Að skapa störf og hagnað utan landhelginnar Jón Kaldal skrifar 1. mars 2018 07:00 Talsmenn fiskeldisfyrirtækjanna sem berjast fyrir stórauknu iðnaðareldi á laxi í sjókvíum við Ísland minnast mjög gjarnan á atvinnusköpun og byggðasjónarmið í málflutningi sínum. Það eru reyndar algeng stef þegar kemur að stóriðjuáformum á landsbyggðinni, oftar en ekki á kostnað náttúru og lífríkis Íslands. Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, var á þessum kunnuglegu slóðum í grein sem birtist í Fréttablaðinu í síðustu viku. En hvað er til í þessu? Er atvinnuástand á Vestfjörðum slæmt? Er þar fólk í neyð án vinnu? Svo er reyndar ekki. Atvinnuleysi er óvíða minna en á Vestfjörðum. Samkvæmt nýjustu tölum frá Vinnumálastofnun var atvinnuleysi fyrir vestan í janúar 1,7%. Það er vel undir landsmeðaltalinu sem er 2,4%. Kristján minnist líka á Djúpavog og Austfirði. Er fjöldi þar án vinnu? Nei, þvert á móti. Samkvæmt Vinnumálastofnun var atvinnuleysið þar í janúar enn minna en fyrir vestan. Heimafólk fyrir austan telur reyndar að þessi stórfelldu áform um eldi í sjókvíum vegi svo að tilveru þess að hafin er undirskriftasöfnun gegn þeim. Við þessar góðu og gleðilegu aðstæður í atvinnumálum hlýtur næsta spurning að vera: Hvert á að sækja mannskap til að vinna við stóraukið laxeldi? Mögulega tólf sinnum meira en það er núna, ef marka má orð Kristjáns. Blasir ekki við að laxeldisfyrirtækin, sem eru að stærstu leyti í eigu Norðmanna, munu þurfa að flytja inn erlent vinnuafl? Er það atvinnuuppbyggingin sem Kristján er að tala um? Meira að segja sú atvinnusköpun er mjög ótrygg. Sjókvíarnar eru ekki aðeins svo frumstæð tækni að fiskar sleppa alltaf út og mengunin frá þeim rennur beint í sjóinn, heldur bjóða þær líka upp á þann möguleika að stór verksmiðjuskip mönnuð erlendri áhöfn geta lagt upp að þeim, sogið upp eldislaxinn og siglt burt. Þannig verða ekki til störf á Íslandi. Við okkur blasir sem sagt að fiskeldisfyrirtækin, sem eru í meirihluta í norskri eigu, munu senda skip sín eftir eldislaxinum og fara með hann annað. Á Íslandi verða í besta falli örfáir starfsmenn sem sinna viðhaldi sjókvíanna. Önnur störf og hagnaðurinn verður til utan landhelginnar. Við sitjum hins vegar eftir með umhverfismengunina og óafturkræfan skaða á villta íslenska laxastofninum. Ef umboðsmönnum fiskeldisfyrirtækjanna er alvara með að vilja stuðla að atvinnuuppbyggingu á Íslandi þá er landeldi leiðin sem tryggir það. Landeldi útilokar líka mögulega erfðablöndun við villta laxinn og þar er notaður hreinsibúnaður en úrganginum ekki dembt beint í sjóinn eins og í sjókvíaeldinu.Höfundur er blaðamaður og félagi í The Icelandic Wildlife Fund Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Talsmenn fiskeldisfyrirtækjanna sem berjast fyrir stórauknu iðnaðareldi á laxi í sjókvíum við Ísland minnast mjög gjarnan á atvinnusköpun og byggðasjónarmið í málflutningi sínum. Það eru reyndar algeng stef þegar kemur að stóriðjuáformum á landsbyggðinni, oftar en ekki á kostnað náttúru og lífríkis Íslands. Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, var á þessum kunnuglegu slóðum í grein sem birtist í Fréttablaðinu í síðustu viku. En hvað er til í þessu? Er atvinnuástand á Vestfjörðum slæmt? Er þar fólk í neyð án vinnu? Svo er reyndar ekki. Atvinnuleysi er óvíða minna en á Vestfjörðum. Samkvæmt nýjustu tölum frá Vinnumálastofnun var atvinnuleysi fyrir vestan í janúar 1,7%. Það er vel undir landsmeðaltalinu sem er 2,4%. Kristján minnist líka á Djúpavog og Austfirði. Er fjöldi þar án vinnu? Nei, þvert á móti. Samkvæmt Vinnumálastofnun var atvinnuleysið þar í janúar enn minna en fyrir vestan. Heimafólk fyrir austan telur reyndar að þessi stórfelldu áform um eldi í sjókvíum vegi svo að tilveru þess að hafin er undirskriftasöfnun gegn þeim. Við þessar góðu og gleðilegu aðstæður í atvinnumálum hlýtur næsta spurning að vera: Hvert á að sækja mannskap til að vinna við stóraukið laxeldi? Mögulega tólf sinnum meira en það er núna, ef marka má orð Kristjáns. Blasir ekki við að laxeldisfyrirtækin, sem eru að stærstu leyti í eigu Norðmanna, munu þurfa að flytja inn erlent vinnuafl? Er það atvinnuuppbyggingin sem Kristján er að tala um? Meira að segja sú atvinnusköpun er mjög ótrygg. Sjókvíarnar eru ekki aðeins svo frumstæð tækni að fiskar sleppa alltaf út og mengunin frá þeim rennur beint í sjóinn, heldur bjóða þær líka upp á þann möguleika að stór verksmiðjuskip mönnuð erlendri áhöfn geta lagt upp að þeim, sogið upp eldislaxinn og siglt burt. Þannig verða ekki til störf á Íslandi. Við okkur blasir sem sagt að fiskeldisfyrirtækin, sem eru í meirihluta í norskri eigu, munu senda skip sín eftir eldislaxinum og fara með hann annað. Á Íslandi verða í besta falli örfáir starfsmenn sem sinna viðhaldi sjókvíanna. Önnur störf og hagnaðurinn verður til utan landhelginnar. Við sitjum hins vegar eftir með umhverfismengunina og óafturkræfan skaða á villta íslenska laxastofninum. Ef umboðsmönnum fiskeldisfyrirtækjanna er alvara með að vilja stuðla að atvinnuuppbyggingu á Íslandi þá er landeldi leiðin sem tryggir það. Landeldi útilokar líka mögulega erfðablöndun við villta laxinn og þar er notaður hreinsibúnaður en úrganginum ekki dembt beint í sjóinn eins og í sjókvíaeldinu.Höfundur er blaðamaður og félagi í The Icelandic Wildlife Fund
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun