Kosningar í Eflingu: Segjast ekki kannast við áróður á kjörstað Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2018 19:05 Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar Eflingar. Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar verkalýðsfélagsins Eflingar, segir að þeir starfsmenn félagsins sem rætt hafi verið við vegna meints áróðurs á kjörstað utan kjörfundar kannist ekki við atvikið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum en Vísir greindi í dag frá yfirlýsingu tveggja einstaklinga sem lýsir því hvernig starfsmaður á skrifstofu Eflingar, sem sá um kosningu utan kjörfundar, reyndi að telja konu sem er af erlendu bergi brotin inn á það að kjósa A-listann í stjórn félagsins. Gísli Tryggvason, lögmaður B-lista, sagðist í stuttu samtali við Vísi vera búinn að boða kæru vegna málsins. Í yfirlýsingu formanns kjörstjórnar kemur fram að kjörstjórn Eflingar hafi ekki borist neinar kærur vegna framkvæmdar á kosningu til stjórnar. „Formaður kjörstjórnar fékk sent afrit bréfs sem ekki var á neinn stílað þar sem tveir einstaklingar segjast hafa verið vitni að áróðri starfsmanns á kjörstað. Þó ekki sé eða hafi verið um kæru að ræða hefur verið farið yfir meint atvik með starfsmönnum og kannast þeir ekki við þá háttsemi sem ýjað er að,“ segir í yfirlýsingu formanns kjörstjórnar. Tveir listar eru í framboði til stjórnar Eflingar, A-listi stjórnar og trúnaðarráðs og B-listi Sólveigar Önnu Jónsdóttur. Kjördagar eru í dag og á morgun. Í bréfinu sem formaður kjörstjórnar vísar í í yfirlýsingu sinni og Vísir fjallaði um í dag segjast tveir einstaklingar hafa þann 1. mars verið að bíða þess þriðja sem var í kjörklefa þegar erlend kona kom inn á skrifstofuna. Konan kvartaði undan því að ekki væru aðgengilegar upplýsingar um kosningarnar á tungumáli sem hún skildi og að hún hefði enga hugmynd um hvað ætti að kjósa. Konan sem annaðist kosningarnar hélt því hins vegar fram að allar upplýsingar væru aðgengilegar á ensku, á vefsíðunni og hóf síðan að ræða nánar við konuna. Hún staðhæfði að A-listann skipaði mjög hæft fólk, sem þegar væri starfandi hjá félaginu, hefði gert það og vissi því hvað það væri að gera og hvernig félagið virkaði. Því væri hins vegar ekki svo farið með B-listann. Þar færi þvert á móti folk sem aldrei hefði svo mikið sem mætt á fundi félagsins, ekkert þeirra hefði starfað hjá félaginu og vissi því fátt eitt um hvernig það virkaði. Það eina sem það fólk vildi væri bara „verkfall, verkfall og aftur verkfall“ en Efling ætti að forðast verkföll því þetta væri hreyfing fólks sem hefði mjög lág laun og verkfall myndi því reynast því mjög kostnaðarsamt. Kjaramál Tengdar fréttir Þúsundir utan kjörskrárinnar Af þeim tæplega 25 þúsund manns sem greiða eða hafa greitt iðgjöld til Eflingar á undanförnum 12 mánuðum eru aðeins rúmlega 16 þúsund á kjörskrá vegna stjórnarkjörs í stéttarfélaginu Eflingu. 28. febrúar 2018 07:00 400 hafa þegar kosið í Eflingu Um 400 manns hafa kosið utan kjörfundar í kosningu um nýjan formann og stjórn Eflingar. Kjörfundur hefst klukkan níu í dag á skrifstofu félagsins að Guðrúnartúni 1 og stendur til kl. 16 á morgun. 5. mars 2018 06:00 „Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Sjá meira
Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar verkalýðsfélagsins Eflingar, segir að þeir starfsmenn félagsins sem rætt hafi verið við vegna meints áróðurs á kjörstað utan kjörfundar kannist ekki við atvikið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum en Vísir greindi í dag frá yfirlýsingu tveggja einstaklinga sem lýsir því hvernig starfsmaður á skrifstofu Eflingar, sem sá um kosningu utan kjörfundar, reyndi að telja konu sem er af erlendu bergi brotin inn á það að kjósa A-listann í stjórn félagsins. Gísli Tryggvason, lögmaður B-lista, sagðist í stuttu samtali við Vísi vera búinn að boða kæru vegna málsins. Í yfirlýsingu formanns kjörstjórnar kemur fram að kjörstjórn Eflingar hafi ekki borist neinar kærur vegna framkvæmdar á kosningu til stjórnar. „Formaður kjörstjórnar fékk sent afrit bréfs sem ekki var á neinn stílað þar sem tveir einstaklingar segjast hafa verið vitni að áróðri starfsmanns á kjörstað. Þó ekki sé eða hafi verið um kæru að ræða hefur verið farið yfir meint atvik með starfsmönnum og kannast þeir ekki við þá háttsemi sem ýjað er að,“ segir í yfirlýsingu formanns kjörstjórnar. Tveir listar eru í framboði til stjórnar Eflingar, A-listi stjórnar og trúnaðarráðs og B-listi Sólveigar Önnu Jónsdóttur. Kjördagar eru í dag og á morgun. Í bréfinu sem formaður kjörstjórnar vísar í í yfirlýsingu sinni og Vísir fjallaði um í dag segjast tveir einstaklingar hafa þann 1. mars verið að bíða þess þriðja sem var í kjörklefa þegar erlend kona kom inn á skrifstofuna. Konan kvartaði undan því að ekki væru aðgengilegar upplýsingar um kosningarnar á tungumáli sem hún skildi og að hún hefði enga hugmynd um hvað ætti að kjósa. Konan sem annaðist kosningarnar hélt því hins vegar fram að allar upplýsingar væru aðgengilegar á ensku, á vefsíðunni og hóf síðan að ræða nánar við konuna. Hún staðhæfði að A-listann skipaði mjög hæft fólk, sem þegar væri starfandi hjá félaginu, hefði gert það og vissi því hvað það væri að gera og hvernig félagið virkaði. Því væri hins vegar ekki svo farið með B-listann. Þar færi þvert á móti folk sem aldrei hefði svo mikið sem mætt á fundi félagsins, ekkert þeirra hefði starfað hjá félaginu og vissi því fátt eitt um hvernig það virkaði. Það eina sem það fólk vildi væri bara „verkfall, verkfall og aftur verkfall“ en Efling ætti að forðast verkföll því þetta væri hreyfing fólks sem hefði mjög lág laun og verkfall myndi því reynast því mjög kostnaðarsamt.
Kjaramál Tengdar fréttir Þúsundir utan kjörskrárinnar Af þeim tæplega 25 þúsund manns sem greiða eða hafa greitt iðgjöld til Eflingar á undanförnum 12 mánuðum eru aðeins rúmlega 16 þúsund á kjörskrá vegna stjórnarkjörs í stéttarfélaginu Eflingu. 28. febrúar 2018 07:00 400 hafa þegar kosið í Eflingu Um 400 manns hafa kosið utan kjörfundar í kosningu um nýjan formann og stjórn Eflingar. Kjörfundur hefst klukkan níu í dag á skrifstofu félagsins að Guðrúnartúni 1 og stendur til kl. 16 á morgun. 5. mars 2018 06:00 „Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Sjá meira
Þúsundir utan kjörskrárinnar Af þeim tæplega 25 þúsund manns sem greiða eða hafa greitt iðgjöld til Eflingar á undanförnum 12 mánuðum eru aðeins rúmlega 16 þúsund á kjörskrá vegna stjórnarkjörs í stéttarfélaginu Eflingu. 28. febrúar 2018 07:00
400 hafa þegar kosið í Eflingu Um 400 manns hafa kosið utan kjörfundar í kosningu um nýjan formann og stjórn Eflingar. Kjörfundur hefst klukkan níu í dag á skrifstofu félagsins að Guðrúnartúni 1 og stendur til kl. 16 á morgun. 5. mars 2018 06:00
„Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent