Kynningarnar fara fram í Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands og boðið verður upp á fríar strætóferðir milli staða.
Auk fyrrgreindra skóla eru það Landbúnaðarháskóli Íslands, Háskólinn á Hólum, Háskólinn á Bifröst og Háskólinn á Akureyri sem kynna sitt nám á morgun.

Háskóladagurinn mun svo í framhaldi af ofangreindum degi leggja af stað í ferð um landið og heimsækja níu skóla utan höfuðborgarsvæðisins dagana 5. - 15. mars.
Nánari dagskrá má nálgast á heimasíðu Háskóladagsins.