunum dómsmál, mannréttindamál, dómsmál sem virðir ekki grundvallarreglur réttarríkisins í sínum störfum,“ segir Þórhildur Sunna. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Gerir ekki athugun á ráðherra Umboðsmaður Alþingis skoðar stigagjöf við mat á umsækjendum um opinber störf og áhrif hennar á stjórnsýsluhætti. Hann telur dómstóla hafa svarað álitaefnum um embættisfærslur dómsmálaráðherra. 5. mars 2018 06:00 „Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21 Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 08:26 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að það gæti alveg verið að einhverjir stjórnarliðar muni styðja vantrauststillögu sem Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram gegn Sigríði Andersen. Ef allir þingmenn stjórnarandstöðunnar styðja tillöguna þarf fjóra stjórnarþingmenn til viðbótar svo tillagan verði samþykkt. Tveir þingmenn Vinstri grænna, þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, studdu ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þegar hann var lagður fyrir flokksráðsfund VG í nóvember. Í samtali við Vísi daginn eftir kvaðst Rósa Björk áskilja sér rétt til að taka afstöðu til mála sem fram koma eftir sinni sannfæringu.Sjá einnig:Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra „Núna liggja öll gögn málsins fyrir og eftir engu að bíða. Það er kominn tími til þess að það taki allir afstöðu til þess hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki eftir allt sem á undan er gengið,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við Vísi aðspurð hvers vegna vantrauststillagan sé lögð fram nú. Hún segir raunhæft að tillagan komist á dagskrá á í dag og segir að flokkarnir sem leggi tillöguna fram stefni á það að verði gert. Hefð er fyrir því að taka vantrauststillögur fyrir eins fljótt og verða má.En hvers vegna er lagt fram vantraust á dómsmálaráðherra en ekki ríkisstjórnina? „„Því það er ráðherra sem nýtur ekki trausts. Það er hún sem gerðist brotleg við stjórnsýslulög, það er hún sem hefur verið dæmd tvívegis í Hæstarétti og hefur ekki sýnt eina einustu viðleitni til að bæta þar úr eða taka ábyrgð þar á. Þar með hefur hún gefið mjög skýr skilaboð um að hún muni ekkert láta þetta vera einu embættisathafnirnar þar sem að hún virðir að vettugi allar ráðleggingar og brýtur lög til þess að geta gert hlutina eftir eigin geðþótta. Þannig ráðherra er ekki treystandi. Ríkisstjórnin er alltaf líka að fara að verja sjálfa sig falli en hér erum við að athuga hvort að ríkisstjórnin og stjórnarliðar sætti sig virkilega við að hafa manneskju yfir málaflokkunum dómsmál, mannréttindamál, dómsmál sem virðir ekki grundvallarreglur réttarríkisins í sínum störfum,“ segir Þórhildur Sunna.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Gerir ekki athugun á ráðherra Umboðsmaður Alþingis skoðar stigagjöf við mat á umsækjendum um opinber störf og áhrif hennar á stjórnsýsluhætti. Hann telur dómstóla hafa svarað álitaefnum um embættisfærslur dómsmálaráðherra. 5. mars 2018 06:00 „Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21 Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 08:26 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Sjá meira
Gerir ekki athugun á ráðherra Umboðsmaður Alþingis skoðar stigagjöf við mat á umsækjendum um opinber störf og áhrif hennar á stjórnsýsluhætti. Hann telur dómstóla hafa svarað álitaefnum um embættisfærslur dómsmálaráðherra. 5. mars 2018 06:00
„Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21
Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 08:26
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu