Gylfi hringdi í Sólveigu en framtíð hans óráðin Sigurður Mikael Jónsson skrifar 13. mars 2018 06:00 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. VÍSIR/VILHELM „Þetta var hennar kosningasigur og ég vildi bara leyfa henni að eiga þessa viku,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem kveðst hafa hringt í Sólveigu Önnu Jónsdóttur, nýkjörinn formann Eflingar stéttarfélags, og óskað henni til hamingju með sigurinn. Gylfi hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann gefi kost á sér til endurkjörs á Alþýðusambandsþingi í haust. Nokkuð hefur verið fjallað um þögn Gylfa og fráfarandi formanns, Sigurðar Bessasonar, í garð Sólveigar eftir sigur hennar á miðvikudag. Sólveig staðfesti við Fréttablaðið.is að hvorugur hefði þá haft samband við hana eftir sigurinn, nokkuð sem henni þótti svolítið skrýtið. Gylfi kveðst í samtali við Fréttablaðið hafa verið staddur í Bandaríkjunum og því ekki gefið sér tíma til að setja sig í samband við Sólveigu Önnu, en segir mönnum frjálst að túlka að vild. „Ég ætla ekki að bera ábyrgð á því hvernig menn hafa lesið í þessa þögn.“ Gylfi segir sigur Sólveigar vissulega hafa verið glæsilegan og ljóst að verkefnin fram undan séu ærin. „Ég fagna því að fólk komi til starfa á vettvangi hreyfingarinnar fullt af eldmóði. Það er mikilvægt fyrir hreyfinguna. Hér er kominn nýr forystumaður að taka við Eflingu, sem er okkar næststærsta félag og þetta er flott niðurstaða fyrir hana.“Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, boðar breytingar.Vísir/ernirBandalag tveggja stærstu stéttarfélaga ASÍ, VR og Eflingar, í félagi við Framsýn á Húsavík og Verkalýðsfélag Akraness þýðir að félögin eru samanlagt með ríflega 53 prósent félagsmanna í ASÍ. Forystumenn þessara félaga hafa þegar rætt saman og stillt saman strengi sína en þeir hafa undanfarin ár eldað grátt silfur við Gylfa Arnbjörnsson og forystu ASÍ. Kjör Sólveigar Önnu gæti því hafa verið síðasta púslið í að breytingar kunni að vera í farvatninu í forystu ASÍ á Alþýðusambandsþingi í haust. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafði lýst því yfir fyrir kosningarnar í Eflingu að ef Sólveig næði kjöri yrði Gylfa ekki stætt lengur sem forseta ASÍ. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, fagnaði því í pistli á heimasíðu félagsins að nú hefði nýr meirihluti náð yfirhöndinni innan ASÍ. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins innan úr verkalýðshreyfingunni líta margir svo á að Gylfi sjái sæng sína upp reidda innan ASÍ. Gylfi kveðst enga ákvörðun hafa tekið um framtíð sína sem forseta. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um það. Ég er alveg hættur að hafa úthald í að tjá mig um það þegar Ragnar Þór Ingólfsson finnur sér tilefni til að hafa skoðun á mér. Ég ætla ekki að elta ólar við það.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar Þór um ASÍ: Hallarbyltingin hefur þegar átt sér stað Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ekki sé þörf á hallarbyltingu innan ASÍ, hún hafi nú þegar átt sér stað. 10. mars 2018 14:27 Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. 8. mars 2018 06:00 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Sjá meira
„Þetta var hennar kosningasigur og ég vildi bara leyfa henni að eiga þessa viku,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem kveðst hafa hringt í Sólveigu Önnu Jónsdóttur, nýkjörinn formann Eflingar stéttarfélags, og óskað henni til hamingju með sigurinn. Gylfi hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann gefi kost á sér til endurkjörs á Alþýðusambandsþingi í haust. Nokkuð hefur verið fjallað um þögn Gylfa og fráfarandi formanns, Sigurðar Bessasonar, í garð Sólveigar eftir sigur hennar á miðvikudag. Sólveig staðfesti við Fréttablaðið.is að hvorugur hefði þá haft samband við hana eftir sigurinn, nokkuð sem henni þótti svolítið skrýtið. Gylfi kveðst í samtali við Fréttablaðið hafa verið staddur í Bandaríkjunum og því ekki gefið sér tíma til að setja sig í samband við Sólveigu Önnu, en segir mönnum frjálst að túlka að vild. „Ég ætla ekki að bera ábyrgð á því hvernig menn hafa lesið í þessa þögn.“ Gylfi segir sigur Sólveigar vissulega hafa verið glæsilegan og ljóst að verkefnin fram undan séu ærin. „Ég fagna því að fólk komi til starfa á vettvangi hreyfingarinnar fullt af eldmóði. Það er mikilvægt fyrir hreyfinguna. Hér er kominn nýr forystumaður að taka við Eflingu, sem er okkar næststærsta félag og þetta er flott niðurstaða fyrir hana.“Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, boðar breytingar.Vísir/ernirBandalag tveggja stærstu stéttarfélaga ASÍ, VR og Eflingar, í félagi við Framsýn á Húsavík og Verkalýðsfélag Akraness þýðir að félögin eru samanlagt með ríflega 53 prósent félagsmanna í ASÍ. Forystumenn þessara félaga hafa þegar rætt saman og stillt saman strengi sína en þeir hafa undanfarin ár eldað grátt silfur við Gylfa Arnbjörnsson og forystu ASÍ. Kjör Sólveigar Önnu gæti því hafa verið síðasta púslið í að breytingar kunni að vera í farvatninu í forystu ASÍ á Alþýðusambandsþingi í haust. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafði lýst því yfir fyrir kosningarnar í Eflingu að ef Sólveig næði kjöri yrði Gylfa ekki stætt lengur sem forseta ASÍ. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, fagnaði því í pistli á heimasíðu félagsins að nú hefði nýr meirihluti náð yfirhöndinni innan ASÍ. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins innan úr verkalýðshreyfingunni líta margir svo á að Gylfi sjái sæng sína upp reidda innan ASÍ. Gylfi kveðst enga ákvörðun hafa tekið um framtíð sína sem forseta. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um það. Ég er alveg hættur að hafa úthald í að tjá mig um það þegar Ragnar Þór Ingólfsson finnur sér tilefni til að hafa skoðun á mér. Ég ætla ekki að elta ólar við það.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar Þór um ASÍ: Hallarbyltingin hefur þegar átt sér stað Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ekki sé þörf á hallarbyltingu innan ASÍ, hún hafi nú þegar átt sér stað. 10. mars 2018 14:27 Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. 8. mars 2018 06:00 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Sjá meira
Ragnar Þór um ASÍ: Hallarbyltingin hefur þegar átt sér stað Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ekki sé þörf á hallarbyltingu innan ASÍ, hún hafi nú þegar átt sér stað. 10. mars 2018 14:27
Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. 8. mars 2018 06:00