Norður-Kóreumenn funda óvænt í Stokkhólmi Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. mars 2018 08:48 Utanríkisráðherrann Ri Yong-ho (t.h.) lenti í Stokkhólmi í gærkvöldi. Vísir/EPA Sendinefnd Norður-Kóreu birtist óvænt í Svíþjóð í gærkvöldi. Hvað hún er að vilja þangað er ekki vitað en fjölmiðlar um heim allan telja að heimsóknin kunni að vera undanfari viðræðna Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Stjórnvöld í Pjongjang segja hins vegar að sendinefndin sé í Svíþjóð til að ræða málefni sem lúta að hagsmunum Svía og Norður-Kóreumanna og tvíhliða samband ríkjanna. Í ljósi þess að Svíar hafa lengi reynt að miðla málum milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna er talið að heimsóknin kunni að vera liður í undirbúningi viðræðnanna sem Bandríkjaforseti samþykkti fyrir helgi. Engin formleg yfirlýsing hefur þó borist frá yfirvöldum Norður-Kóreu vegna hins óvænta viðræðuáhuga og því er enn talið mjög óljóst hvort af viðræðunum verði. Stefan Lövfen, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði við fjölmiðla þar í landi í gær að ef þess væri óskað væru Svíar reiðubúnir að liðsinna deiluaðilunum.Sjá einnig: Eldflaugamaðurinn og sá elliæri funda „Við erum ríki sem er ekki í neinum hernaðarbandalögum og við höfum lengi átt okkar fulltrúa í Norður-Kóreu. Þökk sé traustinu sem við njótum teljum við okkur geta leikið rullu. Það verða þó að vera aðalleikararnir sem ákveða hvaða hlutverk Svíar munu fá,“ er haft eftir Löfven. Stjórnvöld í Washington segjast meðvituð um fundinn í Stokkhólmi en segjast ekki vita hvort hann tengist eitthvað viðræðum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Svíar hafa áratugum saman átt í pólitískum samskiptum við Norður-Kóreu. Til að mynda opnuðu Svíar sendiráð í Pjongjang árið 1970, eitt fyrstu vestrænu sendiráðanna sem sett var á fót í hinu einangraða ríki. Í ljósi þess að Bandaríkin eru ekki með sendiráð í landinu hafa Svíar oft haft milligöngu í viðræðum Bandaríkjamanna og Norður-Kóreu. Til að mynda hafa fulltrúar Svía aðstoðað við að fá Bandaríkjamenn lausa úr norður-kóreskum fangelsum. Bandaríkin Norður-Kórea Norðurlönd Tengdar fréttir Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30 Eldflaugamaðurinn og sá elliæri funda Kim Jong-un og Donald Trump munu funda á næstunni. Verður það fyrsti fundur sem forseti Bandaríkjanna á með leiðtoga Norður-Kóreu. Bandaríkjastjórn undrandi á viðsnúningi Kim sem talar nú um afvopnun gegn því að öryggi einræðisstjó 10. mars 2018 09:00 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Sjá meira
Sendinefnd Norður-Kóreu birtist óvænt í Svíþjóð í gærkvöldi. Hvað hún er að vilja þangað er ekki vitað en fjölmiðlar um heim allan telja að heimsóknin kunni að vera undanfari viðræðna Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Stjórnvöld í Pjongjang segja hins vegar að sendinefndin sé í Svíþjóð til að ræða málefni sem lúta að hagsmunum Svía og Norður-Kóreumanna og tvíhliða samband ríkjanna. Í ljósi þess að Svíar hafa lengi reynt að miðla málum milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna er talið að heimsóknin kunni að vera liður í undirbúningi viðræðnanna sem Bandríkjaforseti samþykkti fyrir helgi. Engin formleg yfirlýsing hefur þó borist frá yfirvöldum Norður-Kóreu vegna hins óvænta viðræðuáhuga og því er enn talið mjög óljóst hvort af viðræðunum verði. Stefan Lövfen, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði við fjölmiðla þar í landi í gær að ef þess væri óskað væru Svíar reiðubúnir að liðsinna deiluaðilunum.Sjá einnig: Eldflaugamaðurinn og sá elliæri funda „Við erum ríki sem er ekki í neinum hernaðarbandalögum og við höfum lengi átt okkar fulltrúa í Norður-Kóreu. Þökk sé traustinu sem við njótum teljum við okkur geta leikið rullu. Það verða þó að vera aðalleikararnir sem ákveða hvaða hlutverk Svíar munu fá,“ er haft eftir Löfven. Stjórnvöld í Washington segjast meðvituð um fundinn í Stokkhólmi en segjast ekki vita hvort hann tengist eitthvað viðræðum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Svíar hafa áratugum saman átt í pólitískum samskiptum við Norður-Kóreu. Til að mynda opnuðu Svíar sendiráð í Pjongjang árið 1970, eitt fyrstu vestrænu sendiráðanna sem sett var á fót í hinu einangraða ríki. Í ljósi þess að Bandaríkin eru ekki með sendiráð í landinu hafa Svíar oft haft milligöngu í viðræðum Bandaríkjamanna og Norður-Kóreu. Til að mynda hafa fulltrúar Svía aðstoðað við að fá Bandaríkjamenn lausa úr norður-kóreskum fangelsum.
Bandaríkin Norður-Kórea Norðurlönd Tengdar fréttir Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30 Eldflaugamaðurinn og sá elliæri funda Kim Jong-un og Donald Trump munu funda á næstunni. Verður það fyrsti fundur sem forseti Bandaríkjanna á með leiðtoga Norður-Kóreu. Bandaríkjastjórn undrandi á viðsnúningi Kim sem talar nú um afvopnun gegn því að öryggi einræðisstjó 10. mars 2018 09:00 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Sjá meira
Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30
Eldflaugamaðurinn og sá elliæri funda Kim Jong-un og Donald Trump munu funda á næstunni. Verður það fyrsti fundur sem forseti Bandaríkjanna á með leiðtoga Norður-Kóreu. Bandaríkjastjórn undrandi á viðsnúningi Kim sem talar nú um afvopnun gegn því að öryggi einræðisstjó 10. mars 2018 09:00