Dæmi um að viðhalds- og umsýslugjöld séu dregin af launum erlendra starfsmanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. mars 2018 16:41 Erlendir verkamenn hér á landi starfa flestir í byggingariðnaði. Vísir/Vilhelm 60 prósent þeirra mála sem komu inn á borð Eflingar á síðasta ári varðandi launakröfur og brot á réttindum launafólks tendust launafólki af erlendum uppruna. Dæmi er um að starfsmannaleiga setji ákvæði í ráðningarsamninga um að viðhalds- og umsýslugjöld dragist af launum starfsmanna.Þetta kemur fram í nýrri vinnumarkaðsskýrslu hagdeildar ASÍ sem birt var í dag. Þar segir að undanfarin ári hafi átt sér stað gríðarleg fjölgun á erlendu starfsfólki sem komi hingað til lands á vegum starfsmannaleiga og erlendra þjónustufyrirtækja.„Aldrei hafa fleiri starfsmannaleigustarfsmenn verið skráðir starfandi hérlendis en samkvæmt skráningumVinnumálastofnunar störfuðu samtals 3.205 starfsmenn á vegum starfsmannaleiga árið 2017, en það erfjölgun um 1.678 frá því árið 2016. Á toppi síðustu uppsveiflu árið 2007 var fjöldinn 1.505,“ segir í skýrslunni.Að sama skapi er fjöldi útsendra starfsmanna á vegum þjónustufyrirtækja innan evrópska efnahagssvæðisins einnig í sögulegu hámarki en á þessu ári var fjöldinn 1.825 samanborið við 279 þegar mest lét í síðustu uppsveiflu árið 2008.Í skýrslunni segir að hætta sé á að réttindi starfsfólks starfsmannaleiga séu virt að vettugi. Er þar bent á ákvæði laga um starfsmannaleigur þar sem kveðið sé á um að starfsfólk starfsmannaleiga eigi að njóta sömu kjara og það væri ráðið beint til notendafyrirtækis auk þess sem það eigi rétt á sömu meðferð, aðstöðu, aðbúnaði, aðgengi að þjálfun og annarri menntun hjá því fyrirtæki. Mynd/ASÍ„Erfitt hefur reynst að ganga úr skugga um að þeim reglum sé framfylgt,“ segir í skýrslunni. Segir einnig að hátt í þúsund mál hafi komið á borð Eflingar stéttarfélags tengd erlendum félagsmönnu. Af málunum séu sjö prósent tengd launafólki á vegum starfsmannaleiga en fjöldi félagsmanna Eflinga sem starfa fyrir slíkar leigur sé aðeins um 1,5-2 prósent af heildarfjölda félagsmanna.Óæskilegt að starfsmaður sé háður atvinnurekanda um húsnæði Þá segir einnig að síðustu ár hafi borið á því að erlendum starfsmannleigustarfsmönnum á Íslandi sé gert að leigja herbergi af atvinnurekanda sínum, og að sú ráðstöfun sé hluti af ráðningarsamningum. „Óæskilegt verður að teljast að einstaklingar séu háðir atvinnurekanda sínum þegar kemur að húsnæði, þar sem hætta verður á að aðstæður sem kunna að koma upp í ráðningarsambandinu hafi þá áhrif á leigukjör og húsnæðisöryggi launamannsins ,“ segir í skýrslunni. Segir þar að vitað sé um tilraunir atvinnurekenda til að brjóta á starfsmönnum sem jafnframt eru leigjendur þeirra þegar ótímabundnu ráðningarsambandi hefur verið slitið með uppsögn annars aðilans. Í slíkum tilvikum er algengt að atvinnurekandi vanvirði rétt leigjanda til uppsagnarfrests í leigu. Þá sé einnig algengt að ýmis gjöld lendi á herðum starfsmanna starfsmannaleiga. Í skýrslunni er birtir hlutar af ráðningarsamningi ónefndrar starfsmannaleigu við starfsmann. Hefur leigan áskilið sér rétt til þess að rukka rukka um umsýslugjald ef hann segir upp innan ákveðins tíma, og draga af launum hans viðhaldsgjald fyrir endurnýjun á heimilisbúnaði, og ferðagjald fyrir ferðum starfsmannsins til og frá vinnu. Eins og sést hér að ofan hefur sama starfsmannaleiga látið fylgja á ráðningarsamningi að ef starfsmaður skuldar leigu, fatagjald, flugmiða, viðhaldsgjald, ferðagjald, líkamsræktaráskrift, eða önnur gjöld áskili hún sér rétt á að draga gjöldin frá launum starfsmannsins. „Slík háttsemi starfsmannaleiga er lögbrot og starfsfólki getur reynst vandasamt að átta sig á réttarstöðu sinni gagnvart slíkum illa skilgreindum gjöldum, “ segir í skýrslu ASÍ sem nálgast má hér. Kjaramál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Sjá meira
60 prósent þeirra mála sem komu inn á borð Eflingar á síðasta ári varðandi launakröfur og brot á réttindum launafólks tendust launafólki af erlendum uppruna. Dæmi er um að starfsmannaleiga setji ákvæði í ráðningarsamninga um að viðhalds- og umsýslugjöld dragist af launum starfsmanna.Þetta kemur fram í nýrri vinnumarkaðsskýrslu hagdeildar ASÍ sem birt var í dag. Þar segir að undanfarin ári hafi átt sér stað gríðarleg fjölgun á erlendu starfsfólki sem komi hingað til lands á vegum starfsmannaleiga og erlendra þjónustufyrirtækja.„Aldrei hafa fleiri starfsmannaleigustarfsmenn verið skráðir starfandi hérlendis en samkvæmt skráningumVinnumálastofnunar störfuðu samtals 3.205 starfsmenn á vegum starfsmannaleiga árið 2017, en það erfjölgun um 1.678 frá því árið 2016. Á toppi síðustu uppsveiflu árið 2007 var fjöldinn 1.505,“ segir í skýrslunni.Að sama skapi er fjöldi útsendra starfsmanna á vegum þjónustufyrirtækja innan evrópska efnahagssvæðisins einnig í sögulegu hámarki en á þessu ári var fjöldinn 1.825 samanborið við 279 þegar mest lét í síðustu uppsveiflu árið 2008.Í skýrslunni segir að hætta sé á að réttindi starfsfólks starfsmannaleiga séu virt að vettugi. Er þar bent á ákvæði laga um starfsmannaleigur þar sem kveðið sé á um að starfsfólk starfsmannaleiga eigi að njóta sömu kjara og það væri ráðið beint til notendafyrirtækis auk þess sem það eigi rétt á sömu meðferð, aðstöðu, aðbúnaði, aðgengi að þjálfun og annarri menntun hjá því fyrirtæki. Mynd/ASÍ„Erfitt hefur reynst að ganga úr skugga um að þeim reglum sé framfylgt,“ segir í skýrslunni. Segir einnig að hátt í þúsund mál hafi komið á borð Eflingar stéttarfélags tengd erlendum félagsmönnu. Af málunum séu sjö prósent tengd launafólki á vegum starfsmannaleiga en fjöldi félagsmanna Eflinga sem starfa fyrir slíkar leigur sé aðeins um 1,5-2 prósent af heildarfjölda félagsmanna.Óæskilegt að starfsmaður sé háður atvinnurekanda um húsnæði Þá segir einnig að síðustu ár hafi borið á því að erlendum starfsmannleigustarfsmönnum á Íslandi sé gert að leigja herbergi af atvinnurekanda sínum, og að sú ráðstöfun sé hluti af ráðningarsamningum. „Óæskilegt verður að teljast að einstaklingar séu háðir atvinnurekanda sínum þegar kemur að húsnæði, þar sem hætta verður á að aðstæður sem kunna að koma upp í ráðningarsambandinu hafi þá áhrif á leigukjör og húsnæðisöryggi launamannsins ,“ segir í skýrslunni. Segir þar að vitað sé um tilraunir atvinnurekenda til að brjóta á starfsmönnum sem jafnframt eru leigjendur þeirra þegar ótímabundnu ráðningarsambandi hefur verið slitið með uppsögn annars aðilans. Í slíkum tilvikum er algengt að atvinnurekandi vanvirði rétt leigjanda til uppsagnarfrests í leigu. Þá sé einnig algengt að ýmis gjöld lendi á herðum starfsmanna starfsmannaleiga. Í skýrslunni er birtir hlutar af ráðningarsamningi ónefndrar starfsmannaleigu við starfsmann. Hefur leigan áskilið sér rétt til þess að rukka rukka um umsýslugjald ef hann segir upp innan ákveðins tíma, og draga af launum hans viðhaldsgjald fyrir endurnýjun á heimilisbúnaði, og ferðagjald fyrir ferðum starfsmannsins til og frá vinnu. Eins og sést hér að ofan hefur sama starfsmannaleiga látið fylgja á ráðningarsamningi að ef starfsmaður skuldar leigu, fatagjald, flugmiða, viðhaldsgjald, ferðagjald, líkamsræktaráskrift, eða önnur gjöld áskili hún sér rétt á að draga gjöldin frá launum starfsmannsins. „Slík háttsemi starfsmannaleiga er lögbrot og starfsfólki getur reynst vandasamt að átta sig á réttarstöðu sinni gagnvart slíkum illa skilgreindum gjöldum, “ segir í skýrslu ASÍ sem nálgast má hér.
Kjaramál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Sjá meira