Ríkissaksóknari tætir teflonið utan af Zuma Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. mars 2018 08:30 Jacob Zuma, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, verður dreginn fyrir dóm í umfangsmiklu spillingarmáli. Nordicphotos/AFP Jacob Zuma, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, verður dreginn fyrir dóm en hann er ákærður fyrir spillingu, fjárdrátt, fjársvik og peningaþvætti. Frá þessu greindi Shaun Abrahams ríkissaksóknari í gær en ákæran gegn Zuma er í sextán liðum. Sagðist Abrahams trúa því að sigurlíkur saksóknara í málinu væru góðar. Hinn 75 ára gamli Zuma neyddist til að segja af sér í febrúar vegna umfangsmikilla spillingarmála og þrýstings samflokksmanna. Ljóst var að bæði stjórn og stjórnarandstaða ætluðu að styðja vantraust á hendur honum en Zuma varð fyrri til og sagði af sér sjálfur. Þetta er langt frá því að vera eina spillingarmálið sem Zuma hefur verið sakaður um aðild að. Áður en hann sagði af sér var hann uppnefndur „teflonforsetinn“ vegna þess að hann stóð öll hneykslismál af sér. Nú, þegar Zuma er ekki lengur forseti, er óljóst hvort honum takist jafn vel að verja sig þar sem hann fær ekki lengur stuðning frá hinu opinbera. Zuma hefur hins vegar alla tíð varið sjálfan sig með kjafti og klóm. Ljóst er að von er á langdregnum réttarhöldum. Zuma hefur nú þegar farið fram á að ákæran verði felld niður enda hefur hann alltaf neitað sök í málinu, sem tengist um 250 milljarða króna vopnakaupasamningi sem ríkið gerði meðal annars við franskt fyrirtæki seint á tíunda áratugnum. Samningurinn var gerður áður en Zuma varð forseti en hann er talinn hafa þegið mútur frá franska vopnaframleiðandanum. Fjármálaráðgjafi Zuma á þeim tíma sem samningurinn var gerður var sakfelldur fyrir milligöngu um mútugreiðslurnar árið 2005 og var Zuma á þeim tíma rekinn úr embætti varaforseta. Ákæran sem Zuma þarf nú að verjast er eins og áður segir í sextán liðum. Þar af tengist einn fjárdrætti, tveir spillingu, einn peningaþvætti og heilir tólf fjársvikum. Aðalritari Afríska þjóðarráðsins (ANC), ráðandi stjórnmálaafls Suður-Afríku og fyrrverandi félagi Zuma, sagði flokkinn í gær hafa fulla trú á suðurafrísku dómskerfi. Þjóðarráðið virti sjálfstæði dómstóla og væri á þeirri skoðun að allir ættu að vera jafnir fyrir lögunum. Birtist í Fréttablaðinu Suður-Afríka Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Jacob Zuma, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, verður dreginn fyrir dóm en hann er ákærður fyrir spillingu, fjárdrátt, fjársvik og peningaþvætti. Frá þessu greindi Shaun Abrahams ríkissaksóknari í gær en ákæran gegn Zuma er í sextán liðum. Sagðist Abrahams trúa því að sigurlíkur saksóknara í málinu væru góðar. Hinn 75 ára gamli Zuma neyddist til að segja af sér í febrúar vegna umfangsmikilla spillingarmála og þrýstings samflokksmanna. Ljóst var að bæði stjórn og stjórnarandstaða ætluðu að styðja vantraust á hendur honum en Zuma varð fyrri til og sagði af sér sjálfur. Þetta er langt frá því að vera eina spillingarmálið sem Zuma hefur verið sakaður um aðild að. Áður en hann sagði af sér var hann uppnefndur „teflonforsetinn“ vegna þess að hann stóð öll hneykslismál af sér. Nú, þegar Zuma er ekki lengur forseti, er óljóst hvort honum takist jafn vel að verja sig þar sem hann fær ekki lengur stuðning frá hinu opinbera. Zuma hefur hins vegar alla tíð varið sjálfan sig með kjafti og klóm. Ljóst er að von er á langdregnum réttarhöldum. Zuma hefur nú þegar farið fram á að ákæran verði felld niður enda hefur hann alltaf neitað sök í málinu, sem tengist um 250 milljarða króna vopnakaupasamningi sem ríkið gerði meðal annars við franskt fyrirtæki seint á tíunda áratugnum. Samningurinn var gerður áður en Zuma varð forseti en hann er talinn hafa þegið mútur frá franska vopnaframleiðandanum. Fjármálaráðgjafi Zuma á þeim tíma sem samningurinn var gerður var sakfelldur fyrir milligöngu um mútugreiðslurnar árið 2005 og var Zuma á þeim tíma rekinn úr embætti varaforseta. Ákæran sem Zuma þarf nú að verjast er eins og áður segir í sextán liðum. Þar af tengist einn fjárdrætti, tveir spillingu, einn peningaþvætti og heilir tólf fjársvikum. Aðalritari Afríska þjóðarráðsins (ANC), ráðandi stjórnmálaafls Suður-Afríku og fyrrverandi félagi Zuma, sagði flokkinn í gær hafa fulla trú á suðurafrísku dómskerfi. Þjóðarráðið virti sjálfstæði dómstóla og væri á þeirri skoðun að allir ættu að vera jafnir fyrir lögunum.
Birtist í Fréttablaðinu Suður-Afríka Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira