Streita og álag hrekur konur af vinnumarkaði Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. mars 2018 08:00 Ein skýringin á því að konum í veikindaleyfi fjölgar er sú að álagið á kvennastéttir, svo sem sjúkraliða eða hjúkrunarfræðinga, sé allt of mikið. VÍSIR/VILHELM „Fjöldinn fór minnkandi í aðdraganda hrunsins og svo jókst hann í kjölfar hrunsins. Án frekari greiningar hjá okkur er erfitt að draga einhverjar ályktanir en það vakna spurningar um hvort niðurskurður bæði hjá fyrirtækjum og hinu opinbera hafi ekki valdið meira álagi hjá kvennastéttum en karlastéttum og valdi þar af leiðandi meiri streitu og auknum veikindum hjá konum,“ segir Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá ASÍ. Fjöldi kvenna, sem eru utan vinnumarkaðar vegna veikinda eða annarra ástæðna sem gera þær ófærar til vinnu, hefur fjórfaldast frá því á þriðja ársfjórðungi ársins 2010. Þá voru 900 konur tímabundið utan vinnumarkaðar, en á þriðja ársfjórðungi 2017 voru þær 3.800. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ASÍ um vinnumarkaðinn. Þar kemur líka fram að frá þriðja ársfjórðungi 2016 til þriðja ársfjórðungs 2017 fjölgaði konum, sem eru veikar eða tímabundið ófærar til vinnu, úr 2.100 í 3.800 og körlum fjölgaði úr 1.300 í 2.200.Ellen CalmonÍ skýrslunni kemur fram að konur eru 66 prósent þeirra sem sótt hafa þjónustu VIRK en karlar eru 34 prósent. Hlutverk VIRK er að aðstoða fólk sem dottið hefur út af vinnumarkaði í kjölfar veikinda, slysa eða annarra áfalla við að endurheimta getu og hæfni til þátttöku á vinnumarkaði. Umfang starfseminnar hefur aukist mikið á síðustu árum og í fyrra bættust 1.854 einstaklingar á skrá hjá VIRK. Ellen Calmon, fyrrverandi formaður Öryrkjabandalagsins, er líka með ákveðnar kenningar, sem hún tekur þó fram að séu ekki allar vísindalega sannaðar. „Lægstu laun á vinnumarkaði eru allt of lág og konur í láglaunastörfum og þá sérstaklega í umönnunarstörfum, svo sem sjúkraliðar, hjúkrunarfræðingar, leikskólakennarar og ófaglært starfsfólk á leikskólum, eru með allt of lág laun og það gerir það að verkum að það eru fáir bara í 100 prósent störfum. Fólk er að stunda tvö til þrjú launuð störf til að hafa ofan í sig og á. Það þarf að hækka lægstu laun og húsnæðisverð er allt of hátt. Þetta gerir það að verkum að fólk með lægstu launin og þá sérstaklega konur eru einfaldlega að vinna frá sér heilsuna,“ segir Ellen. Hún bendir á að flestir þeir sem detta út af vinnumarkaði séu með einhvers konar geðraskanir og svo stoðkerfissjúkdóma. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
„Fjöldinn fór minnkandi í aðdraganda hrunsins og svo jókst hann í kjölfar hrunsins. Án frekari greiningar hjá okkur er erfitt að draga einhverjar ályktanir en það vakna spurningar um hvort niðurskurður bæði hjá fyrirtækjum og hinu opinbera hafi ekki valdið meira álagi hjá kvennastéttum en karlastéttum og valdi þar af leiðandi meiri streitu og auknum veikindum hjá konum,“ segir Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá ASÍ. Fjöldi kvenna, sem eru utan vinnumarkaðar vegna veikinda eða annarra ástæðna sem gera þær ófærar til vinnu, hefur fjórfaldast frá því á þriðja ársfjórðungi ársins 2010. Þá voru 900 konur tímabundið utan vinnumarkaðar, en á þriðja ársfjórðungi 2017 voru þær 3.800. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ASÍ um vinnumarkaðinn. Þar kemur líka fram að frá þriðja ársfjórðungi 2016 til þriðja ársfjórðungs 2017 fjölgaði konum, sem eru veikar eða tímabundið ófærar til vinnu, úr 2.100 í 3.800 og körlum fjölgaði úr 1.300 í 2.200.Ellen CalmonÍ skýrslunni kemur fram að konur eru 66 prósent þeirra sem sótt hafa þjónustu VIRK en karlar eru 34 prósent. Hlutverk VIRK er að aðstoða fólk sem dottið hefur út af vinnumarkaði í kjölfar veikinda, slysa eða annarra áfalla við að endurheimta getu og hæfni til þátttöku á vinnumarkaði. Umfang starfseminnar hefur aukist mikið á síðustu árum og í fyrra bættust 1.854 einstaklingar á skrá hjá VIRK. Ellen Calmon, fyrrverandi formaður Öryrkjabandalagsins, er líka með ákveðnar kenningar, sem hún tekur þó fram að séu ekki allar vísindalega sannaðar. „Lægstu laun á vinnumarkaði eru allt of lág og konur í láglaunastörfum og þá sérstaklega í umönnunarstörfum, svo sem sjúkraliðar, hjúkrunarfræðingar, leikskólakennarar og ófaglært starfsfólk á leikskólum, eru með allt of lág laun og það gerir það að verkum að það eru fáir bara í 100 prósent störfum. Fólk er að stunda tvö til þrjú launuð störf til að hafa ofan í sig og á. Það þarf að hækka lægstu laun og húsnæðisverð er allt of hátt. Þetta gerir það að verkum að fólk með lægstu launin og þá sérstaklega konur eru einfaldlega að vinna frá sér heilsuna,“ segir Ellen. Hún bendir á að flestir þeir sem detta út af vinnumarkaði séu með einhvers konar geðraskanir og svo stoðkerfissjúkdóma.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira