Jafntefli hjá Barcelona Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. mars 2018 22:05 Lionel Messi fagnar marki með Barcelona. Vísir/Getty Barcelona missti mikilvæg stig í toppbaráttunni í spænsku La Liga deildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið gerði jafntefli við Las Palmas á útivelli. Lionel Messi kom Barcelona yfir á 21. mínútu með marki beint úr aukaspyrnu. Gestirnir voru 1-0 yfir í hálfleik. Síðari hálfleikurinn byrjaði með látum þegar Las Palmas fékk vítaspyrnu. Jonathan Calleri fór á punktinn og skoraði. Mikið skilningsleysi var í kringum það afhverju vítaspyrnan var dæmd, einhverjir hefðu eflaust óskað eftir myndbandsdómara til að skoða þetta atvik betur. Heimamenn tvíefldust við jöfnunarmarkið og voru sterkari á næstu mínútum. Barcelona sótti í sig veðrið þegar leið á en náði ekki að koma inn sigurmarki, 1-1 jafntefli niðurstaðan. Þetta var aðeins sjötti leikurinn í La Liga deildinni í vetur þar sem Barcelona tapar sigur. Eftir stórsigur Atletico Madrid munar aðeins fimm stigum á liðunum í deildinni eftir 26 umferðir. Spænski boltinn
Barcelona missti mikilvæg stig í toppbaráttunni í spænsku La Liga deildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið gerði jafntefli við Las Palmas á útivelli. Lionel Messi kom Barcelona yfir á 21. mínútu með marki beint úr aukaspyrnu. Gestirnir voru 1-0 yfir í hálfleik. Síðari hálfleikurinn byrjaði með látum þegar Las Palmas fékk vítaspyrnu. Jonathan Calleri fór á punktinn og skoraði. Mikið skilningsleysi var í kringum það afhverju vítaspyrnan var dæmd, einhverjir hefðu eflaust óskað eftir myndbandsdómara til að skoða þetta atvik betur. Heimamenn tvíefldust við jöfnunarmarkið og voru sterkari á næstu mínútum. Barcelona sótti í sig veðrið þegar leið á en náði ekki að koma inn sigurmarki, 1-1 jafntefli niðurstaðan. Þetta var aðeins sjötti leikurinn í La Liga deildinni í vetur þar sem Barcelona tapar sigur. Eftir stórsigur Atletico Madrid munar aðeins fimm stigum á liðunum í deildinni eftir 26 umferðir.