Geimferðastofnun Bandaríkjanna stefnir á að skjóta veðurtungli á braut um jörðu klukkan 22.02 að íslenskum tíma. Fylgjast má með geimskotinu í beinni útsendingu hér að neðan.
Um borð í eldflauginni er annað af tveimur GOES-S veðurtunglum sem munu í sameiningu vakta vesturhvel jarðar og veðurkerfi sem þar myndast.Nánar má lesa um geimskotið hér.
Bandaríska geimferðafyrirtækið SpaceX skaut á loft Falcon 9 eldflaug fyrr í dag. Bátur með risastóru neti var gerður út til þess að reyna að grípa nef eldflaugarinnar.