Keli þjófur Guðmundur Brynjólfsson skrifar 5. mars 2018 07:00 Keli Kela komst með brögðum inn í Landssamband bakarameistara. Alkunna er að hann tók ófrjálsri hendi uppskrift að sandköku sem hinn grandvari og vandaði kökugerðarmaður Nói Briem átti og hafði þróað í áratugi. Þessa sandkökuuppskrift lagði Keli fram sem sína og kláraði þannig Iðnskólann með bravúr. Reyndar var útskrift hans flautuð af á síðustu stundu og Keli kallaður fram á klósett – það var jú verið að nota salinn – og honum kynntar niðurstöður úr greiningu á deiginu og samanburður á uppskriftunum, hans og Nóa Briem. Þær reyndust eins. Nú voru góð ráð dýr. Keli þykir vel ættaður ef allt er lagt saman, bæði skylt og óskylt, og því ótækt að hleypa honum ekki inn í fagið. Verandi af ætt hvar bakari hefur tekið við af bakara í áratugi; eða frá því Keli kardó laðaðist að greininni úti í Kaupmannahöfn árið 1811 – árið sem hinn frægi kardimommudropaskortur kom upp við Eyrarsund. Keli Kela fékk nú að baka sig inn í stéttina – með skilyrðum; hann varð að leiðrétta „Piparkökusönginn“ fræga og baka, vegna sinnar innréttingar, tvöfalda uppskrift, eftir hinni ljóðrænu leiðsögn Hérastubbs bakara. Þetta réð „okkar“ maður við. Án sjálftekinnar hjálpar. En nú er allt í uppnámi. Keli rífur sig ofan í rassgat og vill fá að ráða því hvaða bakarameistarar skuli skipa dómnefnd næst þegar Landsambandið stendur fyrir samkeppninni um „Köku ársins“. Frekjan og oflátungshátturinn í Kela eru takmarkalaus. Hann hnoðar og hrærir saman alls konar rök, óstöðvandi í óbilgirni sinni, og derringurinn sáldrast af honum eins og flórsykur. Gárungar í bakarastétt sendu honum afskurð af sandköku í pósti. En, hann skildi ekki sneiðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Keli Kela komst með brögðum inn í Landssamband bakarameistara. Alkunna er að hann tók ófrjálsri hendi uppskrift að sandköku sem hinn grandvari og vandaði kökugerðarmaður Nói Briem átti og hafði þróað í áratugi. Þessa sandkökuuppskrift lagði Keli fram sem sína og kláraði þannig Iðnskólann með bravúr. Reyndar var útskrift hans flautuð af á síðustu stundu og Keli kallaður fram á klósett – það var jú verið að nota salinn – og honum kynntar niðurstöður úr greiningu á deiginu og samanburður á uppskriftunum, hans og Nóa Briem. Þær reyndust eins. Nú voru góð ráð dýr. Keli þykir vel ættaður ef allt er lagt saman, bæði skylt og óskylt, og því ótækt að hleypa honum ekki inn í fagið. Verandi af ætt hvar bakari hefur tekið við af bakara í áratugi; eða frá því Keli kardó laðaðist að greininni úti í Kaupmannahöfn árið 1811 – árið sem hinn frægi kardimommudropaskortur kom upp við Eyrarsund. Keli Kela fékk nú að baka sig inn í stéttina – með skilyrðum; hann varð að leiðrétta „Piparkökusönginn“ fræga og baka, vegna sinnar innréttingar, tvöfalda uppskrift, eftir hinni ljóðrænu leiðsögn Hérastubbs bakara. Þetta réð „okkar“ maður við. Án sjálftekinnar hjálpar. En nú er allt í uppnámi. Keli rífur sig ofan í rassgat og vill fá að ráða því hvaða bakarameistarar skuli skipa dómnefnd næst þegar Landsambandið stendur fyrir samkeppninni um „Köku ársins“. Frekjan og oflátungshátturinn í Kela eru takmarkalaus. Hann hnoðar og hrærir saman alls konar rök, óstöðvandi í óbilgirni sinni, og derringurinn sáldrast af honum eins og flórsykur. Gárungar í bakarastétt sendu honum afskurð af sandköku í pósti. En, hann skildi ekki sneiðina.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun