Örverur gætu þrifist í neðanjarðarhafi Enkeladusar Kjartan Kjartansson skrifar 1. mars 2018 10:15 Enkeladus spýr strókum vatnsgufu og íss blönduðum lífrænum efnum út í geiminn. Strókarnir eru vísbending um mikið neðanjarðarhaf undir ísilögðu yfirborði tunglsins. NASA/JPL-Caltech/Univ. Arizona/Univ. Idaho Tilraunir sem vísindamenn hafa gert með örverur benda til þess að ákveðnar tegundir þeirra gætu líklega lifað í neðanjarðarhafi undir yfirborði Enkeladusar, tungls Satúrnusar. Aukaafurð lífveranna er metan en gasið hefur greinst í strókum á ístunglinu sem spúa vatni út í geiminn. Enkeladus hefur lengi verið talið einn mest spennandi hnötturinn í sólkerfinu frá því að Cassini-geimfarið sáluga kom auga á vatnsstróka sem gusu upp um sprungur í ísilögðu yfirborði þessa sjötta stærsta tungls Satúrnusar. Rannsóknir hafa síðan leitt í ljós að haf fljótandi vatns er líklega að finna undir nokkurra kílómetra þykkri ísskorpu. Það opnaði möguleikann á að lífverur gætu leynst í vatninu sem nærðust á steinefnum frá jarðhitastrýtum eins og menn hafa fundið neðansjávar á jörðinni.Líktu eftir aðstæðum við strýtur á hafsbotni Enkeladusar Vísindamenn undir forystu Ruth-Sophie Taubner frá Háskólanum í Vín gerðu nýlega tilraunir með þrjár tegundir fornbaktería sem mynda metan, að því er segir í frétt Space.com. Fornbakteríur eru frumstæðar örverur án kjarna eða annarrar innri byggingar. Talið er að rekja megi ættir bakteríanna allt aftur til fyrstu örveranna á jörðinni. Líktu vísindamennirnir eftir aðstæðum við jarðhitastrýtur á hafsbotni Enkeladusar og komust að því að ein tegund bakteríanna gæti mögulega þrifist þar. Bakterían M. Okinawensis óx og dafnaði og myndaði metan í tilraununum. Cassini-geimfarið greindi metan í strókunum sem stíga upp frá yfirborði Enkeladusar.Cassini-geimfarið náði mikilfenglegum myndum af ístunglinu Enkeladusi á þeim tólf árum sem það hringsólaði um Satúrnuskerfið. Leiðangrinum lauk í fyrra.NASA/JPL/Space Science InstituteÞá gerðu vísindamennirnir tilraunir með verkanir bergs og vatns sem eiga sér líklega stað inni í ístunglinu. Þeir telja líklegt að vetni myndist í miklu magni sem gæti fóðrað örverur. „Þannig að eitthvað af metaninu sem greindist á Enkeladusi gæti í kenningunni átt sér líffræðilegan uppruna,“ segir Simon Rittmann, einn höfunda rannsóknarinnar frá Vínarháskóla.Ekki endilega frá lífrænum uppsprettumMetan getur hins vegar einnig orðið til við efnahvörf bergs og vatns og vísindamennirnir fullyrða ekkert um að metanið á Enkeladusi komi frá lífverum. Niðurstöðurnar eru hins vegar enn ein rannsóknin sem gefur mönnum von um að líf gæti mögulega þrifist á hnettinum. Enkeladus er ekki eini hnötturinn í sólkerfinu sem talinn er geyma neðanjarðarhaf fljótandi vatns. Evrópa, eitt Galíleotungla Júpíters, hefur lengi vakið forvitni vísindamanna af þessum ástæðum. Þá kom Voyager 2-geimfarið auga á svipaða stróka frá Trítoni, tungli Neptúnusar, og sést hafa á Enkeladusi. Það hefur gefið vísindamönnum tilefni til að ætla að neðanjarðarhaf gæti einnig verið að finna þar. Geimurinn Satúrnus Vísindi Tengdar fréttir Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima. 14. september 2017 09:30 Cassini-leiðangrinum lauk með miklum blossa Síðasta sending Cassini átti sér stað um kl. 10:30 að íslenskum tíma í morgun. Merkið tók 83 mínútur að berast til jarðar. 15. september 2017 12:00 Satúrnus í návígi Risavaxnir fellibylur eru á meðal þess sem Cassini festi á filmu í návígi þegar geimfarið dýfði sér á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. 30. apríl 2017 11:52 Kveðjukoss Cassini Geimfarið Cassini hefur tekið sína síðustu dýfu milli hringa Satúrnusar. Næsta ferð þangað verður farin í leit að framandi lífi. 16. september 2017 06:00 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Tilraunir sem vísindamenn hafa gert með örverur benda til þess að ákveðnar tegundir þeirra gætu líklega lifað í neðanjarðarhafi undir yfirborði Enkeladusar, tungls Satúrnusar. Aukaafurð lífveranna er metan en gasið hefur greinst í strókum á ístunglinu sem spúa vatni út í geiminn. Enkeladus hefur lengi verið talið einn mest spennandi hnötturinn í sólkerfinu frá því að Cassini-geimfarið sáluga kom auga á vatnsstróka sem gusu upp um sprungur í ísilögðu yfirborði þessa sjötta stærsta tungls Satúrnusar. Rannsóknir hafa síðan leitt í ljós að haf fljótandi vatns er líklega að finna undir nokkurra kílómetra þykkri ísskorpu. Það opnaði möguleikann á að lífverur gætu leynst í vatninu sem nærðust á steinefnum frá jarðhitastrýtum eins og menn hafa fundið neðansjávar á jörðinni.Líktu eftir aðstæðum við strýtur á hafsbotni Enkeladusar Vísindamenn undir forystu Ruth-Sophie Taubner frá Háskólanum í Vín gerðu nýlega tilraunir með þrjár tegundir fornbaktería sem mynda metan, að því er segir í frétt Space.com. Fornbakteríur eru frumstæðar örverur án kjarna eða annarrar innri byggingar. Talið er að rekja megi ættir bakteríanna allt aftur til fyrstu örveranna á jörðinni. Líktu vísindamennirnir eftir aðstæðum við jarðhitastrýtur á hafsbotni Enkeladusar og komust að því að ein tegund bakteríanna gæti mögulega þrifist þar. Bakterían M. Okinawensis óx og dafnaði og myndaði metan í tilraununum. Cassini-geimfarið greindi metan í strókunum sem stíga upp frá yfirborði Enkeladusar.Cassini-geimfarið náði mikilfenglegum myndum af ístunglinu Enkeladusi á þeim tólf árum sem það hringsólaði um Satúrnuskerfið. Leiðangrinum lauk í fyrra.NASA/JPL/Space Science InstituteÞá gerðu vísindamennirnir tilraunir með verkanir bergs og vatns sem eiga sér líklega stað inni í ístunglinu. Þeir telja líklegt að vetni myndist í miklu magni sem gæti fóðrað örverur. „Þannig að eitthvað af metaninu sem greindist á Enkeladusi gæti í kenningunni átt sér líffræðilegan uppruna,“ segir Simon Rittmann, einn höfunda rannsóknarinnar frá Vínarháskóla.Ekki endilega frá lífrænum uppsprettumMetan getur hins vegar einnig orðið til við efnahvörf bergs og vatns og vísindamennirnir fullyrða ekkert um að metanið á Enkeladusi komi frá lífverum. Niðurstöðurnar eru hins vegar enn ein rannsóknin sem gefur mönnum von um að líf gæti mögulega þrifist á hnettinum. Enkeladus er ekki eini hnötturinn í sólkerfinu sem talinn er geyma neðanjarðarhaf fljótandi vatns. Evrópa, eitt Galíleotungla Júpíters, hefur lengi vakið forvitni vísindamanna af þessum ástæðum. Þá kom Voyager 2-geimfarið auga á svipaða stróka frá Trítoni, tungli Neptúnusar, og sést hafa á Enkeladusi. Það hefur gefið vísindamönnum tilefni til að ætla að neðanjarðarhaf gæti einnig verið að finna þar.
Geimurinn Satúrnus Vísindi Tengdar fréttir Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima. 14. september 2017 09:30 Cassini-leiðangrinum lauk með miklum blossa Síðasta sending Cassini átti sér stað um kl. 10:30 að íslenskum tíma í morgun. Merkið tók 83 mínútur að berast til jarðar. 15. september 2017 12:00 Satúrnus í návígi Risavaxnir fellibylur eru á meðal þess sem Cassini festi á filmu í návígi þegar geimfarið dýfði sér á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. 30. apríl 2017 11:52 Kveðjukoss Cassini Geimfarið Cassini hefur tekið sína síðustu dýfu milli hringa Satúrnusar. Næsta ferð þangað verður farin í leit að framandi lífi. 16. september 2017 06:00 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima. 14. september 2017 09:30
Cassini-leiðangrinum lauk með miklum blossa Síðasta sending Cassini átti sér stað um kl. 10:30 að íslenskum tíma í morgun. Merkið tók 83 mínútur að berast til jarðar. 15. september 2017 12:00
Satúrnus í návígi Risavaxnir fellibylur eru á meðal þess sem Cassini festi á filmu í návígi þegar geimfarið dýfði sér á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. 30. apríl 2017 11:52
Kveðjukoss Cassini Geimfarið Cassini hefur tekið sína síðustu dýfu milli hringa Satúrnusar. Næsta ferð þangað verður farin í leit að framandi lífi. 16. september 2017 06:00