Innlent

Stefán Kristjánsson látinn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Stefán Kristjánsson sést hér í hraðskákeinvígi í Kringlunni árið 2012.
Stefán Kristjánsson sést hér í hraðskákeinvígi í Kringlunni árið 2012. vísir/anton brink
Stefán Kristjánsson stórmeistari í skák lést þann 28. febrúar síðastliðinn, 35 ára að aldri. Fyrst var greint frá andláti hans á vef RÚV.

Stefán fæddist þann 8. desember 1982. Hann var útnefndur alþjóðlegur meistari í skák árið 2002 og árið 2011 varð hann stórmeistari í skák.

Þá var Stefán um tíma fastamaður í landsliði Íslands og tefldi níu sinnum fyrir hönd Íslands á árunum 2000 til 2008. Keppti hann fimm sinnum á Ólympíuskákmóti og fjórum sinnum á Evrópumóti landsliða að því er fram kemur á vef Skákfrétta.

Stefán lætur eftir sig einn son.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×