Sjálfstæðismenn bæta verulega við sig Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. mars 2018 06:00 Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir leiða lista Sjálfstæðismanna í borginni. VISIR/ANTON BRINK „Það sem mér finnst athyglisverðast er að ef maður skiptir þessu upp í mögulega meirihluta þá birtast þessar tvær blokkir, rauð og blá, sem eru mjög jafnar miðað við það hversu langt er í kosningar,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Eins og greint var frá í gær sýnir ný könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is að meirihlutinn í borgarstjórn, með Samfylkingunni, VG og Pírötum, myndi naumlega halda. Björt framtíð myndi þó hverfa úr borgarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn myndi bæta við sig tæpum 10 prósentustigum frá kosningunum 2014 ef niðurstöður borgarstjórnarkosninga í vor yrðu í takti við könnunina. Flokkurinn bætir við sig einu prósentustigi frá því að Fréttablaðið kannaði stuðning við framboð í Reykjavík í lok ágúst. Flokkurinn mælist núna með 35,2 prósenta fylgi. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar tapar Samfylkingin tæpum fimm prósentustigum frá síðustu kosningum en tvöfaldar fylgi sitt frá síðustu könnun Fréttablaðsins. Flokkurinn mælist núna með 27,2 prósent.Eiríkur bendir á að staðan sé enn þannig að ekki sé komið á upphafsreit kosningabaráttunnar. „Við erum ekki einu sinni alveg komin á hann. Það eiga nokkrir flokkar eftir að kynna sína lista og svo framvegis. Þannig að við erum ekki enn komin með þá mynd sem blasir við í upphafi kosningabaráttunnar,“ segir hann og bætir við að staða Viðreisnar, sem er með rúm fjögur prósent í könnuninni og fengi einn fulltrúa kjörinn, sé athyglisverð í ljósi þess að framboðslisti hefur ekki verið kynntur. María Rut Kristinsdóttir, formaður uppstillingarnefndar Viðreisnar, segir að listinn verði kynntur innan fárra daga. Samkvæmt skoðanakönnuninni er staða Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík mun sterkari en staðan var í Reykjavíkurkjördæmunum í alþingiskosningunum í haust, en flokkurinn fékk um 23 prósent í hvoru kjördæmi fyrir sig. „En þannig var alltaf gamla myndin. Sjálfstæðisflokkurinn hafði alltaf miklu meira fylgi í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík en hann fékk í þingkosningum og það hefur oft verið þannig þó að það hafi ekki verið þannig í einhverjum kosningum undanfarið,“ segir Eiríkur Bergmann. Samfylkingin kemur líka miklu betur út í þessari könnun en niðurstaðan varð í Reykjavíkurkjördæmunum í þingkosningum. Flokkurinn fékk um 13 prósent í Reykjavíkurkjördæmunum. VG er hins vegar með mun minna fylgi en flokkurinn fékk í þingkosningunum í Reykjavíkurkjördæmunum. Hann er með tólf prósent í könnuninni en var með tæp 19 prósent í Reykjavík suður og tæp 22 í Reykjavík norður. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Meirihlutinn í borginni myndi halda Samfylkingin, VG og Píratar myndu fá 12 menn kjörna samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is. Sjálfstæðisflokkur stærstur. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Björt framtíð fengju fulltrúa. 28. febrúar 2018 05:45 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Sjá meira
„Það sem mér finnst athyglisverðast er að ef maður skiptir þessu upp í mögulega meirihluta þá birtast þessar tvær blokkir, rauð og blá, sem eru mjög jafnar miðað við það hversu langt er í kosningar,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Eins og greint var frá í gær sýnir ný könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is að meirihlutinn í borgarstjórn, með Samfylkingunni, VG og Pírötum, myndi naumlega halda. Björt framtíð myndi þó hverfa úr borgarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn myndi bæta við sig tæpum 10 prósentustigum frá kosningunum 2014 ef niðurstöður borgarstjórnarkosninga í vor yrðu í takti við könnunina. Flokkurinn bætir við sig einu prósentustigi frá því að Fréttablaðið kannaði stuðning við framboð í Reykjavík í lok ágúst. Flokkurinn mælist núna með 35,2 prósenta fylgi. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar tapar Samfylkingin tæpum fimm prósentustigum frá síðustu kosningum en tvöfaldar fylgi sitt frá síðustu könnun Fréttablaðsins. Flokkurinn mælist núna með 27,2 prósent.Eiríkur bendir á að staðan sé enn þannig að ekki sé komið á upphafsreit kosningabaráttunnar. „Við erum ekki einu sinni alveg komin á hann. Það eiga nokkrir flokkar eftir að kynna sína lista og svo framvegis. Þannig að við erum ekki enn komin með þá mynd sem blasir við í upphafi kosningabaráttunnar,“ segir hann og bætir við að staða Viðreisnar, sem er með rúm fjögur prósent í könnuninni og fengi einn fulltrúa kjörinn, sé athyglisverð í ljósi þess að framboðslisti hefur ekki verið kynntur. María Rut Kristinsdóttir, formaður uppstillingarnefndar Viðreisnar, segir að listinn verði kynntur innan fárra daga. Samkvæmt skoðanakönnuninni er staða Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík mun sterkari en staðan var í Reykjavíkurkjördæmunum í alþingiskosningunum í haust, en flokkurinn fékk um 23 prósent í hvoru kjördæmi fyrir sig. „En þannig var alltaf gamla myndin. Sjálfstæðisflokkurinn hafði alltaf miklu meira fylgi í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík en hann fékk í þingkosningum og það hefur oft verið þannig þó að það hafi ekki verið þannig í einhverjum kosningum undanfarið,“ segir Eiríkur Bergmann. Samfylkingin kemur líka miklu betur út í þessari könnun en niðurstaðan varð í Reykjavíkurkjördæmunum í þingkosningum. Flokkurinn fékk um 13 prósent í Reykjavíkurkjördæmunum. VG er hins vegar með mun minna fylgi en flokkurinn fékk í þingkosningunum í Reykjavíkurkjördæmunum. Hann er með tólf prósent í könnuninni en var með tæp 19 prósent í Reykjavík suður og tæp 22 í Reykjavík norður.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Meirihlutinn í borginni myndi halda Samfylkingin, VG og Píratar myndu fá 12 menn kjörna samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is. Sjálfstæðisflokkur stærstur. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Björt framtíð fengju fulltrúa. 28. febrúar 2018 05:45 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Sjá meira
Meirihlutinn í borginni myndi halda Samfylkingin, VG og Píratar myndu fá 12 menn kjörna samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is. Sjálfstæðisflokkur stærstur. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Björt framtíð fengju fulltrúa. 28. febrúar 2018 05:45